Björgvin Páll: Íhugaði í gærkvöldi að spila ekki gegn Haukum Andri Már Eggertsson skrifar 1. apríl 2023 20:20 Björgvin Páll Gústavsson var svekktur eftir tap gegn Haukum Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valur tapaði gegn Haukum 31-36. Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, var svekktur með fjórða tap Vals í röð. Björgvin Páll hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarna daga vegna samskipta við Kristján Örn Kristjánsson. „Orkustigið var ekki eins og við vildum hafa það. Við gerðum mikið af tæknifeilum sem var dýrt gegn sterku liði,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson og hélt áfram. „Mér fannst við byrja ágætlega en síðan flosnaði út úr þessu þar sem það eru margir að meiðast og auðvitað er Evrópukeppnin að bíta okkur í rassgatið en það var geggjað að sjá þessa ungu stráka stíga upp.“ Björgvin Páll viðurkenndi að það hafi verið mjög erfitt fyrir hann persónulega að spila í kvöld eftir að samskipti hans og Kristjáns Arnars hafa verið í fjölmiðlum undanfarna daga. „Það var mjög erfitt og þetta var auðvitað ekki venjulegur undirbúningur fyrir leik. Ég svaf lítið og þetta hefur verið ógeðslega erfitt. En ég náði að skilja þetta eftir þegar inn á völlinn var komið því þetta eru tveir ólíkir hlutir.“ „Ég hugsaði um það í gærkvöldi hvort ég ætti að spila þennan leik en síðan vaknaði ég aðeins léttari og kátari í morgun. Ég vildi auðvitað ekki vera í burtu frá liðinu. Menn eru að glíma við ýmislegt utan vallar og ég held að þetta hafi ekki verið ástæðan fyrir því að ég varði ekki fleiri bolta en ég gerði.“ Björgvin sagðist ekki sjá eftir samskiptum sínum við Kristján Örn. „Nei ég sé ekki eftir því sem ég gerði í fortíðinni og eina sem ég get gert er að laga það í framtíðinni og ég óska honum góðs í sínu. Kristján er strákur sem mér þykir vænt um og ég vona að við getum fengið okkur kaffibolla þegar nær dregur.“ Björgvin Páll mun ekki gefa kost á sér í næsta landsliðsverkefni en útilokaði ekki að hann og Kristján myndu vera liðsfélagar í landsliðinu í framtíðinni. „Nei það er alls ekki útilokað að við verðum aftur saman í landsliðinu,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson að lokum. Valur Olís-deild karla Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Sjá meira
„Orkustigið var ekki eins og við vildum hafa það. Við gerðum mikið af tæknifeilum sem var dýrt gegn sterku liði,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson og hélt áfram. „Mér fannst við byrja ágætlega en síðan flosnaði út úr þessu þar sem það eru margir að meiðast og auðvitað er Evrópukeppnin að bíta okkur í rassgatið en það var geggjað að sjá þessa ungu stráka stíga upp.“ Björgvin Páll viðurkenndi að það hafi verið mjög erfitt fyrir hann persónulega að spila í kvöld eftir að samskipti hans og Kristjáns Arnars hafa verið í fjölmiðlum undanfarna daga. „Það var mjög erfitt og þetta var auðvitað ekki venjulegur undirbúningur fyrir leik. Ég svaf lítið og þetta hefur verið ógeðslega erfitt. En ég náði að skilja þetta eftir þegar inn á völlinn var komið því þetta eru tveir ólíkir hlutir.“ „Ég hugsaði um það í gærkvöldi hvort ég ætti að spila þennan leik en síðan vaknaði ég aðeins léttari og kátari í morgun. Ég vildi auðvitað ekki vera í burtu frá liðinu. Menn eru að glíma við ýmislegt utan vallar og ég held að þetta hafi ekki verið ástæðan fyrir því að ég varði ekki fleiri bolta en ég gerði.“ Björgvin sagðist ekki sjá eftir samskiptum sínum við Kristján Örn. „Nei ég sé ekki eftir því sem ég gerði í fortíðinni og eina sem ég get gert er að laga það í framtíðinni og ég óska honum góðs í sínu. Kristján er strákur sem mér þykir vænt um og ég vona að við getum fengið okkur kaffibolla þegar nær dregur.“ Björgvin Páll mun ekki gefa kost á sér í næsta landsliðsverkefni en útilokaði ekki að hann og Kristján myndu vera liðsfélagar í landsliðinu í framtíðinni. „Nei það er alls ekki útilokað að við verðum aftur saman í landsliðinu,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson að lokum.
Valur Olís-deild karla Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Sjá meira