Rússar áfrýja eigin sýknudómi til CAS Smári Jökull Jónsson skrifar 25. febrúar 2023 12:46 Kamila Valieva keppti á Ólympíuleikunum í fyrra. Vísir/Getty Á síðustu árum hafa komið upp hneykslismál í Rússlandi vegna lyfjabrota hjá íþróttamönnum og yfirvöld í Rússlandi verið sökuð um að fela gögn fyrir Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnuninni. Nú hafa þeir hins vegar áfrýjað eigin sýknudómi til Alþjóðaíþróttadómstólsins. Málið sem um ræðir fjallar um hina ungu skautakonu Kamila Valieva sem greindist jákvæð á lyfjaprófi í desember árið 2019. Hún var sett í bann af rússneska lyfjaeftirlitinu (RUSADA) en eftir mótmæli starfsliðs Valieva var bannið dregið til baka og hún gat keppt á Ólympíuleikunum í Peking á síðasta ári. Í janúar á þessu ári tók málið hins vegar nýja stefnu. Rússar viðurkenndu þá að Valieva hefði vissulega brotið lyfjareglur en að ekki ætti að refsa henni eða láta hana sæta ábyrgð. Þetta vakti athygli WADA (Alþjóðalyfjaeftirlitsins) sem tilkynnti málið til CAS (Alþjóðaíþróttadómstólsins). Og nú hafa Rússar gert slíkt hið sama, það er að tilkynna sjálfa sig til CAS. „Rússneska lyfjaeftirlitið hefur óskað eftir því að fyrri ákvörðun sín verði lögð til hliðar og CAS úrskurði að íþróttakonan hafi brotið gegn lyfjareglum og fái refsingu við hæfi,“ segir í tilkynningu frá CAS. Verðlaunaafhendingin ekki ennþá farið fram Þá segir einnig í yfirlýsingu CAS að Rússar vonist til að refsingin takmarkist við áminningu. WADA hefur hins vegar farið fram á að Valieva verði dæmd í fjögurra ára keppnisbann Alþjóðaskautasambandið vill hins vegar að mildari höndum verði farið um Valieva. Þeir vilja að hún verði dæmd í bann frá og með 25.desember 2021 sem er dagsetningin, sem hún var upphaflega dæmd í keppnisbann, og að öll úrslit hennar frá þeim degi verði dæmd ógild. Niðurstaðan mun hafa áhrif á niðurstöðu Ólympíuleikanna síðan í fyrra. Valieva var nefnilega hluti af rússneska hópnum sem vann gull í liðakeppni í Peking. Þegar lyfjamálið kom hins vegar fram í dagsljósið daginn eftir keppnina valdi Alþjóðaólympíunefndin að fresta verðlaunafhendingunni og hafa þau ekki enn verið afhent. Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Sjá meira
Málið sem um ræðir fjallar um hina ungu skautakonu Kamila Valieva sem greindist jákvæð á lyfjaprófi í desember árið 2019. Hún var sett í bann af rússneska lyfjaeftirlitinu (RUSADA) en eftir mótmæli starfsliðs Valieva var bannið dregið til baka og hún gat keppt á Ólympíuleikunum í Peking á síðasta ári. Í janúar á þessu ári tók málið hins vegar nýja stefnu. Rússar viðurkenndu þá að Valieva hefði vissulega brotið lyfjareglur en að ekki ætti að refsa henni eða láta hana sæta ábyrgð. Þetta vakti athygli WADA (Alþjóðalyfjaeftirlitsins) sem tilkynnti málið til CAS (Alþjóðaíþróttadómstólsins). Og nú hafa Rússar gert slíkt hið sama, það er að tilkynna sjálfa sig til CAS. „Rússneska lyfjaeftirlitið hefur óskað eftir því að fyrri ákvörðun sín verði lögð til hliðar og CAS úrskurði að íþróttakonan hafi brotið gegn lyfjareglum og fái refsingu við hæfi,“ segir í tilkynningu frá CAS. Verðlaunaafhendingin ekki ennþá farið fram Þá segir einnig í yfirlýsingu CAS að Rússar vonist til að refsingin takmarkist við áminningu. WADA hefur hins vegar farið fram á að Valieva verði dæmd í fjögurra ára keppnisbann Alþjóðaskautasambandið vill hins vegar að mildari höndum verði farið um Valieva. Þeir vilja að hún verði dæmd í bann frá og með 25.desember 2021 sem er dagsetningin, sem hún var upphaflega dæmd í keppnisbann, og að öll úrslit hennar frá þeim degi verði dæmd ógild. Niðurstaðan mun hafa áhrif á niðurstöðu Ólympíuleikanna síðan í fyrra. Valieva var nefnilega hluti af rússneska hópnum sem vann gull í liðakeppni í Peking. Þegar lyfjamálið kom hins vegar fram í dagsljósið daginn eftir keppnina valdi Alþjóðaólympíunefndin að fresta verðlaunafhendingunni og hafa þau ekki enn verið afhent.
Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Sjá meira