Helgi Már: Þetta er óásættanlegt fyrir KR Jón Már Ferro skrifar 9. mars 2023 23:49 Helgi Már Magnússon Vísir/Bára Dröfn KR vann ÍR í jöfnum leik í Skógarseli í kvöld. Fyrir leikinn var ljóst að KR gæti fallið úr Subway-deild karla þrátt fyrir sigur. Til þess þurfti Stjarnan að vinna Breiðablik, sem þeir gerðu og því er stórveldið úr Vesturbæ fallið niður um deild. Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var allt annað en sáttur með niðurstöðuna. Sérstaklega í ljós þess hve stutt er síðan liðið vann sex íslandsmeistaratitla í röð. „Það er óásættanlegt að vera í þessari stöðu sem við erum í og fyrir KR. Þetta á ekki að gerast. Auðvitað er ánægjulegt að vinna leikinn en það er svona að þurfa treysta á aðra en sjálfa sig." KR hefur verið í slæmri stöðu lengstan hluta tímabilsins. Þrátt fyrir það er Helgi ánægður með liðið sem hann er með í höndunum núna. „Allir sem koma að liðinu bera ábyrgð á hvernig staðan er. Fyrir áramót fúnkeraði liðið ekki saman og líkamstjáningin var skelfileg. Það er á minni ábyrgð sem þjálfari að kreista það fram og ég náði því ekki. Nú erum við allavega komnir með lið sem berst saman og spilar saman." Helgi Már Magnússon, þjálfari KR.Vísir/Bára Dröfn Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan KR varð meistari. „Frá því við urðum síðast meistarar þá eru 14 leikmenn farnir. Stór hluti af þeim eru landsliðsmenn eða gæða leikmenn í þessari deild. Á móti hafa inn komið fjórir leikmenn og tveir af þeim eru farnir nú þegar. Þórir (Þórir Guðmundur Þorbjarnarson) fór í atvinnumennsku og Dagur (Dagur Kár Jónsson) fór eftir hálft tímabil. Þetta er dálítið geist og gerði okkur brothætta. Þá þarf að treysta á erlenda leikmenn og það er happdrætti." Helgi hefur engar áhyggjur af því hvernig lærisveinar hans mæti til leiks í síðustu þrjá leikina. Hann segist vera með topp menn og að þeir vilji eflaust sína sig og sanna. Að lokum var Helgi spurður út í framtíðina en sagðist ætla ræða hana að tímabilinu loknu. Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 82-85 | Fallnir KR-ingar settu stórt strik í reikninginn hjá Breiðhyltingum KR vann þriggja stiga sigur á ÍR í Subway-deild karla í kvöld. Áður en leiknum lauk var ljóst að KR væri fallið úr deildinni en Vesturbæingar létu það ekki á sig fá og unnu súrsætan sigur. 9. mars 2023 22:06 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Fleiri fréttir „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Sjá meira
Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var allt annað en sáttur með niðurstöðuna. Sérstaklega í ljós þess hve stutt er síðan liðið vann sex íslandsmeistaratitla í röð. „Það er óásættanlegt að vera í þessari stöðu sem við erum í og fyrir KR. Þetta á ekki að gerast. Auðvitað er ánægjulegt að vinna leikinn en það er svona að þurfa treysta á aðra en sjálfa sig." KR hefur verið í slæmri stöðu lengstan hluta tímabilsins. Þrátt fyrir það er Helgi ánægður með liðið sem hann er með í höndunum núna. „Allir sem koma að liðinu bera ábyrgð á hvernig staðan er. Fyrir áramót fúnkeraði liðið ekki saman og líkamstjáningin var skelfileg. Það er á minni ábyrgð sem þjálfari að kreista það fram og ég náði því ekki. Nú erum við allavega komnir með lið sem berst saman og spilar saman." Helgi Már Magnússon, þjálfari KR.Vísir/Bára Dröfn Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan KR varð meistari. „Frá því við urðum síðast meistarar þá eru 14 leikmenn farnir. Stór hluti af þeim eru landsliðsmenn eða gæða leikmenn í þessari deild. Á móti hafa inn komið fjórir leikmenn og tveir af þeim eru farnir nú þegar. Þórir (Þórir Guðmundur Þorbjarnarson) fór í atvinnumennsku og Dagur (Dagur Kár Jónsson) fór eftir hálft tímabil. Þetta er dálítið geist og gerði okkur brothætta. Þá þarf að treysta á erlenda leikmenn og það er happdrætti." Helgi hefur engar áhyggjur af því hvernig lærisveinar hans mæti til leiks í síðustu þrjá leikina. Hann segist vera með topp menn og að þeir vilji eflaust sína sig og sanna. Að lokum var Helgi spurður út í framtíðina en sagðist ætla ræða hana að tímabilinu loknu.
Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 82-85 | Fallnir KR-ingar settu stórt strik í reikninginn hjá Breiðhyltingum KR vann þriggja stiga sigur á ÍR í Subway-deild karla í kvöld. Áður en leiknum lauk var ljóst að KR væri fallið úr deildinni en Vesturbæingar létu það ekki á sig fá og unnu súrsætan sigur. 9. mars 2023 22:06 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Fleiri fréttir „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 82-85 | Fallnir KR-ingar settu stórt strik í reikninginn hjá Breiðhyltingum KR vann þriggja stiga sigur á ÍR í Subway-deild karla í kvöld. Áður en leiknum lauk var ljóst að KR væri fallið úr deildinni en Vesturbæingar létu það ekki á sig fá og unnu súrsætan sigur. 9. mars 2023 22:06