Byssumaðurinn sagður hafa aðhyllst hvíta öfgahyggju Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2023 23:09 Viðskiptavinir verslunarmiðstöðvarinnar ganga með hendur á lofti fram hjá lögreglubíl eftir að vopnaður maður skaut átta manns til bana í Allen í Texas á laugardag. AP/LM Otero Samfélagsmiðlanotkun karlmanns sem skaut átta manns til bana í verslunarmiðstöð í bænum Allen í Texas um helgina bendir til þess að hann hafi aðhyllst hvíta þjóðernishyggju og nýnasisma. Hann er meðal annars sagður hafa kennt sig við hægrisinnaðar dauðasveitir á herklæðum sínum. Lögreglumenn skutu Mauricio Garcia, 33 ára gamlan karlmann, til bana en ekki áður en hann hafði náð slátra átta saklausum borgurum með AR-15 árásarriffli á laugardag. Yngsta fórnarlambið var fimm ára en það elsta 61 árs. Talið er að fleiri en eitt barn sé á meðal þeirra látnu. Sjö aðrir eru sárir. Yfirvöld hafa ekki greint frá því hvað morðingjanum gekk til. AP-fréttastofan segir að þau kanni þó hvort hann hafi sýnt málstað hvítra þjóðernissinna áhuga. Þau hafi AP þegar rætt við ættingja og kunningja Garcia og spurt þá út í hugmyndafræði hans. Bandarískir fjölmiðlar hafa hins vegar grafið upp samfélagsmiðlareikninga sem passa við Garcia. NBC-sjónvarpsstöðin segir að rannsóknarlögreglumenn hafi fundið færslur þar sem Garcia hataðist við kynþátta- og þjóðernisminnihluta. New York Times segir að Garcia hafi lofað Adolf Hitler og lýst stuðningi við nýnasisma á rússneska samfélagsmiðlinum OK.RU þar sem nær engin ritstýring er. Þar hafi Garcia spúið hatri um svarta og konur. Garcia var klæddur herklæðum í árásinni. Á þeim var leppur með skammstöfuninni „RWDS“ sem stendur fyrir „hægrisinnuð dauðasveit“ (e. Right Wing Death Squad) á ensku. Hugtakið er sagt vinsælt á meðal hægriöfgamanna og hvítra þjóðernissinna. Það vísar til dauðasveita herforingjastjórnar Augusto Pinochet í Síle á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Pinochet lét myrða þúsundir vinstrimanna, meðal annars með því að varpa þeim út úr flugvélum. Þá segir AP að Garcia hafi verið vikið úr hernum vegna geðrænna vandamála aðeins þremur mánuðum eftir að hann skráði sig árið 2008. Hann hafði þá enn ekki lokið grunnþjálfun. Eitt fjöldamorð með skotvopni á viku Mannskæðar skotárásir eru daglegt blóð í Bandaríkjunum. Tíðni fjöldamorða af þessu tagi það sem af er ári keyrir þó um þverbak. Samkvæmt gagnagrunni AP-fréttastofunnar hefur að meðaltali eitt fjöldamorð með skotvopnum verið framið á viku. Þegar Garcia hóf morðæði sitt var innan við vika frá því að vopnaður maður skaut fimm nágranna sína til bana eftir að þeir báðu hann að hætta að hleypa af byssu sinni á meðan ungbarn svaf í Cleveland í Texas. Á meðal þeirra látnu var ungur drengur og móðir hans á þrítugsaldri. Viðbrögðin við þessari nýjustu skotárás hafa verið stöðluð til þessa. Demókratar krefjast þess að skotvopnalöggjöfin verði hert. Repúblikanar hafna því sem fyrr. Ólíklegt er að áeggjan Joes Biden forseta til repúblikana um að þeir yppti ekki öxlum yfir enn einu fjöldamorðinu breyti nokkru þar um. Ungir mótmælendur með skilti fyrir utan bænastund vegna fjöldamorðsins. Annað þeirra vísar til orða fyrrverandi lögreglumanns sem kom að illa útleiknu líki eins fórnarlamba árásarinnar.AP/LM Otero „Hún var ekki með neitt andlit“ Nokkur umræða hefur geisað um myndbirtingar eftir skotárásir af þessu tagi. Myndbönd og myndir sem virtust vera frá vettvangi í Allen og sýndu illa útleikin lík fórnarlamba eftir kúlur árásarriffilsins fóru víða um samfélagsmiðla í kjölfar árásarinnar. Þau sjónarmið hafa heyrst að fjölmiðlar þurfi að birta slíkar myndir, þrátt fyrir óhugnaðinn, til þess að almenningur átti sig á afleiðingunum. Steven Spainhouser, fyrrverandi lögreglumaður á sjötugsaldri, sem þusti að verslunarmiðstöðinni til þess að finna son sinn sem vinnur þar kom fyrstu að sumum fórnarlambanna. Hann sagði New York Times að hann hefði meðal annars séð unga stúlku sem lá úti í runna. Hún hafi verið í bænarstellingu með höfuðið á milli hnjánna. Hún var ekki með neinn púls. Hann sneri höfðinu á henni til að gá hvort að hún væri með lífsmarki. „Hún var ekki með neitt andlit,“ sagði Spainhouser. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Missti konu sína og son í skotárás óðs nágranna Wilson Garcia og fjölskylda hans hringdu fimm sinnum eftir aðstoð lögreglu þegar nágranni þeirra í Cleveland í Texas í Bandaríkjunum, neitaði að hætta að skjóta úr byssu í garði sínum. Þeim var tjáð að hjálp væri á leiðinni en stuttu síðar skaut umræddur nágranni fimm manns til bana, þar af konu og son Garcia. 2. maí 2023 21:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Innlent Íslendingur handtekinn í Rússlandi Erlent „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Erlent Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Innlent „Ég hef átt ákveðin samtöl“ Innlent Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Erlent Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Innlent Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Innlent Vongóð um að finna fjársjóð sem sökk fyrir nokkur hundruð árum Innlent Fleiri fréttir Kafarar leita að skotvopni í tjörn í Central Park Vígamenn leggja undir sig úthverfi höfuðborgarinnar Minnst fjórir látnir eftir sprengingu í fjölbýlishúsi Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Forsetinn verður ekki ákærður Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Íslendingur handtekinn í Rússlandi Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Heitir því að klára kjörtímabilið og skammast út í þingmenn Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026 Gífurlega kröftugur jarðskjálfti undan ströndum Kaliforníu Önnur borg í höndum uppreisnarmanna Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Segja Ísraelsmenn fremja þjóðarmorð á Gaza Tvö börn í lífshættu eftir skotárás í leikskóla í Kalíforníu Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sjá meira
Lögreglumenn skutu Mauricio Garcia, 33 ára gamlan karlmann, til bana en ekki áður en hann hafði náð slátra átta saklausum borgurum með AR-15 árásarriffli á laugardag. Yngsta fórnarlambið var fimm ára en það elsta 61 árs. Talið er að fleiri en eitt barn sé á meðal þeirra látnu. Sjö aðrir eru sárir. Yfirvöld hafa ekki greint frá því hvað morðingjanum gekk til. AP-fréttastofan segir að þau kanni þó hvort hann hafi sýnt málstað hvítra þjóðernissinna áhuga. Þau hafi AP þegar rætt við ættingja og kunningja Garcia og spurt þá út í hugmyndafræði hans. Bandarískir fjölmiðlar hafa hins vegar grafið upp samfélagsmiðlareikninga sem passa við Garcia. NBC-sjónvarpsstöðin segir að rannsóknarlögreglumenn hafi fundið færslur þar sem Garcia hataðist við kynþátta- og þjóðernisminnihluta. New York Times segir að Garcia hafi lofað Adolf Hitler og lýst stuðningi við nýnasisma á rússneska samfélagsmiðlinum OK.RU þar sem nær engin ritstýring er. Þar hafi Garcia spúið hatri um svarta og konur. Garcia var klæddur herklæðum í árásinni. Á þeim var leppur með skammstöfuninni „RWDS“ sem stendur fyrir „hægrisinnuð dauðasveit“ (e. Right Wing Death Squad) á ensku. Hugtakið er sagt vinsælt á meðal hægriöfgamanna og hvítra þjóðernissinna. Það vísar til dauðasveita herforingjastjórnar Augusto Pinochet í Síle á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Pinochet lét myrða þúsundir vinstrimanna, meðal annars með því að varpa þeim út úr flugvélum. Þá segir AP að Garcia hafi verið vikið úr hernum vegna geðrænna vandamála aðeins þremur mánuðum eftir að hann skráði sig árið 2008. Hann hafði þá enn ekki lokið grunnþjálfun. Eitt fjöldamorð með skotvopni á viku Mannskæðar skotárásir eru daglegt blóð í Bandaríkjunum. Tíðni fjöldamorða af þessu tagi það sem af er ári keyrir þó um þverbak. Samkvæmt gagnagrunni AP-fréttastofunnar hefur að meðaltali eitt fjöldamorð með skotvopnum verið framið á viku. Þegar Garcia hóf morðæði sitt var innan við vika frá því að vopnaður maður skaut fimm nágranna sína til bana eftir að þeir báðu hann að hætta að hleypa af byssu sinni á meðan ungbarn svaf í Cleveland í Texas. Á meðal þeirra látnu var ungur drengur og móðir hans á þrítugsaldri. Viðbrögðin við þessari nýjustu skotárás hafa verið stöðluð til þessa. Demókratar krefjast þess að skotvopnalöggjöfin verði hert. Repúblikanar hafna því sem fyrr. Ólíklegt er að áeggjan Joes Biden forseta til repúblikana um að þeir yppti ekki öxlum yfir enn einu fjöldamorðinu breyti nokkru þar um. Ungir mótmælendur með skilti fyrir utan bænastund vegna fjöldamorðsins. Annað þeirra vísar til orða fyrrverandi lögreglumanns sem kom að illa útleiknu líki eins fórnarlamba árásarinnar.AP/LM Otero „Hún var ekki með neitt andlit“ Nokkur umræða hefur geisað um myndbirtingar eftir skotárásir af þessu tagi. Myndbönd og myndir sem virtust vera frá vettvangi í Allen og sýndu illa útleikin lík fórnarlamba eftir kúlur árásarriffilsins fóru víða um samfélagsmiðla í kjölfar árásarinnar. Þau sjónarmið hafa heyrst að fjölmiðlar þurfi að birta slíkar myndir, þrátt fyrir óhugnaðinn, til þess að almenningur átti sig á afleiðingunum. Steven Spainhouser, fyrrverandi lögreglumaður á sjötugsaldri, sem þusti að verslunarmiðstöðinni til þess að finna son sinn sem vinnur þar kom fyrstu að sumum fórnarlambanna. Hann sagði New York Times að hann hefði meðal annars séð unga stúlku sem lá úti í runna. Hún hafi verið í bænarstellingu með höfuðið á milli hnjánna. Hún var ekki með neinn púls. Hann sneri höfðinu á henni til að gá hvort að hún væri með lífsmarki. „Hún var ekki með neitt andlit,“ sagði Spainhouser.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Missti konu sína og son í skotárás óðs nágranna Wilson Garcia og fjölskylda hans hringdu fimm sinnum eftir aðstoð lögreglu þegar nágranni þeirra í Cleveland í Texas í Bandaríkjunum, neitaði að hætta að skjóta úr byssu í garði sínum. Þeim var tjáð að hjálp væri á leiðinni en stuttu síðar skaut umræddur nágranni fimm manns til bana, þar af konu og son Garcia. 2. maí 2023 21:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Innlent Íslendingur handtekinn í Rússlandi Erlent „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Erlent Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Innlent „Ég hef átt ákveðin samtöl“ Innlent Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Erlent Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Innlent Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Innlent Vongóð um að finna fjársjóð sem sökk fyrir nokkur hundruð árum Innlent Fleiri fréttir Kafarar leita að skotvopni í tjörn í Central Park Vígamenn leggja undir sig úthverfi höfuðborgarinnar Minnst fjórir látnir eftir sprengingu í fjölbýlishúsi Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Forsetinn verður ekki ákærður Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Íslendingur handtekinn í Rússlandi Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Heitir því að klára kjörtímabilið og skammast út í þingmenn Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026 Gífurlega kröftugur jarðskjálfti undan ströndum Kaliforníu Önnur borg í höndum uppreisnarmanna Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Segja Ísraelsmenn fremja þjóðarmorð á Gaza Tvö börn í lífshættu eftir skotárás í leikskóla í Kalíforníu Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sjá meira
Missti konu sína og son í skotárás óðs nágranna Wilson Garcia og fjölskylda hans hringdu fimm sinnum eftir aðstoð lögreglu þegar nágranni þeirra í Cleveland í Texas í Bandaríkjunum, neitaði að hætta að skjóta úr byssu í garði sínum. Þeim var tjáð að hjálp væri á leiðinni en stuttu síðar skaut umræddur nágranni fimm manns til bana, þar af konu og son Garcia. 2. maí 2023 21:00