Sport

Dagskráin í dag: Subway-deildin og BLAST-Premier

Smári Jökull Jónsson skrifar
Ólafur Ólafsson verður í eldlínunni með Grindavík í kvöld.
Ólafur Ólafsson verður í eldlínunni með Grindavík í kvöld. Vísir/Vilhelm

Líkt og áður verður líf og fjör á íþróttarásum Stöðvar 2 í dag og í kvöld.

Stöð 2 Sport

Klukkan 17:00 verður Subway Körfuboltakvöld kvenna sýnt í beinni útsendingu en fara Hörður Unnsteinsson og sérfræðingar yfir umferðina sem spiluð var í gærkvöld í Subway-deildinni.

Klukkan 18:05 hefst útsending frá Garðabæ þar sem Stjarnan tekur á móti ÍR í áhugaverðum leik í Subway-deild karla. Klukkan 20:05 er svo komið að Suðurnesjaslag þegar Grindavík tekur á móti Keflavík á heimavelli sínum. Ágætis líkur á að það verði tekist vel á.

22:00 verður Kjartan Atli Kjartansson síðan mættur í stúdíó þar sem hann og fleiri fara yfir leiki kvöldsins í Subway-deild karla í þættinum Subway Körfuboltakvöld.

Stöð 2 Esport

Áfram halda útsendingar frá BLAST-Premier en mótið er í fullum gangi. Klukkan 13:30 verður upphitun fyrir leiki dagsins en fyrri leikurinn hefst klukkan 14:00 og er það viðureign Faze og OG. Klukkan 17:30 verður viðureign G2 og Natus Vincere sýnd beint.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×