Lífið

„Sjálfu-sjúkur“ svart­björn slær í gegn

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Svartbjörninn hafði mikinn áhuga á myndavélinni og hafa myndirnar slegið í gegn á samfélagsmiðlum.
Svartbjörninn hafði mikinn áhuga á myndavélinni og hafa myndirnar slegið í gegn á samfélagsmiðlum. Boulder Open Space and Mountain Parks

Svartbjörn í náttúrugarði í Boulder í Colorado ríki í Bandaríkjunum tók fjögur hundruð myndir af sjálfum sér með náttúrumyndavél á svæðinu. 

Miðlar vestanhafs hafa kallað björninn sjálfu-sjúkan. NBC greinir frá

Nokkrar myndir af birninum má sjá hér að neðan. Ljóst er að björninn var ansi forvitinn um vélina. 

Umsjónarmenn garðsins segjast aldrei hafa séð neitt þessu líkt. Garðurinn sem um ræðir er rúmlega átján þúsund hektarar að stærð og eru níu náttúrumyndavélar á svæðinu sem mynda dýralíf garðsins. 

Minni myndavélarinnar getur borið 580 myndir svo lítið pláss var fyrir myndefni af öðrum dýrum á vélinni. 

Hér að neðan má sjá myndband af því efni sem garðurinn hefur safnað í gegnum tíðina. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.