Sport

Hörður Björg­vin hafði betur gegn Sverri Inga

Aron Guðmundsson skrifar
Hörður Björgvin Magnússon var á sínum stað í vörn Panathinaikos
Hörður Björgvin Magnússon var á sínum stað í vörn Panathinaikos Getty/Juan Manuel Serrano

Hörður Björg­vin Magnús­son, leik­maður Pan­at­hinai­kos, hafði betur gegn kollega sínum úr ís­lenska lands­liðinu, Sverri Inga Inga­syni leik­manni PAOK þegar að liðin mættust í grísku úr­vals­deildinni í kvöld.

Hörður Björg­vin og Sverrir Ingi voru báðir í byrjunar­liðum sinna liða í kvöld en svo fór að Pan­at­hinai­kos vann afar mikil­vægan 2-1 sigur.

Skömmu fyrir lok fyrri hálf­leiks komst Pan­at­hinai­kos yfir í leiknum.

Leik­menn PAOK neituðu þó að gefast upp og skömmu fyrir leiks­lok náðu þeir inn jöfnunar­marki.

Fotis Ioanni­dis, leik­maður Pan­at­hinai­kos, var hins vegar ekki á þeim buxunum að fara frá leiknum með að­eins eitt stig. Hann fiskaði víta­spyrnu í upp­bóta­tíma venju­legs leik­tíma og tók sjálfur víta­spyrnuna.

Hann skoraði af miklu öryggi úr henni og tryggði Pan­at­hinai­kos um leið mikil­væg þrjú stig í topp­bar­áttu grísku úr­vals­deildarinnar.

Pan­at­hinai­kos er eftir leik kvöldsins í 72 stig, jafn­mörg stig og AEK en þessi lið sitja í efstu tveimur sætum deildarinnar.

Sverrir Ingi og fé­lagar í PAOK eru hins vegar í 4. sæti með 60 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×