Sport

Dagskráin í dag: Subway-deildin, Olís-deildin og CS:GO

Smári Jökull Jónsson skrifar
Hilmar Smári Henningsson verður í eldlínunni með Haukum sem mæta Keflavík í Subway-deildinni í kvöld.
Hilmar Smári Henningsson verður í eldlínunni með Haukum sem mæta Keflavík í Subway-deildinni í kvöld. Vísir/Pawel

Íslenskar boltaíþróttir verða áberandi á íþróttastöðvum Stöðvar 2 í kvöld en einnig verður sýnt beint frá Ljósleiðaradeildinni í CS:GO.

Stöð 2 Sport

Stjarnan og Tindastóll mætast í Subway-deildinni í kvöld og hefst útsending frá leiknum klukkan 18:05. Í kjölfarið hefst síðan leikur Hauka og Keflavíkur í sömu deild en útsending úr Ólafsdal hefst 20:05.

Kjartan Atli Kjartansson og félagar hans mæta síðan með Subway Tilþrifin klukkan 22:00 þar sem farið verður yfir leiki kvöldsins í Subway-deildinni.

Stöð 2 Sport 5

Haukar og Stjarnan mætast í Olís-deild karla í handknattleik en útsending hefst klukkan 18:15. Haukar töpuðu gegn Selfossi á sunnudag og þurfa nauðsynlega á sigri að halda gegn Stjörnunni sem vann góðan sigur á Gróttu í síðustu umferð.

Stöð 2 Esport

Klukkan 19:15 hefst bein útsending frá Ljósleiðaradeildinni í CS:GO. Í kvöld mætast lið Dusty og FH, LAVA mætir Fylki og Þór spilar gegn Breiðablik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×