Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar 3. október 2025 11:02 Starfsemi fjölda fyrirtækja sem ganga inn á verksvið snyrtifræðinga hér á landi hefur verið til umræðu þar sem grunur leikur á mansali og óviðunandi starfsaðstæðum erlends starfsfólks sem hefur lagt allt sitt undir í leit að betra lífi. Ljóst er að kerfið hefur brugðist með tvíþættum hætti. Annars vegar með afgreiðslu óvenjulega mikils fjölda umsókna um dvalarleyfi á grundvelli starfs sem krefst sérfræðiþekkingar, án þess að skilyrði væru raunverulega uppfyllt, og hins vegar veitingu starfsleyfa til aðila sem eru ekki með tilskilin réttindi. Starfsleyfi veitt án tilskilinna réttinda Samkvæmt lögum um handiðnað nr. 42/1978 skal starfsemi í löggiltri iðngrein vera rekin undir forstöðu meistara og hafa einungis meistarar, sveinar og nemendur í löggiltum iðngreinum rétt til að starfa í þeim greinum. Því kunna einhverjir að spyrja hvernig réttindalausir aðilar gátu fengið starfsleyfi og hafið rekstur umræddra stofa í andstöðu við lög? Því er auðsvarað, hér ríkir skortur á eftirliti og glufur í regluverkinu. Núverandi framkvæmd og eftirlitsleysi býður hættunni heim þar sem að hver sem er getur sótt um starfsleyfi hjá heilbrigðiseftirliti án þess að leggja fram staðfestingu þess efnis að meistari sé í forsvari fyrir rekstrinum. Þannig má líkja þessu við einfalt dæmi um einstakling sem vill opna sálfræðistofu en hefur ekki lokið námi í faginu. Viðkomandi sækir um starfsleyfi, uppfyllir skilyrði um hreinlæti ásamt öðru og fær þannig útgefið starfsleyfi og hefur rekstur án vandkvæða. Lögreglunni er ætlað að hafa eftirlit með löggiltum iðngreinum en það hefur sýnt sig að hún hefur ekki haft bolmagn í slíkt eftirlit. Hér á landi hafa því skapast kjöraðstæður fyrir fjölgun réttindalausra í starfsemi og skýrasta dæmið um það er gríðarleg fjölgun aðila á þessum markaði auk hársnyrtistofa á höfuðborgarsvæðinu. Starfsemi réttindalausra fylgir fórnarkostnaður og má þar nefna tjón sem neytendur hafa orðið fyrir við meðhöndlun húðar og líkama, aukning á svartri atvinnustarfsemi og alvarlegustu tilvikin eru grunur um mansal. Skilvirkara eftirlit Samtök iðnaðarins hafa um árabil gagnrýnt skort á eftirliti með ólögmætri starfsemi í löggiltum iðngreinum. Afleiðingarnar af skorti á eftirliti birtast nú landsmönnum í sorglegri stöðu fjölda fólks sem hefur verið beitt misneytingu og grunur leikur á alvarlegum brotum á hegningarlögum. Ef ríkari kröfur hefðu verið gerðar við útgáfu starfsleyfa þeirra aðila sem eru til rannsóknar hefði verið hægt að stemma stigu við þá stöðu sem nú er uppi. Mikilvægt er að draga lærdóm af því sem á undan er gengið enda miklir hagsmunir í húfi. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur nú lagt fram áform um breytingu á heilbrigðiseftirliti. Í því samhengi er mikilvægt að gerð verði sú breyting að heilbrigðiseftirlitinu verði falin eftirfylgni við ákvæði laga um tilskyldar fagkröfur við útgáfu leyfisskyldrar starfsemi og að gætt verði að því í hvívetna að fyrirsvarsmaður rekstursins hafi til þess menntun og hæfni í samræmi við lagakröfur. Ljóst er að lögreglan annar ekki eftirliti. Því þarf að færa eftirlitið frá lögreglu til heilbrigðiseftirlitsins fyrir löggiltar handverksgreinar. Óbreytt ástand er of dýrkeypt. Höfundur er yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Björk Guðmundsdóttir Mest lesið Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Starfsemi fjölda fyrirtækja sem ganga inn á verksvið snyrtifræðinga hér á landi hefur verið til umræðu þar sem grunur leikur á mansali og óviðunandi starfsaðstæðum erlends starfsfólks sem hefur lagt allt sitt undir í leit að betra lífi. Ljóst er að kerfið hefur brugðist með tvíþættum hætti. Annars vegar með afgreiðslu óvenjulega mikils fjölda umsókna um dvalarleyfi á grundvelli starfs sem krefst sérfræðiþekkingar, án þess að skilyrði væru raunverulega uppfyllt, og hins vegar veitingu starfsleyfa til aðila sem eru ekki með tilskilin réttindi. Starfsleyfi veitt án tilskilinna réttinda Samkvæmt lögum um handiðnað nr. 42/1978 skal starfsemi í löggiltri iðngrein vera rekin undir forstöðu meistara og hafa einungis meistarar, sveinar og nemendur í löggiltum iðngreinum rétt til að starfa í þeim greinum. Því kunna einhverjir að spyrja hvernig réttindalausir aðilar gátu fengið starfsleyfi og hafið rekstur umræddra stofa í andstöðu við lög? Því er auðsvarað, hér ríkir skortur á eftirliti og glufur í regluverkinu. Núverandi framkvæmd og eftirlitsleysi býður hættunni heim þar sem að hver sem er getur sótt um starfsleyfi hjá heilbrigðiseftirliti án þess að leggja fram staðfestingu þess efnis að meistari sé í forsvari fyrir rekstrinum. Þannig má líkja þessu við einfalt dæmi um einstakling sem vill opna sálfræðistofu en hefur ekki lokið námi í faginu. Viðkomandi sækir um starfsleyfi, uppfyllir skilyrði um hreinlæti ásamt öðru og fær þannig útgefið starfsleyfi og hefur rekstur án vandkvæða. Lögreglunni er ætlað að hafa eftirlit með löggiltum iðngreinum en það hefur sýnt sig að hún hefur ekki haft bolmagn í slíkt eftirlit. Hér á landi hafa því skapast kjöraðstæður fyrir fjölgun réttindalausra í starfsemi og skýrasta dæmið um það er gríðarleg fjölgun aðila á þessum markaði auk hársnyrtistofa á höfuðborgarsvæðinu. Starfsemi réttindalausra fylgir fórnarkostnaður og má þar nefna tjón sem neytendur hafa orðið fyrir við meðhöndlun húðar og líkama, aukning á svartri atvinnustarfsemi og alvarlegustu tilvikin eru grunur um mansal. Skilvirkara eftirlit Samtök iðnaðarins hafa um árabil gagnrýnt skort á eftirliti með ólögmætri starfsemi í löggiltum iðngreinum. Afleiðingarnar af skorti á eftirliti birtast nú landsmönnum í sorglegri stöðu fjölda fólks sem hefur verið beitt misneytingu og grunur leikur á alvarlegum brotum á hegningarlögum. Ef ríkari kröfur hefðu verið gerðar við útgáfu starfsleyfa þeirra aðila sem eru til rannsóknar hefði verið hægt að stemma stigu við þá stöðu sem nú er uppi. Mikilvægt er að draga lærdóm af því sem á undan er gengið enda miklir hagsmunir í húfi. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur nú lagt fram áform um breytingu á heilbrigðiseftirliti. Í því samhengi er mikilvægt að gerð verði sú breyting að heilbrigðiseftirlitinu verði falin eftirfylgni við ákvæði laga um tilskyldar fagkröfur við útgáfu leyfisskyldrar starfsemi og að gætt verði að því í hvívetna að fyrirsvarsmaður rekstursins hafi til þess menntun og hæfni í samræmi við lagakröfur. Ljóst er að lögreglan annar ekki eftirliti. Því þarf að færa eftirlitið frá lögreglu til heilbrigðiseftirlitsins fyrir löggiltar handverksgreinar. Óbreytt ástand er of dýrkeypt. Höfundur er yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun