Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 3. október 2025 07:03 Flokkstjórnarfundur Samfylkingarinnar fór fram á Hellu um síðustu helgi en á meðal þess sem vakti athygli á honum var að Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður flokksins, skyldi ekki minnast einu orði á Evrópusambandið og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort sækjast eigi eftir inngöngu í það í langri ræðu sinni. Fjallaði ræðan þó einkum um helztu áherzlur Samfylkingarinnar og ríkisstjórnar Kristrúnar. Ólíkt því sem raunin var í ræðu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, á landsþingi flokksins á dögunum. Hið sama á við um stjórnmálaályktun flokksstjórnarfundarins. Þar er fjallað um utanríkismál eins og stríðið í Úkraínu og átökin fyrir botni Miðjarðarhafsins en ekkert um Evrópusambandið. Þykir þetta renna frekari stoðum undir það að flokkarnir tveir, svo ekki sé minnzt á þriðja ríkisstjórnarflokkinn Flokk fólksins, séu engan veginn á sömu blaðsíðu þegar kemur að því hvort áherzla sé á málið af hálfu ríkisstjórnarinnar eða ekki. Bætist það til að mynda við áberandi þátttökuleysi Samfylkingarinnar, og einkum forystunnar, í umræðunni um sambandið sem ljóst er að þegar er komin á fulla ferð. Kristrún lýsti því yfir í viðtali í Morgunblaðinu í lok sumars að áherzla ríkisstjórnar hennar væri á efnahagsmálin en ekki Evrópusambandið og að ekki væru tengsl þar á milli. Þau orð féllu í grýttan jarðveg innan Viðreisnar og var þeim skilaboðum komið á framfæri í kjölfarið að ef ljóst yrði á einhverjum tímapunkti að ekki yrði að þjóðaratkvæðinu þýddi það endalok ríkisstjórnarsamstarfsins. Þá óttast Viðreisnarfólk að flokkur þess verði einn um það af stjórnarmálaflokkum landsins að tala fyrir því að sózt verði á nýjan leik eftir inngöngu í sambandið í aðdraganda þjóðaratkvæðisins. Forysta Samfylkingarinnar er ljóslega meðvituð um það að ein af helztu ástæðum aukins fylgis flokksins er sú ákvörðun að leggja mál sem væru til þess fallin að sundra stuðningsmönnum hans til hliðar. Mál eins og áherzla á það að skipta um stjórnarskrá og ganga í Evrópusambandið eins og Kristrún nefndi á landsfundi Samfylkingarinnar haustið 2022 þegar hún var kjörin formaður flokksins. Það er eitt að hafa, að því er virðist, með semingi samþykkt að haldið yrði þjóðaratkvæði um það hvort sózt verði eftir inngöngu í sambandið en annað færi flokkurinn að beita sér í þeim efnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Flokkstjórnarfundur Samfylkingarinnar fór fram á Hellu um síðustu helgi en á meðal þess sem vakti athygli á honum var að Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður flokksins, skyldi ekki minnast einu orði á Evrópusambandið og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort sækjast eigi eftir inngöngu í það í langri ræðu sinni. Fjallaði ræðan þó einkum um helztu áherzlur Samfylkingarinnar og ríkisstjórnar Kristrúnar. Ólíkt því sem raunin var í ræðu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, á landsþingi flokksins á dögunum. Hið sama á við um stjórnmálaályktun flokksstjórnarfundarins. Þar er fjallað um utanríkismál eins og stríðið í Úkraínu og átökin fyrir botni Miðjarðarhafsins en ekkert um Evrópusambandið. Þykir þetta renna frekari stoðum undir það að flokkarnir tveir, svo ekki sé minnzt á þriðja ríkisstjórnarflokkinn Flokk fólksins, séu engan veginn á sömu blaðsíðu þegar kemur að því hvort áherzla sé á málið af hálfu ríkisstjórnarinnar eða ekki. Bætist það til að mynda við áberandi þátttökuleysi Samfylkingarinnar, og einkum forystunnar, í umræðunni um sambandið sem ljóst er að þegar er komin á fulla ferð. Kristrún lýsti því yfir í viðtali í Morgunblaðinu í lok sumars að áherzla ríkisstjórnar hennar væri á efnahagsmálin en ekki Evrópusambandið og að ekki væru tengsl þar á milli. Þau orð féllu í grýttan jarðveg innan Viðreisnar og var þeim skilaboðum komið á framfæri í kjölfarið að ef ljóst yrði á einhverjum tímapunkti að ekki yrði að þjóðaratkvæðinu þýddi það endalok ríkisstjórnarsamstarfsins. Þá óttast Viðreisnarfólk að flokkur þess verði einn um það af stjórnarmálaflokkum landsins að tala fyrir því að sózt verði á nýjan leik eftir inngöngu í sambandið í aðdraganda þjóðaratkvæðisins. Forysta Samfylkingarinnar er ljóslega meðvituð um það að ein af helztu ástæðum aukins fylgis flokksins er sú ákvörðun að leggja mál sem væru til þess fallin að sundra stuðningsmönnum hans til hliðar. Mál eins og áherzla á það að skipta um stjórnarskrá og ganga í Evrópusambandið eins og Kristrún nefndi á landsfundi Samfylkingarinnar haustið 2022 þegar hún var kjörin formaður flokksins. Það er eitt að hafa, að því er virðist, með semingi samþykkt að haldið yrði þjóðaratkvæði um það hvort sózt verði eftir inngöngu í sambandið en annað færi flokkurinn að beita sér í þeim efnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar