Sport

Grátlegt hvernig Anníe Mist og Katrín Tanja misstu af gullinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anníe Mist Þórisdóttir, Mal O’Brien og Katrín Tanja Davíðsdóttir kepptu saman í liði á mótinu og voru á blaði taldar vera sigurstranglegastar fyrir mótið.
Anníe Mist Þórisdóttir, Mal O’Brien og Katrín Tanja Davíðsdóttir kepptu saman í liði á mótinu og voru á blaði taldar vera sigurstranglegastar fyrir mótið. Instagram/@anniethorisdottir

Lið Anníe Mistar Þórisdóttur og Katrínar Tönju Davíðsdóttur varð að sætta sig við annað sætið á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami um helgina.

Það gat reynda ekki munað minna í keppninni um gullið því tvö efstu liðin enduðu með jafnmörg stig. Hitt liðið, lið BPN, vann hins vegar fleiri greinar en Dóttir-liðið og fékk því gullið.

Liðsfélagi Anníe og Katrínar var hin unga Mal O'Brien og því mjög öflugt lið á ferðinni með mikla reynslu af heimsleikunum. Fyrir keppnina voru flestir að spá þeim sigri á mótinu en þegar á hólminn var komið þá varð snögglega ljóst að þær fengu alvöru samkeppni.

Það vantaði heldur ekki reynsluna í liðið sem stóð uppi sem sigurvegari en þar sameinuðust CrossFit-stjörnurnar Laura Horvath, Jamie Simmonds og Gabi Migala.

Lið Anníe og Katrínar vann lokagreinina en það var ekki nóg til að komast upp fyrir BPN liðið sem náði þriðja sætinu og bæði lið enduðu því með 691 stig.

BPN hafði unnið tvær greinar en þetta var fyrsti sigur Dóttur-liðins í grein og sú tölfræði var notuðu til að skilja á milli liðanna.

Það voru fleiri Íslendingalið á mótinu. Björgvin Karl Guðmundsson og félagar urðu í sjötta sæti í liðakeppni karla. Sólveig Sigurðardóttir og félagar hennar í GOWOD stelpu liðinu urðu einnig í sjötta sætinu.

Sara Sigmundsdóttir hafði endaði í sjötta sæti í einstaklingskeppninni en lið hennar missti eina af þremur keppendum sínum í meiðsli eftir hana. Sara og félagar fengu inn varamann en urðu að sætta sig við tólfta sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×