Keflavík deildarmeistari | Valur fór létt með Grindavík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. mars 2023 21:00 Birna Valgerður skilaði sínu í kvöld. Vísir/Vilhelm Keflavík og Valur mættu ekki mikilli mótspyrnu í leikjum sínum í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Keflavík vann botnlið ÍR örugglega, 87-42. Þá vann Valur stórsigur á Grindavík, 92-66. ÍR tók á móti Keflavík og segja má að þar hafi kötturinn leikið sér að músinni. Leikurinn var í raun aldrei spennandi og vann Keflavík á endanum 45 stiga sigur, lokatölur 42-87. Sigurinn þýðir að Keflavík hefur tryggt sér deildarmeistaratitilinn. Að sama skapi er ÍR fallið. Birna Valgerður Benónýsdóttir og Emilía Ósk Gunnarsdóttir voru stigahæstar í liði Keflavíkur með 17 stig hvor. Greeta Uprus var stigahæst í liði ÍR með 12 stig. Grindavík mætti á Hlíðarenda og stóð í Valsliðinu fyrstu tíu mínútur leiksins. Lengra náði það hins vegar ekki og segja má að Valur hafi klárað dæmið strax í öðrum leikhluta leiksins. Sá leikhluti vannst með 18 stigum og því 20 stiga munur í hálfleik. Þegar lokaflautið gall var munurinn 26 stig, lokatölur 92-66 Valskonum í vil. Kiana Johnson þræðir boltann í gegnum Grindavíkur vörnina.Vísir/Vilhelm Kiana Johnson var frábær í liði Vals en hún skoraði 19 stig, gaf 14 stoðsendingar og tók 6 fráköst. Eydís Eva Þórisdóttir var óvænt þar á eftir með 17 stig á aðeins 17 spiluðum mínútum. Eydís Eva hitti úr öllum sjö skotum sínum í kvöld, þar af þremur 3ja stiga skotum. Hjá Grindavík var Amanda Akalu Iluabeshan Okodugha stigahæst með 17 stig. Keflavík er sem fyrr á toppi deildarinnar. Þar á eftir koma Haukar og Valur jöfn að stigum. Grindavík er í 5. sæti og ÍR fallið í neðsta sæti með aðeins einn sigur. Fréttin hefur verið uppfærð. Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Keflavík ÍF ÍR UMF Grindavík Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Sjá meira
ÍR tók á móti Keflavík og segja má að þar hafi kötturinn leikið sér að músinni. Leikurinn var í raun aldrei spennandi og vann Keflavík á endanum 45 stiga sigur, lokatölur 42-87. Sigurinn þýðir að Keflavík hefur tryggt sér deildarmeistaratitilinn. Að sama skapi er ÍR fallið. Birna Valgerður Benónýsdóttir og Emilía Ósk Gunnarsdóttir voru stigahæstar í liði Keflavíkur með 17 stig hvor. Greeta Uprus var stigahæst í liði ÍR með 12 stig. Grindavík mætti á Hlíðarenda og stóð í Valsliðinu fyrstu tíu mínútur leiksins. Lengra náði það hins vegar ekki og segja má að Valur hafi klárað dæmið strax í öðrum leikhluta leiksins. Sá leikhluti vannst með 18 stigum og því 20 stiga munur í hálfleik. Þegar lokaflautið gall var munurinn 26 stig, lokatölur 92-66 Valskonum í vil. Kiana Johnson þræðir boltann í gegnum Grindavíkur vörnina.Vísir/Vilhelm Kiana Johnson var frábær í liði Vals en hún skoraði 19 stig, gaf 14 stoðsendingar og tók 6 fráköst. Eydís Eva Þórisdóttir var óvænt þar á eftir með 17 stig á aðeins 17 spiluðum mínútum. Eydís Eva hitti úr öllum sjö skotum sínum í kvöld, þar af þremur 3ja stiga skotum. Hjá Grindavík var Amanda Akalu Iluabeshan Okodugha stigahæst með 17 stig. Keflavík er sem fyrr á toppi deildarinnar. Þar á eftir koma Haukar og Valur jöfn að stigum. Grindavík er í 5. sæti og ÍR fallið í neðsta sæti með aðeins einn sigur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Keflavík ÍF ÍR UMF Grindavík Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti