Sport

Djoko­vic snýr aftur til Ástralíu ári eftir að vera vísað úr landi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Djokovic er mættur aftur til Ástralíu.
Djokovic er mættur aftur til Ástralíu. Daniel Pockett/Getty Images

Fyrir rétt rúmlega ári var tenniskappanum Novak Djokovic vísað frá Ástralíu þar sem hann var ekki bólusettur. Ári síðar snýr hann til baka og mun keppa Adelaide International sem og á Opna ástralska í janúar.

Djokovic hefur verið einkar sigursæll í Ástralíu og alls unnið Opna ástralska níu sinnum á ferli sínum. Hann stefndi á tíunda titilinn í janúar 2021 og var mættur til landsins þegar í ljós kom að hann var ekki bólusettur.

Hann var sendur í einangrun og á endanum úr landi. Hann mun snúa til baka eftir áramót og stefnir á þennan tíunda titil. Það yrði hans 22. risatitill á ferlinum.

Adelaide International hefst strax 1. janúar á meðan Opna ástralska hefst 15 dögum síðar í Melbourne. Margir af bestu tennisleikurum heims eru skráðir til leiks á mótinu sem hefst á fyrsta degi ársins 2023.

Ásamt hinum 35 ára gamla Djokovic eru Andy Murray, Daniil Medvedev, Felix Auger-Aliassime og Andrey Rublev skráðir til leiks. Í kvennaflokki eru Ons Jabeur, Aryna Sabalenka, Daria Kasatkina og Veronika Kudermetova allar meðal keppenda.

Með sigri á Opna ástralska mun Djokovic jafna met Rafael Nadal en Spánverjinn hefur unnið 22 risatitla á ferli sinum. Enginn á fleiri í karlaflokki.


Tengdar fréttir

Ástralar vísa Djokovic úr landi

Yfirvöld í Ástralíu hafa tekið þá ákvörðun að fella vegabréfsáritun serbnesku tennisstjörnunnar Novak Djokovic úr gildi öðru sinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.