Afritum tapformúlu! Sæþór Randalsson skrifar 30. mars 2023 11:00 Þetta er framhaldsgrein sem Trausti B. Magnússon skrifaði á Vísi fyrir skömmu og sem ég er algjörlega sammála en langar að bæta við frekari upplýsingum um eina aðra þjóð sem er komin lengra á braut í þessum eymdarmálum en við. Þegar ég hefst handa við nýtt verkefni, þá byrja ég á því að finna annað verkefni sem mistókst hrapalega, og helst það verkefni sem mistókst á sem stórkostlegasta hátt. Mig langar að endurtaka öll skrefin sem var auðvelt að klúðra, nema bara á íslensku, svona til gamans. Það sem ég var að upplista hér rétt áðan er lýsing á aðferðarfræði Reykjavíkurborgar og Alþingi Íslands. Þetta er fólkið sem tilbiður Margaret Thatcher og Ronald Reagan sem vísa sífellt til hins „frjálsa markaðar“ sem á að vera til einhverstaðar. Bandaríkin eru kapítalískasta þjóð jarðar, þar eru gríðarlegar auðlindir og mikill auður. Þrátt fyrir það kom út nýlega mikill áfellsidómur á Bandaríkin í sérstakri skýrslu Sameinuðu Þjóðanna um heimilisleysi. Samkvæmt opinberum skýrslum sefur meira en hálf milljón manna úti á götunni á hverju kvöldi. Flestar helstu stórborgir Bandaríkjanna eru með tjaldborgir heimilislausra innan borgarmarkanna. Lögreglan, oft með hjálp fanga-þræla í nauðungarvinnu frá fangelsum í grennd, fjarlægir reglulega tjöld og eigur úr þessum búðum. Oft brennur eða eyðileggur lögreglan einu eigur þessa fólks. Þetta er enn ein sláandi birtingamynd þess hvert núverandi stefna um hagnaðarsjónarmið ofar öllu leiðir okkur. Á hverju ári eykst þetta vandamál vegna þess að kapítalismi og frjáls markaður eru ófær um að leysa vandamál tengd mannréttindum. Stofnfeður kapítalismans, Adam Smith o.fl. vöruðu við því að efnahagslífið yrði tekið yfir af leigusókn og gróðaleit því það myndi yfirtaka allt annað. Þeir tóku skýrt fram að kapítalísku öflin ætti að einbeitast að framleiðslu raunverulegra muna, annars myndi framleiðni þjóðarinnar skerðast til lengri tíma. Leigusókn skapar ekkert og ef vinnandi fólk þarf að skila öllum ágóðanum af vinnu sinni til rentusóknara er ekkert eftir til að framleiða neitt. Þetta er ástæðan fyrir því að bandarískt hagkerfi er svo holt að innan. Þar snýst nú til dags nánast allt eingöngu um leigusókn, í gegnum fasteignir, hugverkaeign eða eignarhald á auðlindaríkum svæðum og fleira. Þær þjóðir sem búa við hæsta stig húsnæðisöryggis hafa allar útfært regluverk og ríkisafskipti af fasteignamarkaði, eins og leiguþak, félagslegt húsnæði, sterkt velferðarkerfi og þjóðnýtingu umframhúsnæðis. Þjóðirnar sem eiga við verstu vandamál heimilisleysis að etja treysta fullkomlega á „frjálsa markaðinn“ til að takast á við húsnæðimál, eins og Bretland og Bandaríkin. Ef stjórnmálaflokkar Íslands halda áfram að neita að stjórna, munum við halda áfram að auka fátækt og heimilisleysi á hverju ári þar til við líkjumst ójöfnuði og örbirgð Bandaríkjanna. Valinn kjarni öruggra félagsmanna á höfuðborgarsvæðinu nýtur gífurlegs lúxus en á meðan er her launaþræla sem sinnir öllu því raunverulega starfi sem gerir þeim kleift að tútna út. Philip Alston gaf út opinbera skýrslu um sendiför sína til Bandaríkjanna í desember 2017. Fordæming hans á Bandaríkjunum er auðveldlega hægt að yfirfæra á Ísland og á jafnt við um ríkjandi hugmyndafræði íslenskra stjórnmálaflokka. Í fréttatilkynningu sem Alston sendi frá sér nýlega sagði hann: „Að loka fátæka inni einmitt vegna þess að þau eru fátæk, ýkir mjög magn svika í kerfinu, niðurlægir þá sem þurfa aðstoð og býr til sífellt fleiri hindranir til að koma í veg fyrir að fólk fái þá hjálp sem það þarf. Þetta er ekki stefna sem dregur úr eða útrýma fátækt. Það virðist fyrst og fremst knúið áfram af fyrirlitningu og stundum jafnvel hatri á fátækum, ásamt „sigurvegarinn tekur allt“ hugarfari.“ Höfundur er í stjórn Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Þetta er framhaldsgrein sem Trausti B. Magnússon skrifaði á Vísi fyrir skömmu og sem ég er algjörlega sammála en langar að bæta við frekari upplýsingum um eina aðra þjóð sem er komin lengra á braut í þessum eymdarmálum en við. Þegar ég hefst handa við nýtt verkefni, þá byrja ég á því að finna annað verkefni sem mistókst hrapalega, og helst það verkefni sem mistókst á sem stórkostlegasta hátt. Mig langar að endurtaka öll skrefin sem var auðvelt að klúðra, nema bara á íslensku, svona til gamans. Það sem ég var að upplista hér rétt áðan er lýsing á aðferðarfræði Reykjavíkurborgar og Alþingi Íslands. Þetta er fólkið sem tilbiður Margaret Thatcher og Ronald Reagan sem vísa sífellt til hins „frjálsa markaðar“ sem á að vera til einhverstaðar. Bandaríkin eru kapítalískasta þjóð jarðar, þar eru gríðarlegar auðlindir og mikill auður. Þrátt fyrir það kom út nýlega mikill áfellsidómur á Bandaríkin í sérstakri skýrslu Sameinuðu Þjóðanna um heimilisleysi. Samkvæmt opinberum skýrslum sefur meira en hálf milljón manna úti á götunni á hverju kvöldi. Flestar helstu stórborgir Bandaríkjanna eru með tjaldborgir heimilislausra innan borgarmarkanna. Lögreglan, oft með hjálp fanga-þræla í nauðungarvinnu frá fangelsum í grennd, fjarlægir reglulega tjöld og eigur úr þessum búðum. Oft brennur eða eyðileggur lögreglan einu eigur þessa fólks. Þetta er enn ein sláandi birtingamynd þess hvert núverandi stefna um hagnaðarsjónarmið ofar öllu leiðir okkur. Á hverju ári eykst þetta vandamál vegna þess að kapítalismi og frjáls markaður eru ófær um að leysa vandamál tengd mannréttindum. Stofnfeður kapítalismans, Adam Smith o.fl. vöruðu við því að efnahagslífið yrði tekið yfir af leigusókn og gróðaleit því það myndi yfirtaka allt annað. Þeir tóku skýrt fram að kapítalísku öflin ætti að einbeitast að framleiðslu raunverulegra muna, annars myndi framleiðni þjóðarinnar skerðast til lengri tíma. Leigusókn skapar ekkert og ef vinnandi fólk þarf að skila öllum ágóðanum af vinnu sinni til rentusóknara er ekkert eftir til að framleiða neitt. Þetta er ástæðan fyrir því að bandarískt hagkerfi er svo holt að innan. Þar snýst nú til dags nánast allt eingöngu um leigusókn, í gegnum fasteignir, hugverkaeign eða eignarhald á auðlindaríkum svæðum og fleira. Þær þjóðir sem búa við hæsta stig húsnæðisöryggis hafa allar útfært regluverk og ríkisafskipti af fasteignamarkaði, eins og leiguþak, félagslegt húsnæði, sterkt velferðarkerfi og þjóðnýtingu umframhúsnæðis. Þjóðirnar sem eiga við verstu vandamál heimilisleysis að etja treysta fullkomlega á „frjálsa markaðinn“ til að takast á við húsnæðimál, eins og Bretland og Bandaríkin. Ef stjórnmálaflokkar Íslands halda áfram að neita að stjórna, munum við halda áfram að auka fátækt og heimilisleysi á hverju ári þar til við líkjumst ójöfnuði og örbirgð Bandaríkjanna. Valinn kjarni öruggra félagsmanna á höfuðborgarsvæðinu nýtur gífurlegs lúxus en á meðan er her launaþræla sem sinnir öllu því raunverulega starfi sem gerir þeim kleift að tútna út. Philip Alston gaf út opinbera skýrslu um sendiför sína til Bandaríkjanna í desember 2017. Fordæming hans á Bandaríkjunum er auðveldlega hægt að yfirfæra á Ísland og á jafnt við um ríkjandi hugmyndafræði íslenskra stjórnmálaflokka. Í fréttatilkynningu sem Alston sendi frá sér nýlega sagði hann: „Að loka fátæka inni einmitt vegna þess að þau eru fátæk, ýkir mjög magn svika í kerfinu, niðurlægir þá sem þurfa aðstoð og býr til sífellt fleiri hindranir til að koma í veg fyrir að fólk fái þá hjálp sem það þarf. Þetta er ekki stefna sem dregur úr eða útrýma fátækt. Það virðist fyrst og fremst knúið áfram af fyrirlitningu og stundum jafnvel hatri á fátækum, ásamt „sigurvegarinn tekur allt“ hugarfari.“ Höfundur er í stjórn Eflingar.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun