Það er munur á Tene og Tortóla Jón Ingi Hákonarson skrifar 24. febrúar 2023 14:01 Aðalvopn seðlabanka í stríðinu gegn verðbólgunni eru stýrivextir. Þeir hafa nú á örfáum árum lækkað niður í sögulegt lágmark og síðan upp í hæstu hæðir, þeir eru sveigjanleigir. Það eru margir þættir sem hafa áhrif á verðbólguna, einn sá stærsti er krónan. Þegar innstreymi erlends gjaldeyris er meira en útflæðið þá styrkist krónan og verðlag lækkar og þar með verðbólgan. Hingað til hefur þessi leikur gengið eftir en ekki núna þrátt fyrir hátt verð á afurðum á erlendum mörkuðum og komu fjölda erlendra ferðamanna. Aftur á móti eru erlendir aðilar ekki að stökkva á vaxtamunavagninn í leit að skjótum og nokkuð öruggum gróða. Ástæðan er einföld, gengisáættan er of mikil í þeirri óvissu sem ríkir í heiminum. Það hefur löngum verið vitað að þegar óvissan er mikil forðast fjárfestar að fjárfesta í jaðarmyntum heimsins og er til meiri jaðarmynt en íslenskar krónan? Afleiðingar þessara skörpu vaxtahækkana hefur leitt til þess að eina leið fólks inn á húsnæðismarkaðinn eru 40 ára óverðtryggð lán með jöfnum afborgunum, það er okkar eina leið í einhvers konar stöðugleika. Stöðugleikinn er dýru verði keyptur, en hann er skárri en sveigjanleikinn hjá ansi mörgum. Þetta hefur leitt til þess að stýrivaxtavopnið er orðið bitlaust, það má eiginlega segja að þessi taktík sé svipuð og að ætla drepa moskítóflugu með haglabyssu. Allir særast illa nema flugan, hún heldur áfram að gera sitt ógagn. Svo ég tali út frá sjálfum mér, verandi venjulegur millistéttar launþegi, þá eru vextir orðnir stærsti útgjaldaliður minn á eftir sköttum um hver mánaðarmót. Þetta er kallað sveigjanleiki kerfisins. Það er að vísu fyndið þegar stjórnmálamenn sykurhúða hlutina með fallegum orðum. Sveigjanleiki er ekkert annað en annað orð yfir óstöðugleika. Ríkisstjórnin var mynduð til að koma á stöðugleika en sama stjórn mærir óstöðugleika krónunnar, afsakið, ég meina sveigjanleika, enda hefur lítið farið fyrir stöðugleika undanfarin ár Mér þótti það undarleg yfirlýsing hjá Seðlabankastjóra að fullyrða án raka að verðbólgan væri hærri ef við værum hér með nothæfan gjaldmiðil eins og Evruna. Þarna er embætti Seðlabankastjóra stigið inn á hinn póltíska völl sem er bagalegt og í raun óskiljanlegt. Verðbólga hefur alla tíð mælst hér hærri en í ESB, vextir hafa alltaf verið hærri en í ESB og hagsveiflur alltaf verið þéttari og brattari en í ESB. Myndin sýnir langtímavaxtamun á 10 ára óverðtryggðum ríkisskuldabréfa. Höfum það hugfast að krónan er ekkert annað en kerfi. Hún hefur ekkert að gera með sjálfstæði þjóðar eða stolt. Þetta kerfi, eins og öll önnur kerfi, eiga það til að hætta að snúast um upphaflegan tilgang sinn og fer að þjónusta og snúast um sjálft sig. Krónukerfið hyglar þeim sem búa við það frelsi að þurfa ekki á því að halda, þeim sem geta kíkt í heimsókn öðru hvoru með dýrmætar evrur þegar efnahagslífið er komið í skrúfuna og farið þegar það tekur við sér með gríðarlegan ávinning á hárréttum tímapunkti. Þetta er ein tegund vaxtamunaviðskipta sem má segja að sé ein af helstu útflutningsafurðum okkar Íslendinga. Það eru nefnilega ekki farfuglarnir sem skella sér til Tene og taka tásumyndir sem eru vandamálið. Það eru ránfuglarnir sem sveima hátt yfir krónuhagkerfinu og stinga sér niður á hárréttu augnabliki og láta sig hverfa suður til Tortóla með bráð sína sem eru vandamálið ólíkt því sem sumir hafa haldið fram. Vissulega verða margir í þeirri stöðu að missa völd og áhrif þegar hér verður tekin upp evra. Höfum það í huga næst þegar haftakerfi krónunnar er hampað og mært. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Viðreisn Íslenska krónan Verðlag Húsnæðismál Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Sjá meira
Aðalvopn seðlabanka í stríðinu gegn verðbólgunni eru stýrivextir. Þeir hafa nú á örfáum árum lækkað niður í sögulegt lágmark og síðan upp í hæstu hæðir, þeir eru sveigjanleigir. Það eru margir þættir sem hafa áhrif á verðbólguna, einn sá stærsti er krónan. Þegar innstreymi erlends gjaldeyris er meira en útflæðið þá styrkist krónan og verðlag lækkar og þar með verðbólgan. Hingað til hefur þessi leikur gengið eftir en ekki núna þrátt fyrir hátt verð á afurðum á erlendum mörkuðum og komu fjölda erlendra ferðamanna. Aftur á móti eru erlendir aðilar ekki að stökkva á vaxtamunavagninn í leit að skjótum og nokkuð öruggum gróða. Ástæðan er einföld, gengisáættan er of mikil í þeirri óvissu sem ríkir í heiminum. Það hefur löngum verið vitað að þegar óvissan er mikil forðast fjárfestar að fjárfesta í jaðarmyntum heimsins og er til meiri jaðarmynt en íslenskar krónan? Afleiðingar þessara skörpu vaxtahækkana hefur leitt til þess að eina leið fólks inn á húsnæðismarkaðinn eru 40 ára óverðtryggð lán með jöfnum afborgunum, það er okkar eina leið í einhvers konar stöðugleika. Stöðugleikinn er dýru verði keyptur, en hann er skárri en sveigjanleikinn hjá ansi mörgum. Þetta hefur leitt til þess að stýrivaxtavopnið er orðið bitlaust, það má eiginlega segja að þessi taktík sé svipuð og að ætla drepa moskítóflugu með haglabyssu. Allir særast illa nema flugan, hún heldur áfram að gera sitt ógagn. Svo ég tali út frá sjálfum mér, verandi venjulegur millistéttar launþegi, þá eru vextir orðnir stærsti útgjaldaliður minn á eftir sköttum um hver mánaðarmót. Þetta er kallað sveigjanleiki kerfisins. Það er að vísu fyndið þegar stjórnmálamenn sykurhúða hlutina með fallegum orðum. Sveigjanleiki er ekkert annað en annað orð yfir óstöðugleika. Ríkisstjórnin var mynduð til að koma á stöðugleika en sama stjórn mærir óstöðugleika krónunnar, afsakið, ég meina sveigjanleika, enda hefur lítið farið fyrir stöðugleika undanfarin ár Mér þótti það undarleg yfirlýsing hjá Seðlabankastjóra að fullyrða án raka að verðbólgan væri hærri ef við værum hér með nothæfan gjaldmiðil eins og Evruna. Þarna er embætti Seðlabankastjóra stigið inn á hinn póltíska völl sem er bagalegt og í raun óskiljanlegt. Verðbólga hefur alla tíð mælst hér hærri en í ESB, vextir hafa alltaf verið hærri en í ESB og hagsveiflur alltaf verið þéttari og brattari en í ESB. Myndin sýnir langtímavaxtamun á 10 ára óverðtryggðum ríkisskuldabréfa. Höfum það hugfast að krónan er ekkert annað en kerfi. Hún hefur ekkert að gera með sjálfstæði þjóðar eða stolt. Þetta kerfi, eins og öll önnur kerfi, eiga það til að hætta að snúast um upphaflegan tilgang sinn og fer að þjónusta og snúast um sjálft sig. Krónukerfið hyglar þeim sem búa við það frelsi að þurfa ekki á því að halda, þeim sem geta kíkt í heimsókn öðru hvoru með dýrmætar evrur þegar efnahagslífið er komið í skrúfuna og farið þegar það tekur við sér með gríðarlegan ávinning á hárréttum tímapunkti. Þetta er ein tegund vaxtamunaviðskipta sem má segja að sé ein af helstu útflutningsafurðum okkar Íslendinga. Það eru nefnilega ekki farfuglarnir sem skella sér til Tene og taka tásumyndir sem eru vandamálið. Það eru ránfuglarnir sem sveima hátt yfir krónuhagkerfinu og stinga sér niður á hárréttu augnabliki og láta sig hverfa suður til Tortóla með bráð sína sem eru vandamálið ólíkt því sem sumir hafa haldið fram. Vissulega verða margir í þeirri stöðu að missa völd og áhrif þegar hér verður tekin upp evra. Höfum það í huga næst þegar haftakerfi krónunnar er hampað og mært. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun