Sport

Þeir bestu farnir að taka eftir Gunnari Nel­­son á ný

Aron Guðmundsson skrifar
Gunnar Nelson hefur unnið tvo bardaga í röð í UFC
Gunnar Nelson hefur unnið tvo bardaga í röð í UFC

Það má með sanni segja að frammi­staða ís­lenska UFC bar­daga­kappans Gunnars Nel­son, sem hefur nú unnið tvo bar­daga í röð í bar­daga­búrinu, hafi séð til þess að kollegar hans í velti­vigtar­deildinni geti ekki litið fram hjá honum.

Gunnar vann eftir­minni­legan sigur á Banda­ríkja­manninum Bry­an Bar­berena á bar­daga­kvöldi UFC í Lundúnum í mars. Þar þvingaði Gunnar fram upp­gjöf hjá Bar­berena í fyrstu lotu bar­dagans, sigur sem vakti mikla at­hygli.

Fyrir bar­dagann gegn Bar­berena hafði Gunnar einnig unnið yfir­burða­sigur gegn Japananum Takashi Sato eftir að hafa verið fjarri bar­daga­búrinu í rúm tvö ár.

Myndi elska að berjast við Gunnar

Fljót­lega eftir sigur Gunnars, sem er ekki á meðal efstu fimm­tán bar­daga­kappa á styrk­leika­lista velti­vigtar­deildar UFC, steig Michael Chiesa sem vermir 12. sæti styrk­leika­listans fram og sagðist vilja bar­daga við Ís­lendinginn.

Í því sam­hengi nefndi Chiesa komandi bar­daga­kvöld UFC í O2-höllinni í London undir lok júlí.

Það var síðan undir lok apríl sem Sean Brady, sem vermir 9. sæti styrk­leika­lista velti­vigtar­deildar UFC, nefndi það í við­tali við Sport­skeeda að bar­dagi við Gunnar heillaði hann.

„Einn af mönnunum sem ég væri til í að takast á við á þessari stundu er Gunnar Nel­son eða sam­bæri­legur bar­daga­maður,“ sagði Brady eftir að hafa þulið upp nokkra bar­daga sem hann væri til í.

Brady var ó­sigraður í fimm­tán bar­dögum á sínum at­vinnu­manna­ferli fyrir síðasta bar­daga sinn sem reyndist enda með hans fyrsta tapi. 

Þar laut Brady í lægra haldi fyrir Belal Mu­hammad sem mætir fyrrum and­stæðingi Gunnars, Brassanum Gil­bert Burns á bar­daga­kvöldi UFC um helgina.

Svo kom á daginn að téður Brady fékk bar­daga við hinn ástralska Jack Della Madda­lena og munu þeir mætast á UFC 290 bar­daga­kvöldinu í Las Vegas þann 8. Júlí næst­komandi.

Ekkert að flýta sér

Af um­ræðunni að dæma má sjá það kyrfi­lega að Gunnar Nel­son er búinn að koma sér aftur inn í hana. Ætla má að hann sé mjög ná­lægt efstu fimm­tán bar­daga­mönnunum á styrk­leika­lista velti­vigtar­deildarinnar og því fróð­legt að sjá hvað tekur við næst hjá honum.

Gunnar hefur sjálfur ekkert sagst vera að flýta sér að finna næsta bar­daga. Undan­förnum dögum hefur hann eytt hjá SBG bar­daga­sam­tökunum á Ír­landi en þar starfar þjálfari hans John Kavanagh.

Af mynd­skeiðum og myndum á sam­fé­lags­miðlum að dæma má sjá að Gunnar hefur verið að ausa úr visku­brunni sínum til ungra bar­daga­manna hjá SBG.

Sjálfur á Gunnar þrjá bar­daga eftir af nú­verandi samningi sínum við UFC.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×