Umfjöllun, myndir og viðtal: Valur - Kefla­vík 75-100 | Finns-lausir Val­sarar sáu aldrei til sólar

Sverrir Mar Smárason skrifar
KR - Valur. Subway deild karla. Vetur 2022-2023. Körfubolti.
KR - Valur. Subway deild karla. Vetur 2022-2023. Körfubolti. VÍSIR/BÁRA

Valur, topplið Subway-deildar karla í körfubolta, tapaði stórt fyrir Keflavík í einum af tveimur leikjum kvöldsins. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var ekki á hliðarlínunni í kvöld og virtust leikmenn hans ekki vita í hvorn fótinn þeir ættu að stíga í. 

Eftir sex sigurleiki í röð var komið að tapi hjá Valsmönnum sem í kvöld voru án þjálfara síns, Finns Frey, sem er farinn í leyfa frá þjálfun vegna fjölskylduástæðna.

Hörður Axel stýrði gestunum til sigurs. Hér leikur hann á Kára Jónsson.Visir/ Diego

Keflavíkingar komust yfir strax eftir nokkrar mínútur í fyrsta leikhluta og ljóst var að þeir voru mættir mjög einbeittir til leiks á meðan heimamenn voru í miklum erfiðleikum sóknarlega. Á sama tíma var vörn Keflavíkur mjög öflug. Keflavík náðu tveimur góðum áhlaupum undir lok fyrsta leikhluta og kláruðu hann átta stigum yfir 19-27.

Annar leikhluti var að mörgu leyti mjög skrýtinn leikhluti þar sem leikurinn var hraður og hægur til skiptis. Valmenn reyndu að klóra í bakkann í upphafi áður en við fórum inn í 4 mínútur þar sem aðeins voru skoruð 4 stig. Valur komst mest fjórum stigum frá val en Hörður Axel steig þá upp með mikilvæga þrista og Keflvíkingar tóku yfir síðustu tvær mínúturnar til þess að fara með tíu stiga forskot inn í hálfleikinn 39-49.

Í fyrri hálfleiknum hittu Valsmenn aðeins 3 af 13 þristaskotum sínum og Keflavík tók tvöfalt fleiri fráköst. Greinilegt að eitthvað var að í liði Vals í kvöld.

Kristófer Acox með fallega troðslu.Visir/ Diego

Síðari hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri en í upphafi þriðja leikhluta stakk Keflavík af og fór mest tuttugu stigum fram úr áður en Valur rankaði við sér og tókst að gera stöðuna aðeins bærilegri. Staðan þegar liðin hófu lokaleikhlutann 55-72 Keflvíkingum í vil og ekkert sem benti til þess að Valsmenn næðu að koma til baka.

Hjálmar Stefánsson byrjaði leikinn fyrir Val en spilaði aðeins um 8 mínútur, greinilega vegna meiðsla, og það gerði vonir Vals um endurkomu mjög veikar því ekki batnaði varnarleikurinn við það.

Ozren Pavlovic reyndi að hefja einhverskonar endurkomu og skoraði níu stig í röð í byrjun 4. Leikhluta en á sama tíma hrökk Dominykas Milka í gang fyrir Keflavík og skoraði sömuleiðis níu stig. Þegar um tvær mínútur voru eftir á klukkunni og Keflavík tæpum 30 stigum yfir þá fóru liðin að hreyfa bekkina. Lokatölur í sannfærandi sigri Keflavíkur 75-100, gestunum í vil.

Af hverju vann Keflavík?

Þeir voru einhvern vegin bara algjörlega á deginum sínum í Origo Höllinni í kvöld. Vörnin steig varla feilspor, þeir náðu að loka mjög vel á Pablo Bertone og Kára Jónsson mest allan leikinn2, þvinguðu aðra í erfið skot sem Valur var bara ekki að hitta. Keflavíkur liðið vann frákastbaráttuna 48-25 með 15 sóknarfráköst gegn 7. Sóknirnar dundu á Val og svo fór sem fór.

Pablo Bertone fékk ekki mikið rými til þess að athafna sig í sóknarleiknum í kvöld.Visir/ Diego

Hverjir stóðu upp úr?

Dominykas Milka var stigahæstur í leiknum með 22 stig. Hann var einnig með næst flest fráköst eða 10 talsins. Frábær leikur hjá Milka og hann steig alltaf upp þegar Keflavík þurfi á honum að halda.

Dominykas Milka var atkvæðamestur á vellinum með 20 stig og 10 fráköst.Visir/ Diego

Eric Ayala átti flottan leik með 16 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar.

Hörður Axel fór svo fyrir þessu Keflavíkur liði eins og oft áður en hann átti 11 stoðsendingar, skoraði úr öllum þremur þristunum á mikilvægum tímapunktum og endaði með 11 stig.

Hjá Val var Kári Jónsson atkvæðamestur að lokum með 16 stig, 7 stoðsendingar og 4 fráköst.

Hvað gekk illa?

Valsmenn fundu sig engan vegin í dag. Vissu ekki hvernig þeir ættu að snúa sér gegn góðri vörn gestanna. Þegar leið á leikinn urðu þeir örvæntingafullir og maður hugsar að í svona stöðu hefði Finnur Freyr gripið inn í. Ágúst Björgvinsson kom inn í hans stað og hann verður að fá tíma til þess að kynnast leikmönnum og liðinu í heild.

Ágúst Björgvinsson þarf meiri tíma með liðinu.Visir/ Diego

Hvað gerist næst?

Bæði lið erum saman á toppi deildarinnar með Breiðabliki, öll með 12 stig.

Keflavík fær Hött í heimsókn 8. desember á meðan Valur fer í Breiðholtið og spilar við ÍR sama kvöld.


Tengdar fréttir

Finnur útskýrir fjarveru sína

Körfuboltaþjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson hefur nú greint frá ástæðu þess að hann er kominn í leyfi frá störfum sínum hjá Íslandsmeisturum Vals.

Finnur ekki með Val af fjölskylduástæðum

Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals í körfubolta, verður ekki á hliðarlínunni í kvöld þegar liðið tekur á móti Keflavík í stórleik í Subway-deild karla.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.