Sport

Lyfti 249 kílóum í hnébeygju og bætti eigið heimsmet enn á ný

Siggeir Ævarsson skrifar
Amanda Lawrence bætti eigið heimsmet í réttstöðulyftu enn eitt mótið
Amanda Lawrence bætti eigið heimsmet í réttstöðulyftu enn eitt mótið Skjáskot Youtube

Kraftlyftingakonan Amanda Lawrence hefur haft mikla yfirburði í -84 kg flokknum undanfarin ár og á því varð engin breyting á HM í gær. Hún vann flokkinn með nokkrum yfirburðum og gerði sér lítið fyrir og bætti eigið heimsmet í hnébeygju um 2,5 kg.

Alls lyfti Lawrence 635 kg í gær, rúmum 70 kg meira en Kristín Þórhallsdóttir, sem tryggði sér 2. sætið í þyngarflokknum nokkuð örugglega og fór heim með silfrið.

Fyrra heimsmet Lawrence í hnébeygju var 246,5 kg sem hún setti á móti í Sheffield fyrr á árinu. Hún hefur smám saman verið að bæta metið, kroppa á það nokkur kíló í senn. Heimsmet hennar nú er því 249 kg.


Tengdar fréttir

Kristín fer heim með silfur af HM

Krist­ín Þór­halls­dótt­ir hlaut silfurverðlaun í sam­an­lögðum ár­angri á heims­meist­ara­mót­inu í klass­ísk­um kraft­lyft­ing­um sem fram fer í St. Ju­li­ans á Möltu um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×