Íbúar í Old Bridge í New Jersey furðu lostnir eftir 225 kílóa pastafund Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. maí 2023 21:44 Sumir sögðu bara vanta kjötbollurnar... Nina Jochnowitz Hermaður á eftirlaunum er grunaður um að hafa hellt niður 225 kílóum af pasta nærri læk í Old Bridge í New Jersey. Málið er allt hið furðulegasta og hefur vakið mikla athygli og vangaveltur síðan pastahrúgan fannst í apríl. Nina Jochnowitz, íbúi í Old Bridge, birti myndir á Facebook í síðasta mánuði sem sýndu hrúgur af spagettíi og makkaróní við bakka Iresick-læksins. Myndirnar vöktu að sjálfsögðu mikla athygli en á meðan sumir höfðu gaman að gagnrýndu aðrir hrikalega matarsóun. Pastað, sem virðist á myndum eldað, var í raun og veru óeldað en gegnsósa eftir rigningu undanfarna daga. Einn af ráðamönnum Old Bridge sagði engu líkara en að fjöldi pakkinga hefði verið tæmdur við lækinn, líklega nýlega. someone very mysteriously dumped 3-400 pounds of pasta in the woods in old bridge, nj i need to know everything pic.twitter.com/z6D1e7u2JJ— pasta girl (@worrystonee) May 2, 2023 Hrúgurnar voru hreinsaðar upp af bæjarstarfsmönnum, sem mátu að um hefði verið að ræða fimmtán hjólbörur. Samkvæmt umfjöllun Guardian telja bæjarbúar sig nú hafa komist að því hvaðan pastað kom; úr húsi í nágrenninu sem nú er á sölu. Hermaður á eftirlaunum er sagður hafa verið að hreinsa út úr húsi nýlega látinnar móður sinnar og uppgötvað birgðir af pasta. „Ég held að hann hafi bara verið að reyna að hreinsa út úr húsi foreldra sinna og þau voru örugglega vel birg,“ sagði einn nágranna móðurinnar í samtali við NBC New York. Owen Wilson, bæjarstjóri í Old Bridge, sagði í yfirlýsingu að rekja mætti atvikið til dómgreindarskorts. Bandaríkin Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Nina Jochnowitz, íbúi í Old Bridge, birti myndir á Facebook í síðasta mánuði sem sýndu hrúgur af spagettíi og makkaróní við bakka Iresick-læksins. Myndirnar vöktu að sjálfsögðu mikla athygli en á meðan sumir höfðu gaman að gagnrýndu aðrir hrikalega matarsóun. Pastað, sem virðist á myndum eldað, var í raun og veru óeldað en gegnsósa eftir rigningu undanfarna daga. Einn af ráðamönnum Old Bridge sagði engu líkara en að fjöldi pakkinga hefði verið tæmdur við lækinn, líklega nýlega. someone very mysteriously dumped 3-400 pounds of pasta in the woods in old bridge, nj i need to know everything pic.twitter.com/z6D1e7u2JJ— pasta girl (@worrystonee) May 2, 2023 Hrúgurnar voru hreinsaðar upp af bæjarstarfsmönnum, sem mátu að um hefði verið að ræða fimmtán hjólbörur. Samkvæmt umfjöllun Guardian telja bæjarbúar sig nú hafa komist að því hvaðan pastað kom; úr húsi í nágrenninu sem nú er á sölu. Hermaður á eftirlaunum er sagður hafa verið að hreinsa út úr húsi nýlega látinnar móður sinnar og uppgötvað birgðir af pasta. „Ég held að hann hafi bara verið að reyna að hreinsa út úr húsi foreldra sinna og þau voru örugglega vel birg,“ sagði einn nágranna móðurinnar í samtali við NBC New York. Owen Wilson, bæjarstjóri í Old Bridge, sagði í yfirlýsingu að rekja mætti atvikið til dómgreindarskorts.
Bandaríkin Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira