„Open er búið en ekki ég“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2023 08:31 Sólveig Sigurðardóttir stóð sig best af öllum Íslendingum á The Open í ár. Instagram/@solasigurdardottir Sólveig Sigurðardóttir og Björgvin Karl Guðmundsson náðu bestum árangri Íslendinga á The Open í ár en opna hluta undankeppni heimsleikanna er nú lokið. Sólveig er greinilega að byggja ofan tímamóta tímabil í fyrra þegar hún komst fyrst sem einstaklingur inn á heimsleikana. Sólveig endaði í 27. sæti á The Open í ár og var eina íslenska konan á topp fimmtíu að þessu sinni. „Open er búið en ekki ég,“ skrifaði Sólveig á samfélagsmiðla en framundan er átta manna úrslitin sem er líka æfingar sem er skilað í gegnum netið. Þar er markmiðið síðan að komast í undanúrslitamótin sem gefa síðan sæti á sjálfum heimsleikunum í haust. View this post on Instagram A post shared by So lveig Sigurðardo ttir (@solasigurdardottir) Sólveig var líka hæsta allra Íslendinga því Björgvin Karl Guðmundsson varð hæstur íslenskra karla í 45. sætinu. Björgvin varð hæstur íslenska karla á Open níunda árið í röð. Sólveig náði því aftur á móti í fyrsta sinn að vera efst af íslensku konunum á The Open og varð einnig fjórða íslenska konan á síðustu fjórum árum til að leiða íslensku stelpurnar. Anníe Mist Þórisdóttir, sem varð efst í fyrra, kláraði 23.3 á undan Sólveigu en það dugði þó ekki til að vinna upp forskot Sólveigar frá 21.2. Anníe Mist endaði í öðru sæti af íslensku stelpunum en var 26 sætum á eftir Sólveigu í 53. sætinu. Árin á undan höfðu þær Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir náð því að verða efstar af íslensku stelpunum. Sara gerði meira en það því hún vann The Open þrisvar sinnum á fjórum árum frá 2017 til 2020. Þriðja í ár. varð síðan Þuríður Erla Helgadóttir (64. sæti) og fjórða Katrín Tanja Davíðsdóttir sem endaði í 95. sæti í ár. Ísland átti því fjórar konur á topp hundrað. Sara Sigmundsdóttir endaði bara í 183. sætinu í ár sem er mun neðar en við eigum að venjast hjá henni. Björgvin Karl var eini íslenski karlinn á topp hundrað en næstu honum voru þeir Hafsteinn Gunnlaugsson (325. sæti) og Ægir Björn Gunnsteinsson (326. sæti). Íslandsmeistarar á The Open undanfarin ár 2023 Sólveig Sigurðardóttir (27. sæti á heimsvísu) Björgvin Karl Guðnundsson (45. sæti) 2022 Anníe Mist Þórisdóttir (18. sæti) Björgvin Karl Guðnundsson (32. sæti) 2021 Katrín Tanja Davíðsdóttir (14. sæti) Björgvin Karl Guðnundsson (73. sæti) 2020 Sara Sigmundsdóttir (1. sæti) Björgvin Karl Guðmundsson (4. sæti) 2019 Sara Sigmundsdóttir (1. sæti) Björgvin Karl Guðmundsson (2. sæti) 2018 Anníe Mist Þórisdóttir (5. sæti) Björgvin Karl Guðmundsson (12. sæti) 2017 Sara Sigmundsdóttir (1. sæti) Björgvin Karl Guðmundsson (4. sæti) 2016 Sara Sigmundsdóttir (4. sæti) Björgvin Karl Guðmundsson (9. sæti) 2015 Anníe Mist Þórisdóttir (1. sæti) Björgvin Karl Guðmundsson (35. sæti) 2014 Anníe Mist Þórisdóttir (28. sæti) Jakob Daníel Magnússon (32. sæti) 2013 Katrín Tanja Davíðsdóttir (37. sæti) Björgvin Karl Guðmundsson (84. sæti) CrossFit Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira
Sólveig er greinilega að byggja ofan tímamóta tímabil í fyrra þegar hún komst fyrst sem einstaklingur inn á heimsleikana. Sólveig endaði í 27. sæti á The Open í ár og var eina íslenska konan á topp fimmtíu að þessu sinni. „Open er búið en ekki ég,“ skrifaði Sólveig á samfélagsmiðla en framundan er átta manna úrslitin sem er líka æfingar sem er skilað í gegnum netið. Þar er markmiðið síðan að komast í undanúrslitamótin sem gefa síðan sæti á sjálfum heimsleikunum í haust. View this post on Instagram A post shared by So lveig Sigurðardo ttir (@solasigurdardottir) Sólveig var líka hæsta allra Íslendinga því Björgvin Karl Guðmundsson varð hæstur íslenskra karla í 45. sætinu. Björgvin varð hæstur íslenska karla á Open níunda árið í röð. Sólveig náði því aftur á móti í fyrsta sinn að vera efst af íslensku konunum á The Open og varð einnig fjórða íslenska konan á síðustu fjórum árum til að leiða íslensku stelpurnar. Anníe Mist Þórisdóttir, sem varð efst í fyrra, kláraði 23.3 á undan Sólveigu en það dugði þó ekki til að vinna upp forskot Sólveigar frá 21.2. Anníe Mist endaði í öðru sæti af íslensku stelpunum en var 26 sætum á eftir Sólveigu í 53. sætinu. Árin á undan höfðu þær Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir náð því að verða efstar af íslensku stelpunum. Sara gerði meira en það því hún vann The Open þrisvar sinnum á fjórum árum frá 2017 til 2020. Þriðja í ár. varð síðan Þuríður Erla Helgadóttir (64. sæti) og fjórða Katrín Tanja Davíðsdóttir sem endaði í 95. sæti í ár. Ísland átti því fjórar konur á topp hundrað. Sara Sigmundsdóttir endaði bara í 183. sætinu í ár sem er mun neðar en við eigum að venjast hjá henni. Björgvin Karl var eini íslenski karlinn á topp hundrað en næstu honum voru þeir Hafsteinn Gunnlaugsson (325. sæti) og Ægir Björn Gunnsteinsson (326. sæti). Íslandsmeistarar á The Open undanfarin ár 2023 Sólveig Sigurðardóttir (27. sæti á heimsvísu) Björgvin Karl Guðnundsson (45. sæti) 2022 Anníe Mist Þórisdóttir (18. sæti) Björgvin Karl Guðnundsson (32. sæti) 2021 Katrín Tanja Davíðsdóttir (14. sæti) Björgvin Karl Guðnundsson (73. sæti) 2020 Sara Sigmundsdóttir (1. sæti) Björgvin Karl Guðmundsson (4. sæti) 2019 Sara Sigmundsdóttir (1. sæti) Björgvin Karl Guðmundsson (2. sæti) 2018 Anníe Mist Þórisdóttir (5. sæti) Björgvin Karl Guðmundsson (12. sæti) 2017 Sara Sigmundsdóttir (1. sæti) Björgvin Karl Guðmundsson (4. sæti) 2016 Sara Sigmundsdóttir (4. sæti) Björgvin Karl Guðmundsson (9. sæti) 2015 Anníe Mist Þórisdóttir (1. sæti) Björgvin Karl Guðmundsson (35. sæti) 2014 Anníe Mist Þórisdóttir (28. sæti) Jakob Daníel Magnússon (32. sæti) 2013 Katrín Tanja Davíðsdóttir (37. sæti) Björgvin Karl Guðmundsson (84. sæti)
Íslandsmeistarar á The Open undanfarin ár 2023 Sólveig Sigurðardóttir (27. sæti á heimsvísu) Björgvin Karl Guðnundsson (45. sæti) 2022 Anníe Mist Þórisdóttir (18. sæti) Björgvin Karl Guðnundsson (32. sæti) 2021 Katrín Tanja Davíðsdóttir (14. sæti) Björgvin Karl Guðnundsson (73. sæti) 2020 Sara Sigmundsdóttir (1. sæti) Björgvin Karl Guðmundsson (4. sæti) 2019 Sara Sigmundsdóttir (1. sæti) Björgvin Karl Guðmundsson (2. sæti) 2018 Anníe Mist Þórisdóttir (5. sæti) Björgvin Karl Guðmundsson (12. sæti) 2017 Sara Sigmundsdóttir (1. sæti) Björgvin Karl Guðmundsson (4. sæti) 2016 Sara Sigmundsdóttir (4. sæti) Björgvin Karl Guðmundsson (9. sæti) 2015 Anníe Mist Þórisdóttir (1. sæti) Björgvin Karl Guðmundsson (35. sæti) 2014 Anníe Mist Þórisdóttir (28. sæti) Jakob Daníel Magnússon (32. sæti) 2013 Katrín Tanja Davíðsdóttir (37. sæti) Björgvin Karl Guðmundsson (84. sæti)
CrossFit Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira