Sport

Dag­skráin í dag: Jóhann Berg mætir Eng­lands­meisturunum, undan­úr­slit í Lengju­bikarnum og margt fleira

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jóhann Berg leikur með Burnley.
Jóhann Berg leikur með Burnley. Getty Images

Það má með sanni segja að það sé eitthvað fyrir alla á dagskrá rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Bunrley mæta Manchester City. Það er stórleikur í NBA-deildinni. Undanúrslit í Lengjubikar karla í knattspyrnu og margt fleira.

Stöð 2 Sport

Klukkan 13.50 hefst útsending úr Víkinni þar Víkingur tekur á móti Val í undanúrslitum Lengjubikars karla í knattspyrnu.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 14.00 er leikur Monza og Cremonese í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, á dagskrá.

Klukkan 17.35 er leikur Manchester City og Burnley í FA-bikarnum á dagskrá. Jóhann Berg Guðmundsson verður að öllum líkindum í byrjunarliði Burnley.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 17.00 mætast New York Knicks og Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfubolta.

Klukkan 20.20 er leikur Gran Canaria og UCAM Murcia í ACB-deildinni á Spáni á dagskrá.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 16.50 hefst útsending frá leik Sarlernitana og Bologna í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Klukkan 19.35 hefst útsending frá leik Udinese og AC Milan í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, á dagskrá.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 13.55 hefst útsending úr Garðabæ þar sem Stjarnan og ÍBV eigast við í Lengjubikar kvenna.

Klukkan 16.00 er komið að leik ÍBV og KA í undanúrslitum Lengjubikars karla.

Stöð 2 ESport

Klukkan 11.00 er leikur CPH Flames og Prosapia á BLAST Premier á dagskrá. Klukkan 12.30 er leikur ECSTATIC og EYEBALLERS á dagskrá.

Klukkan 14.00 mætast sigurvegararnir úr leikjum dagsins og klukkan 15.30 mætast liðin sem máttu þola tap.

Klukkan 17.00 er Ákvörðunamót BLAST Premier á dagskrá.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.