Sport

Segir Gunnar Nelson vera goð­sögn og vill sjá víkinginn í honum á laugar­daginn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bryan Barberena fagnar sigri á Robbie Lawlor í júlí á síðasta ári.
Bryan Barberena fagnar sigri á Robbie Lawlor í júlí á síðasta ári. Alejandro Salazar/Getty Images)

UFC 286 fer fram í Lundúnum á laugardagskvöldið kemur, þann 18. mars. Þar mætast Bandaríkjamaðurinn Bryan Barberena. Sá vill sjá víkinginn sem býr innra með Gunnari.

Í gær, miðvikudag, var svokallaður fjölmiðladagur í aðdraganda bardagakvöldsins á laugardag. Þar sat Barbarena fyrir svörum. Hann segir Gunnar vera goðsögn og þó hann hafi aðeins fengið boð í bardagann mánuði fyrir þá gerði hann engar sérstakar varúðarráðstafanir.

„Ég er með mitt lið sem ég treysti fullkomlega. Ég býst við bestu útgáfunni af Gunnari þar sem hann vill komast á sigurbraut og ná sínum öðrum sigri í röð. Hann stefnir á toppinn á nýjan leik og er goðsögn í Evrópu. Hann er mjög virtur í bardagasamfélaginu. Þetta er stór bardagi fyrir mig.“

Þá sagðist Barbarena vilja sjá „víkinga-arfleið“ Gunnars: „Ég veit að hann vill glíma, ég er tilbúinn í það. Það er samt alltaf erfitt að glíma.“

Hér að neðan má sjá viðtal Bryan Barberena í heild sinni.

MMA

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.