Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi er ólögmæt Árni Sæberg skrifar 27. júní 2023 16:48 Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi kemur til með að taka breytingum. Grímsnes- og Grafningshreppur Innviðaráðuneytið hefur úrskurðað að gjaldskrá sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir sundlaug og íþróttamiðstöðina Borg sé ekki í samræmi við jafnræðis- og meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar og þar af leiðandi ólögmæt. Málið sneri að því fyrirkomulagi sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu. Björgvin Njáli Ingólfssyni, sem á sumarbústað í Grímsnes- og Grafningshreppi og sveið það að fá ekki að njóta sömu kjara og þeir sem eru með skráð lögheimili í sveitarfélaginu, vildi meina að gjaldskrá sundlaugarinnar stæðist ekki jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, meginregluna um bann við mismunun eftir búsetu og sömuleiðis að gjaldskráin sé ekki í samræmi við lögmætis- eða réttmætisreglu stjórnsýsluréttar. Því ákvað hann að kvarta til ráðuneytisins. Nú hefur ráðuneytið gefið út þau fyrirmæli í áliti sínu að sveitarfélagið breyti gjaldskrá sinni og færi hana í lögmætt horf. Sveitarfélagið taldi mismunun málefnalega Í svörum sínum vegna málsins taldi sveitarfélagið mismunun í gjaldskrá byggja á málefnalegum ástæðum, það er til að auka lýðheilsu íbúa og almenna hreyfingu. Jafnframt hélt sveitarfélagið því fram að rekstur sundlauga væri ólögbundið verkefni sveitarfélaga og því hefði það svigrúm til að ákvarða gjaldskrá. Þá taldi sveitarfélagið að ráðuneytið hefði ekki eftirlitshlutverk með ólögbundnum verkefnum sveitarfélaga. Í áliti innviðaráðuneytisins eru reifuð sjónarmið sem gilda um ólögbundin verkefni sveitarfélaga og gjaldtökuheimildir þeirra. Þá eru reifaðar grundvallarreglur sem gjaldtaka sveitarfélaga verður að byggja á, svo sem jafnræði og meðalhóf. Þá er rökstutt að það fellur undir eftirlitshlutverk ráðuneytisins að taka til skoðunar hvort sveitarfélög hafi gætt að almennum reglum stjórnsýsluréttar í ólögbundnum verkefnum. Ýmsar aðrar leiðir færar Ráðuneytið horfir til þess að þótt markmið að huga að lýðheilsu íbúa kunni að vera málefnalegt, þurfi að gæta að því að ganga ekki lengra en nauðsynlegt er til að ná markmiðinu. Ljóst sé að ýmsar leiðir væru til staðar til að ná því markmiði að auka lýðheilsu og auka hreyfingu íbúa sveitarfélaga, svo sem með veitingu sérstakra íþrótta- og frístundastyrkja. Í álitinu segir að ráðuneytinu telji auðséð að hægt væri að ná slíkum markmiðum með verkefnum sem ekki fela í sér mismunandi gjaldtöku fyrir almenning. Grímsnes- og Grafningshreppur Stjórnsýsla Sundlaugar Neytendur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Þetta tíðkast víðar en við höldum“ Nýr sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps mun taka til skoðunar kvörtun frá sumarbúastaðareiganda sem segir ákvörðun sveitarfélagsins um að láta aðkomufólk borga hærra gjald en heimamenn fyrir íþróttir og sund brjóta í bága við jafnræðisákvæði stjórnarskrár. Sveitarstjórinn segir fyrirkomulagið ekki ólíkt Loftbrúnni svokölluðu og frístundastyrkjum. 29. september 2022 12:36 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira
Málið sneri að því fyrirkomulagi sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu. Björgvin Njáli Ingólfssyni, sem á sumarbústað í Grímsnes- og Grafningshreppi og sveið það að fá ekki að njóta sömu kjara og þeir sem eru með skráð lögheimili í sveitarfélaginu, vildi meina að gjaldskrá sundlaugarinnar stæðist ekki jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, meginregluna um bann við mismunun eftir búsetu og sömuleiðis að gjaldskráin sé ekki í samræmi við lögmætis- eða réttmætisreglu stjórnsýsluréttar. Því ákvað hann að kvarta til ráðuneytisins. Nú hefur ráðuneytið gefið út þau fyrirmæli í áliti sínu að sveitarfélagið breyti gjaldskrá sinni og færi hana í lögmætt horf. Sveitarfélagið taldi mismunun málefnalega Í svörum sínum vegna málsins taldi sveitarfélagið mismunun í gjaldskrá byggja á málefnalegum ástæðum, það er til að auka lýðheilsu íbúa og almenna hreyfingu. Jafnframt hélt sveitarfélagið því fram að rekstur sundlauga væri ólögbundið verkefni sveitarfélaga og því hefði það svigrúm til að ákvarða gjaldskrá. Þá taldi sveitarfélagið að ráðuneytið hefði ekki eftirlitshlutverk með ólögbundnum verkefnum sveitarfélaga. Í áliti innviðaráðuneytisins eru reifuð sjónarmið sem gilda um ólögbundin verkefni sveitarfélaga og gjaldtökuheimildir þeirra. Þá eru reifaðar grundvallarreglur sem gjaldtaka sveitarfélaga verður að byggja á, svo sem jafnræði og meðalhóf. Þá er rökstutt að það fellur undir eftirlitshlutverk ráðuneytisins að taka til skoðunar hvort sveitarfélög hafi gætt að almennum reglum stjórnsýsluréttar í ólögbundnum verkefnum. Ýmsar aðrar leiðir færar Ráðuneytið horfir til þess að þótt markmið að huga að lýðheilsu íbúa kunni að vera málefnalegt, þurfi að gæta að því að ganga ekki lengra en nauðsynlegt er til að ná markmiðinu. Ljóst sé að ýmsar leiðir væru til staðar til að ná því markmiði að auka lýðheilsu og auka hreyfingu íbúa sveitarfélaga, svo sem með veitingu sérstakra íþrótta- og frístundastyrkja. Í álitinu segir að ráðuneytinu telji auðséð að hægt væri að ná slíkum markmiðum með verkefnum sem ekki fela í sér mismunandi gjaldtöku fyrir almenning.
Grímsnes- og Grafningshreppur Stjórnsýsla Sundlaugar Neytendur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Þetta tíðkast víðar en við höldum“ Nýr sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps mun taka til skoðunar kvörtun frá sumarbúastaðareiganda sem segir ákvörðun sveitarfélagsins um að láta aðkomufólk borga hærra gjald en heimamenn fyrir íþróttir og sund brjóta í bága við jafnræðisákvæði stjórnarskrár. Sveitarstjórinn segir fyrirkomulagið ekki ólíkt Loftbrúnni svokölluðu og frístundastyrkjum. 29. september 2022 12:36 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira
„Þetta tíðkast víðar en við höldum“ Nýr sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps mun taka til skoðunar kvörtun frá sumarbúastaðareiganda sem segir ákvörðun sveitarfélagsins um að láta aðkomufólk borga hærra gjald en heimamenn fyrir íþróttir og sund brjóta í bága við jafnræðisákvæði stjórnarskrár. Sveitarstjórinn segir fyrirkomulagið ekki ólíkt Loftbrúnni svokölluðu og frístundastyrkjum. 29. september 2022 12:36