Ótrúlegar senur á HM: Carlsen mætti á hlaupum, átti þrjátíu sekúndur eftir en vann samt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2022 15:21 Carlsen á sprettinum á leið í fyrstu skákina. Chess of India Norðmaðurinn Magnus Carlsen hóf heimsmeistaramótið í hraðskák með óvenjulegum hætti í dag. Hann mætti í fyrstu skák sína þegar aðeins þrjátíu sekúndur voru eftir af klukkunni hans, var með svart en landaði samt sigri. Carlsen er staddur í Almaty í Kasakstan þar sem heimsmeistaramótið í at- og hraðskák fer fram. Keppni í atskák hófst á jóladag og tryggði Carlsen sér sigur í gær. Í dag hófst svo keppni í hraðskák þar sem Carlsen er sem fyrr líklegur til sigurs. Allt benti þó til þess að uppskeran yrði rýr í fyrstu skákinni gegn stórmeistaranum Valdislav Kovaljov frá Hvíta-Rússlandi. Skipuleggjendur sýndu Carlsen nokkurn skilning og hófst keppni ekki á slaginu þrjú eins og til stóð. Eftir nokkra bið ákvað dómari að setja skák Carlsen og Kovaljov í gang þótt Carlsen væri ekki mættur. Kovaljov var með hvítt, lék peði fram og smellti á klukkuna. Í hraðskákinni byrjar hvor keppandi með þrjár mínútur á klukkunni. Tíminn byrjaði því að hlaupa frá Carlsen sem eftir tvær mínútur kom á harðahlaupum inn í keppnissalinn klæddur í íþróttaföt; joggingbuxur og hettupeysu. Þrjátíu sekúndur voru eftir á klukkunni þegar Carlsen tók í höndina á andstæðing sínum og lék sinn fyrsta leik. Carlsen með landa sínum Benjamin Haldorsen í brekkunum í morgun.@magnus_carlsen Nokkrum mínútur síðar hafði Carlsen landað sigri og gat andað léttar. Ástæðan fyrir töfinni var sú að Carlsen hafði farið í skipulagða skíðaferð en Almaty er þekkt fyrir fallegar skíðabrekkur sínar. Töf varð á heimferð sem olli því að Carlsen skilaði sér seint á keppnisstað. Sagði hann töluverðar tafir hafa orðið í umferð. „Þetta er auðvitað mitt klúður, við festumst í umferð. Það tók endalausan tíma og var frekar pirrandi en reddaðist á endanum,“ sagði Carlsen við norska ríkisútvarpið. Carlsen braut reglur skipuleggjenda með klæðaburði sínum en skipti um föt fyrir næstu skák. Hann vann fyrstu fimm skákir sínar en virtist þreytast þegar á leið. Síðustu fimm skákunum lauk öllum með jafntefli. Hann lauk keppnisdeginum með níu vinninga og verður hálfum vinningi hið minnsta á eftir efsta manni í lok fyrri keppnisdags af tveimur. Keppendur tefla níu skákir á morgun. Skák Kasakstan Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Sjá meira
Carlsen er staddur í Almaty í Kasakstan þar sem heimsmeistaramótið í at- og hraðskák fer fram. Keppni í atskák hófst á jóladag og tryggði Carlsen sér sigur í gær. Í dag hófst svo keppni í hraðskák þar sem Carlsen er sem fyrr líklegur til sigurs. Allt benti þó til þess að uppskeran yrði rýr í fyrstu skákinni gegn stórmeistaranum Valdislav Kovaljov frá Hvíta-Rússlandi. Skipuleggjendur sýndu Carlsen nokkurn skilning og hófst keppni ekki á slaginu þrjú eins og til stóð. Eftir nokkra bið ákvað dómari að setja skák Carlsen og Kovaljov í gang þótt Carlsen væri ekki mættur. Kovaljov var með hvítt, lék peði fram og smellti á klukkuna. Í hraðskákinni byrjar hvor keppandi með þrjár mínútur á klukkunni. Tíminn byrjaði því að hlaupa frá Carlsen sem eftir tvær mínútur kom á harðahlaupum inn í keppnissalinn klæddur í íþróttaföt; joggingbuxur og hettupeysu. Þrjátíu sekúndur voru eftir á klukkunni þegar Carlsen tók í höndina á andstæðing sínum og lék sinn fyrsta leik. Carlsen með landa sínum Benjamin Haldorsen í brekkunum í morgun.@magnus_carlsen Nokkrum mínútur síðar hafði Carlsen landað sigri og gat andað léttar. Ástæðan fyrir töfinni var sú að Carlsen hafði farið í skipulagða skíðaferð en Almaty er þekkt fyrir fallegar skíðabrekkur sínar. Töf varð á heimferð sem olli því að Carlsen skilaði sér seint á keppnisstað. Sagði hann töluverðar tafir hafa orðið í umferð. „Þetta er auðvitað mitt klúður, við festumst í umferð. Það tók endalausan tíma og var frekar pirrandi en reddaðist á endanum,“ sagði Carlsen við norska ríkisútvarpið. Carlsen braut reglur skipuleggjenda með klæðaburði sínum en skipti um föt fyrir næstu skák. Hann vann fyrstu fimm skákir sínar en virtist þreytast þegar á leið. Síðustu fimm skákunum lauk öllum með jafntefli. Hann lauk keppnisdeginum með níu vinninga og verður hálfum vinningi hið minnsta á eftir efsta manni í lok fyrri keppnisdags af tveimur. Keppendur tefla níu skákir á morgun.
Skák Kasakstan Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Sjá meira