Einstaklingur eða Einstaklingur hf – Ofsköttun launamanna Haukur V. Alfreðsson skrifar 1. júní 2023 07:31 Barátta seðlabankastjóra við verðbólguna er nú í brennidepli. Karpað er um hverjar orsakir verðbólgunnar eru en gjarnan koma laun og hagnaður fyrirtækja við sögu í umræðunni. Önnur hliðstæð umræða sem á sér reglulega stað er svo hvernig skattkerfið skattleggur launatekjur og fjármagnstekjur[1] mismunandi. Í þessari umræðu er gjarnan skautað yfir hina eiginlegu grunn uppbyggingu tekjuskattgrunnsins og farið beint í að bera saman prósentur eða öðrum vangaveltum, svo sem hvort skatta eigi af nafn eða rauntekjum, bætt við. Ég ætla því að ræða hér grundvallar mismunun í skattkerfinu sem gjarnan er ekki nefnd í umræðunni en mér finnst rýma við þjóðfélagsumræðuna sem á sér stað þessa stundina, t.a.m. hverjir fara verst út úr hærri stýrivöxtum. Rekstrarkostnaður? Helsti munurinn á tekjuskattgrunni einstaklinga og lögaðila er sá að lögaðilar fá að draga ýmsan rekstrarkostnað frá og greiða þannig skatt af hagnaði en ekki af öllum tekjum líkt og launamaðurinn. Þessari fullyrðingu eru eflaust ekki allir sammála svo notum dæmi til skýringar: Fyrirtækið Einstaklingur hf á sjálfvirku vinnuvélina Líkami. Fyrirtækið tekur nú að sér verkefni og notar vinnuvélina sína til að vinna verkið. Vinnuvélin þarfnast eldsneytis, hýsingar og viðhalds. Tekjuskattgrunnur fyrirtækisins lítur ca svona út við lok skatttímabilsins: Tekjur vegna verkefnisins – eldsneytiskostnaður – húsaleiga – viðhaldskostnaður og afskriftir = Hagnaður sem greitt er skatt af. Ef við tökum nú „hf“ úr dæminu að ofan og segjum sem svo að hér sé einstaklingur sem tekur að sér verkefni og notar hand- eða hugarafl líkama síns til að vinna verkið þá skyndilega er flest allur frádrátturinn orðinn óheimill. Þannig fær almennur launamaður ekki að draga frá kostnað vegna fæðis, húsnæðis og þess tengt til lækkunar á tekjuskattgrunni sínum. Það er þó auðséð að fæði og húsaskjól eru forsendur þess að manneskja geti stundað vinnu og þar með í eðli sínu kostnaður við að afla tekna[2]. Hér mismunar skattkerfið því einstaklingum. Þannig er ljóst að ýmsir lágtekju launamenn eru að greiða skatta þrátt fyrir að tekjurnar sem þeir afla nái ekki að dekka rekstrarkostnað við að afla teknanna, en á sama tíma myndi fyrirtæki ekki greiða skatt í sambærilegri stöðu og raunar safna upp tapi til lækkunar skattgreiðslna í framtíðinni. Einfaldar lausnir Að telja til raun framfærslukostnað hvers einstaklings væri æði kostnaðarsamt en heppilega er til nokkuð einföld lausn á vandanum. Hægt er að stilla persónuafslátt einstaklinga þannig af að skattleysismörk séu til jafns við áætlaða grunnframfærslu einstaklings. Þannig myndi ríkið áætla grunnframfærslu viðmið og lækka tekjuskattgrunn hvers einstaklings til jafns við þá upphæð. Þannig fengju einstaklingar samskonar skattgrunn og lögaðilar, skattgrunn þar sem kostnaður við að afla tekna er dreginn frá skattskyldum tekjum við útreikning á skattbyrði. Þessi lausn er a.m.k. mun einfaldari heldur en að samræma skattgrunnana með því að fara banna ýmsan frádrátt hjá lögaðilum. Höfundur hefur spáð mikið í skattkerfum. [1] Þegar almennur tekjuskattur er borinn saman við fjármagnstekjuskatt er oftast horft á heildar samspil tekjuskatts lögaðila og svo fjármagnstekjuskatts einstaklinga, hugsunin verandi að skattað sé af hagnaði hjá fyrirtæki sem svo greiðir arð til eigenda sem eru þá fjármagnstekjur. Í mörgum tilfellum er þetta alfarið rangur samanburður, en fyrir tilgang þessarar greinar þurfum við ekki að horfa á önnur tilfelli. [2]Athugið að hér er ég ekki að ræða öll útgjöld einstaklings heldur eingöngu grunnframfærslu. Sem sagt ekki leigu á einbýlishúsi, kaup á merkjavörum og utanlandsferðum eða annan munað heldur eðlilegar grunnþarfir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Skattar og tollar Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Skoðun Skoðun 1.maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Barátta seðlabankastjóra við verðbólguna er nú í brennidepli. Karpað er um hverjar orsakir verðbólgunnar eru en gjarnan koma laun og hagnaður fyrirtækja við sögu í umræðunni. Önnur hliðstæð umræða sem á sér reglulega stað er svo hvernig skattkerfið skattleggur launatekjur og fjármagnstekjur[1] mismunandi. Í þessari umræðu er gjarnan skautað yfir hina eiginlegu grunn uppbyggingu tekjuskattgrunnsins og farið beint í að bera saman prósentur eða öðrum vangaveltum, svo sem hvort skatta eigi af nafn eða rauntekjum, bætt við. Ég ætla því að ræða hér grundvallar mismunun í skattkerfinu sem gjarnan er ekki nefnd í umræðunni en mér finnst rýma við þjóðfélagsumræðuna sem á sér stað þessa stundina, t.a.m. hverjir fara verst út úr hærri stýrivöxtum. Rekstrarkostnaður? Helsti munurinn á tekjuskattgrunni einstaklinga og lögaðila er sá að lögaðilar fá að draga ýmsan rekstrarkostnað frá og greiða þannig skatt af hagnaði en ekki af öllum tekjum líkt og launamaðurinn. Þessari fullyrðingu eru eflaust ekki allir sammála svo notum dæmi til skýringar: Fyrirtækið Einstaklingur hf á sjálfvirku vinnuvélina Líkami. Fyrirtækið tekur nú að sér verkefni og notar vinnuvélina sína til að vinna verkið. Vinnuvélin þarfnast eldsneytis, hýsingar og viðhalds. Tekjuskattgrunnur fyrirtækisins lítur ca svona út við lok skatttímabilsins: Tekjur vegna verkefnisins – eldsneytiskostnaður – húsaleiga – viðhaldskostnaður og afskriftir = Hagnaður sem greitt er skatt af. Ef við tökum nú „hf“ úr dæminu að ofan og segjum sem svo að hér sé einstaklingur sem tekur að sér verkefni og notar hand- eða hugarafl líkama síns til að vinna verkið þá skyndilega er flest allur frádrátturinn orðinn óheimill. Þannig fær almennur launamaður ekki að draga frá kostnað vegna fæðis, húsnæðis og þess tengt til lækkunar á tekjuskattgrunni sínum. Það er þó auðséð að fæði og húsaskjól eru forsendur þess að manneskja geti stundað vinnu og þar með í eðli sínu kostnaður við að afla tekna[2]. Hér mismunar skattkerfið því einstaklingum. Þannig er ljóst að ýmsir lágtekju launamenn eru að greiða skatta þrátt fyrir að tekjurnar sem þeir afla nái ekki að dekka rekstrarkostnað við að afla teknanna, en á sama tíma myndi fyrirtæki ekki greiða skatt í sambærilegri stöðu og raunar safna upp tapi til lækkunar skattgreiðslna í framtíðinni. Einfaldar lausnir Að telja til raun framfærslukostnað hvers einstaklings væri æði kostnaðarsamt en heppilega er til nokkuð einföld lausn á vandanum. Hægt er að stilla persónuafslátt einstaklinga þannig af að skattleysismörk séu til jafns við áætlaða grunnframfærslu einstaklings. Þannig myndi ríkið áætla grunnframfærslu viðmið og lækka tekjuskattgrunn hvers einstaklings til jafns við þá upphæð. Þannig fengju einstaklingar samskonar skattgrunn og lögaðilar, skattgrunn þar sem kostnaður við að afla tekna er dreginn frá skattskyldum tekjum við útreikning á skattbyrði. Þessi lausn er a.m.k. mun einfaldari heldur en að samræma skattgrunnana með því að fara banna ýmsan frádrátt hjá lögaðilum. Höfundur hefur spáð mikið í skattkerfum. [1] Þegar almennur tekjuskattur er borinn saman við fjármagnstekjuskatt er oftast horft á heildar samspil tekjuskatts lögaðila og svo fjármagnstekjuskatts einstaklinga, hugsunin verandi að skattað sé af hagnaði hjá fyrirtæki sem svo greiðir arð til eigenda sem eru þá fjármagnstekjur. Í mörgum tilfellum er þetta alfarið rangur samanburður, en fyrir tilgang þessarar greinar þurfum við ekki að horfa á önnur tilfelli. [2]Athugið að hér er ég ekki að ræða öll útgjöld einstaklings heldur eingöngu grunnframfærslu. Sem sagt ekki leigu á einbýlishúsi, kaup á merkjavörum og utanlandsferðum eða annan munað heldur eðlilegar grunnþarfir.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun