Jólatónleikar Fíladelfíu ómissandi hluti aðventunnar Fíladelfía 12. desember 2022 16:17 Yfirskrift jólatónleika Fíladelfíu er Fyrir þá sem minna mega sín. Allu rágóði tónleikanna rennur til góðgerðarmála. Jólatónleikar Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu fara fram annað kvöld. Fanny Kristín Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Fíladelfíu segir tónleikana löngu orðna fastan lið í jólahaldi margra Íslendinga. Beint streymi verður frá tónleikunum hér á Vísi. „Við höfum haldið jólatónleikana í áratugi og mörgum finnast þeir ómissandi hluti af aðventunni og jólum. Tónleikarnir hafa þá sérstöðu að allir sem að þeim koma, bæði listamenn og tæknifólk, gefa sína vinnu og allur ágóði tónleikanna rennur óskiptur til góðgerðamála. Yfirskrift tónleikanna er Fyrir þá sem minna mega sín og undanfarin ár höfum við styrkt félög eins og Mæðrastyrksnefnd, Fjölskylduhjálp Íslands og Hjálpræðisherinn svo eitthvað sé nefnt,“ útskýrir Fanny. Tónleikarnir fara fram í hátíðasal Fíladelfíu og kemur kór Fíladelfíu fram auk gesta. „Kórinn okkar telur hátt í 30 manns, blandaður kór fólks á öllum aldri sem endurspeglar vel hvernig kirkjan okkar er. Kórnum til halds og trausts verður mjög flott hljómsveit undir stjórn Rafns Hlíðkvist. Einsöngvarar úr kórnum syngja og góðir gestir koma fram, meðal annars Edgar Smári, Olvheðin Jacobsen og Diljá Pétursdóttir. Undanfarin ár höfum við gjarnan fengið stórstjörnur til liðs við okkur en í ár gefum við ungu og efnilegu tónlistarfólki úr okkar röðum tækifæri til þess að njóta sín. Á dagskránni verður blanda af hefðbundnum jólalögum og nýju efni,“ segir Fanny. „Ég vil nota tækifærið og hvetja áhorfendur til að leggja málefninu lið og munu allar upplýsingar birtast á skjánum meðan á tónleikunum stendur,“ bætir hún við. Samkomur alla sunnudaga á ensku, íslensku og spænsku Fíladelfía heldur úti öflugu safnaðarstarfi og alla sunnudaga fara fram samkomur. „Við erum alþjóðleg kirkja og alla sunnudaga, allan ársins hring höldum við samkomur sem sóttar eru af fólki frá öllum heimshornum. Klukkan 11 fer fram samkoma á íslensku, klukkan 14 á ensku og klukkan 16 á spænsku. Þannig verður það einnig á jólunum, á aðfangadag fer fram jólasamkoma klukkan 16.30 þar sem við verðum með túlkun yfir á ensku og spænsku og á jóladag fer samkoma fram á ensku og spænsku klukkan 14 og á íslensku klukkan 16.30,“ segir Fanny og leggur áherslu á að allir séu velkomnir á samkomur kirkjunnar. „Það átta sig ekki allir á því en allt starf í Fíladelfíu er öllum opið. Samkomurnar okkar einkennast af léttri tónlist og eru óformlegri en gengur og gerist og þá hefur Fíladelfía alltaf verið þekkt fyrir öflugt tónlistarlíf og það einkennir starfið. Hingað eru allir velkomnir.“ Nálgast má miða á tónleikana hér. Jól Menning Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
„Við höfum haldið jólatónleikana í áratugi og mörgum finnast þeir ómissandi hluti af aðventunni og jólum. Tónleikarnir hafa þá sérstöðu að allir sem að þeim koma, bæði listamenn og tæknifólk, gefa sína vinnu og allur ágóði tónleikanna rennur óskiptur til góðgerðamála. Yfirskrift tónleikanna er Fyrir þá sem minna mega sín og undanfarin ár höfum við styrkt félög eins og Mæðrastyrksnefnd, Fjölskylduhjálp Íslands og Hjálpræðisherinn svo eitthvað sé nefnt,“ útskýrir Fanny. Tónleikarnir fara fram í hátíðasal Fíladelfíu og kemur kór Fíladelfíu fram auk gesta. „Kórinn okkar telur hátt í 30 manns, blandaður kór fólks á öllum aldri sem endurspeglar vel hvernig kirkjan okkar er. Kórnum til halds og trausts verður mjög flott hljómsveit undir stjórn Rafns Hlíðkvist. Einsöngvarar úr kórnum syngja og góðir gestir koma fram, meðal annars Edgar Smári, Olvheðin Jacobsen og Diljá Pétursdóttir. Undanfarin ár höfum við gjarnan fengið stórstjörnur til liðs við okkur en í ár gefum við ungu og efnilegu tónlistarfólki úr okkar röðum tækifæri til þess að njóta sín. Á dagskránni verður blanda af hefðbundnum jólalögum og nýju efni,“ segir Fanny. „Ég vil nota tækifærið og hvetja áhorfendur til að leggja málefninu lið og munu allar upplýsingar birtast á skjánum meðan á tónleikunum stendur,“ bætir hún við. Samkomur alla sunnudaga á ensku, íslensku og spænsku Fíladelfía heldur úti öflugu safnaðarstarfi og alla sunnudaga fara fram samkomur. „Við erum alþjóðleg kirkja og alla sunnudaga, allan ársins hring höldum við samkomur sem sóttar eru af fólki frá öllum heimshornum. Klukkan 11 fer fram samkoma á íslensku, klukkan 14 á ensku og klukkan 16 á spænsku. Þannig verður það einnig á jólunum, á aðfangadag fer fram jólasamkoma klukkan 16.30 þar sem við verðum með túlkun yfir á ensku og spænsku og á jóladag fer samkoma fram á ensku og spænsku klukkan 14 og á íslensku klukkan 16.30,“ segir Fanny og leggur áherslu á að allir séu velkomnir á samkomur kirkjunnar. „Það átta sig ekki allir á því en allt starf í Fíladelfíu er öllum opið. Samkomurnar okkar einkennast af léttri tónlist og eru óformlegri en gengur og gerist og þá hefur Fíladelfía alltaf verið þekkt fyrir öflugt tónlistarlíf og það einkennir starfið. Hingað eru allir velkomnir.“ Nálgast má miða á tónleikana hér.
Jól Menning Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira