Helgi Már: Þetta er óásættanlegt fyrir KR Jón Már Ferro skrifar 9. mars 2023 23:49 Helgi Már Magnússon Vísir/Bára Dröfn KR vann ÍR í jöfnum leik í Skógarseli í kvöld. Fyrir leikinn var ljóst að KR gæti fallið úr Subway-deild karla þrátt fyrir sigur. Til þess þurfti Stjarnan að vinna Breiðablik, sem þeir gerðu og því er stórveldið úr Vesturbæ fallið niður um deild. Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var allt annað en sáttur með niðurstöðuna. Sérstaklega í ljós þess hve stutt er síðan liðið vann sex íslandsmeistaratitla í röð. „Það er óásættanlegt að vera í þessari stöðu sem við erum í og fyrir KR. Þetta á ekki að gerast. Auðvitað er ánægjulegt að vinna leikinn en það er svona að þurfa treysta á aðra en sjálfa sig." KR hefur verið í slæmri stöðu lengstan hluta tímabilsins. Þrátt fyrir það er Helgi ánægður með liðið sem hann er með í höndunum núna. „Allir sem koma að liðinu bera ábyrgð á hvernig staðan er. Fyrir áramót fúnkeraði liðið ekki saman og líkamstjáningin var skelfileg. Það er á minni ábyrgð sem þjálfari að kreista það fram og ég náði því ekki. Nú erum við allavega komnir með lið sem berst saman og spilar saman." Helgi Már Magnússon, þjálfari KR.Vísir/Bára Dröfn Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan KR varð meistari. „Frá því við urðum síðast meistarar þá eru 14 leikmenn farnir. Stór hluti af þeim eru landsliðsmenn eða gæða leikmenn í þessari deild. Á móti hafa inn komið fjórir leikmenn og tveir af þeim eru farnir nú þegar. Þórir (Þórir Guðmundur Þorbjarnarson) fór í atvinnumennsku og Dagur (Dagur Kár Jónsson) fór eftir hálft tímabil. Þetta er dálítið geist og gerði okkur brothætta. Þá þarf að treysta á erlenda leikmenn og það er happdrætti." Helgi hefur engar áhyggjur af því hvernig lærisveinar hans mæti til leiks í síðustu þrjá leikina. Hann segist vera með topp menn og að þeir vilji eflaust sína sig og sanna. Að lokum var Helgi spurður út í framtíðina en sagðist ætla ræða hana að tímabilinu loknu. Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 82-85 | Fallnir KR-ingar settu stórt strik í reikninginn hjá Breiðhyltingum KR vann þriggja stiga sigur á ÍR í Subway-deild karla í kvöld. Áður en leiknum lauk var ljóst að KR væri fallið úr deildinni en Vesturbæingar létu það ekki á sig fá og unnu súrsætan sigur. 9. mars 2023 22:06 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Sjá meira
Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var allt annað en sáttur með niðurstöðuna. Sérstaklega í ljós þess hve stutt er síðan liðið vann sex íslandsmeistaratitla í röð. „Það er óásættanlegt að vera í þessari stöðu sem við erum í og fyrir KR. Þetta á ekki að gerast. Auðvitað er ánægjulegt að vinna leikinn en það er svona að þurfa treysta á aðra en sjálfa sig." KR hefur verið í slæmri stöðu lengstan hluta tímabilsins. Þrátt fyrir það er Helgi ánægður með liðið sem hann er með í höndunum núna. „Allir sem koma að liðinu bera ábyrgð á hvernig staðan er. Fyrir áramót fúnkeraði liðið ekki saman og líkamstjáningin var skelfileg. Það er á minni ábyrgð sem þjálfari að kreista það fram og ég náði því ekki. Nú erum við allavega komnir með lið sem berst saman og spilar saman." Helgi Már Magnússon, þjálfari KR.Vísir/Bára Dröfn Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan KR varð meistari. „Frá því við urðum síðast meistarar þá eru 14 leikmenn farnir. Stór hluti af þeim eru landsliðsmenn eða gæða leikmenn í þessari deild. Á móti hafa inn komið fjórir leikmenn og tveir af þeim eru farnir nú þegar. Þórir (Þórir Guðmundur Þorbjarnarson) fór í atvinnumennsku og Dagur (Dagur Kár Jónsson) fór eftir hálft tímabil. Þetta er dálítið geist og gerði okkur brothætta. Þá þarf að treysta á erlenda leikmenn og það er happdrætti." Helgi hefur engar áhyggjur af því hvernig lærisveinar hans mæti til leiks í síðustu þrjá leikina. Hann segist vera með topp menn og að þeir vilji eflaust sína sig og sanna. Að lokum var Helgi spurður út í framtíðina en sagðist ætla ræða hana að tímabilinu loknu.
Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 82-85 | Fallnir KR-ingar settu stórt strik í reikninginn hjá Breiðhyltingum KR vann þriggja stiga sigur á ÍR í Subway-deild karla í kvöld. Áður en leiknum lauk var ljóst að KR væri fallið úr deildinni en Vesturbæingar létu það ekki á sig fá og unnu súrsætan sigur. 9. mars 2023 22:06 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 82-85 | Fallnir KR-ingar settu stórt strik í reikninginn hjá Breiðhyltingum KR vann þriggja stiga sigur á ÍR í Subway-deild karla í kvöld. Áður en leiknum lauk var ljóst að KR væri fallið úr deildinni en Vesturbæingar létu það ekki á sig fá og unnu súrsætan sigur. 9. mars 2023 22:06