Innlent

Kviknaði í tvinnbíl í Breiðholti

Máni Snær Þorláksson skrifar
Eldur kviknaði í tvinnbíl í Breiðholti í kvöld.
Eldur kviknaði í tvinnbíl í Breiðholti í kvöld. Aðsend

Eldur kviknaði í bifreið sem lagt var í bílskúr í Breiðholtinu í Reykjavík í dag. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að um tvinnbíl hafi verið að ræða, það er bíl sem gengur fyrir bæði rafmagni og jarðeldsneyti.

Jónas Árnason, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að búið sé að slökkva eldinn og að verið sé að vinna í því að ná bílnum út. 

Þá segir Jónas að engin slys hafi orðið á fólki en að bíllinn hafi orðið eldinum að bráð. „Ég held að þetta sé bara allt brunnið,“ segir hann.

Að sögn Jónasar kemur fyrir að það kvikni í tvinnbílum, það gerist þó ekki oft. Hann segir algengara að  það kvikni í bílum sem ganga eingöngu fyrir jarðeldsneyti.

 „Jarðeldsneytisbílarnir eru að brenna meira heldur en rafmagsnbílarnir eins og staðan er.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.