Sport

Gunnar Nelson heldur til London og er klár í slaginn á laugardaginn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Gunnar Nelson mætir Bandaríkjamanninum Bryan Barberena næstkomandi laugardagskvöld.
Gunnar Nelson mætir Bandaríkjamanninum Bryan Barberena næstkomandi laugardagskvöld. Chris Unger/Zuffa LLC

Bardagakappinn Gunnar Nelson er orðinn klár í slaginn fyrir næstkomandi laugardag þegar hann berst við Bandaríkjamanninn Bryan Barberena á bardagakvöldi UFC 286.

Gunnar og Barberena mætast nánast nákvæmlega ári eftir að Gunnar mætti síðast inn í UFC-hringinn þegar hann hafði betur gegn Japananum Takashi Sato.

Gunnar birti færslu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag þar sem hann segir að æfingabúðum fyrir bardagann sé nú lokið. Nú taki við ferðalag til London og í kjölfarið muni hann berjast í O2-höllinni á laugardagskvöldið. Af myndinni sem Gunnar birtir með færslunni virðist hann vera í hörkuformi og klár í slaginn.

Þá birtist einnig nýr þáttur af The Grind á Youtube-rás Mjölnis MMA í dag þar sem Gunnar fer yfir það sem á daga hans hefur drifið eftir seinasta bardaga. Hann segir meðal annars frá því að hann hafi þurft að fara í aðgerð á nefi og að undanfarið hálft ár hafi hann æft af miklum krafti. Þáttinn má sjá hér fyrir neðan.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×