Stöð 2 Sport
Klukkan 17.00 er Körfuboltakvöld kvenna á dagskrá. Þar verður farið yfir allt það helsta sem gerðist í síðustu umferð Subway deildar kvenna.
Klukkan 19.15 er keppni í keilu á Reykjavíkurleikunum, RIG 2023 á dagskrá.
Stöð 2 Sport 4
Klukkan 12.30 er Magical Kenye Ladies Open-mótið í golfi á dagskrá.
Stöð 2 Sport 5
Klukkan 18.05 er leikur KR og Þórs Þorlákshafnar í Subway deildar karla á dagskrá. Bæði lið eru í bullandi fallbaráttu og leikur kvöldsins gæti skorið úr um hvort þeirra fellur eða ekki.
Klukkan 20.05 er leikur Njarðvíkur og Stjörnunnar í sömu deild á dagskrá. Að honum loknum, klukkan 22.00, eru Tilþrifin á dagskrá.
Stöð 2 Esport
Klukkan 19.15 hefst Ljósleiðaradeildin. Þar er keppt í CS:GO.