Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Íslandsmeistarar Stjörnunnar hófu titilvörnina sína í Vesturbænum þegar liðið heimsótti KR í fyrstu umferð Bónus-deildar karla nú í kvöld. Körfubolti 2.10.2025 18:33
„Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Skagamenn unnu frábæran sigur á Þór Þorlákshöfn í fyrstu umferð Bónus deildar karla í kvöld, 102-92. Skagamenn voru að leika sinn fyrsta leik í efstu deild síðan árið 2000. Styrmir Jónasson var frábær í liði skagamanna og leiddi liðið áfram í upphafi síðari hálfleiks. Körfubolti 2.10.2025 22:52
Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Skagamenn eru mættir upp í Bónus deildina eftir 25 ára fjarveru. Þeir tóku á móti Þór Þorlákshöfn í fyrsta leik tímabilsins. Leikurinn fór fram í Íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi og voru það Skagamenn sem fóru gulir og glaðir heim. Körfubolti 2.10.2025 18:33
Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Körfubolti 2.10.2025 18:33
Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Farsælast hefði verið ef leiðir hefðu skilið hjá Þór Þ. og Lárusi Jónssyni eftir síðasta tímabil. Þetta er mat Benedikts Guðmundssonar, sérfræðings Bónus Körfuboltakvölds. Körfubolti 2. október 2025 15:02
Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Benedikt Guðmundsson snýr aftur sem sérfræðingur í Bónus Körfuboltakvöldi í vetur en hann hætti sem þjálfari Tindastóls síðasta vor. Körfubolti 2. október 2025 14:33
Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Í færslu á Facebook svarar Jón Guðmundsson ummælum Rögnvaldar Hreiðarssonar, fyrrverandi dómara og fyrrverandi nefndarmanns í dómaranefnd KKÍ. Jón segist aldrei hafa neitað því að dæma í öðrum deildum en þeim efstu og segist ekki hafa skynjað áhuga hjá dómaranefnd að nýta krafta hans. Körfubolti 1. október 2025 15:23
Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Rögnvaldur Hreiðarsson, fyrrverandi körfuboltadómari og meðlimur í dómaranefnd KKÍ til sextán ára, stakk niður penna á Facebook og tjáði sig gagnrýnina á störf dómaranefndarinnar og svarar dómurunum sem fannst þeir settir til hliðar af henni. Körfubolti 1. október 2025 09:47
Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Nú þegar tveir dagar eru í að nýtt tímabil hefjist í Bónus-deild karla í körfubolta hafa Grindvíkingar greint frá komu Ragnars Arnar Bragasonar sem kemur til félagsins frá Þór Þorlákshöfn. Körfubolti 30. september 2025 12:11
„Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Spjót hafa beinst að KKÍ vegna dómaramála innan sambandsins og gagnrýna bræðurnir Helgi og Sigurður Jónssynir starfsumhverfið sem þeim var boðið upp á. Báðir upplifðu sem svo að þeim hefði verið ýtt til hliðar úr dómarastéttinni. Körfubolti 30. september 2025 08:00
Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Íslandsmeistarar Stjörnunnar lögðu bikarmeistara Vals að velli þegar liðin mættust í Meistarakeppni KKÍ í körfubolta karla í ÞG Verk-höllinni í Ásgarði í Garðabænum í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 90-89 Stjörnunni í vil eftir æsispennandi leik þar sem úrslitin réðust á lokasekúndunni. Körfubolti 28. september 2025 21:14
Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Tindastóll mun enda í efsta sæti Bónus-deildar karla í körfubolta og Njarðvík efst í Bónus-deild kvenna, ef spár þjálfara, fyrirliða og formanna ganga eftir. Nýliðum er spáð falli aftur niður í 1. deild. Körfubolti 26. september 2025 12:49
Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Kynningarfundur Bónus-deild karla og kvenna í körfubolta var í beinni útsendingu á Vísi nú í hádeginu. Þar voru birtar spár um það hvernig mótið mun fara í ár. Körfubolti 26. september 2025 12:02
Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfuknattleikssamband Íslands hefur loks rofið þögnina sem ríkt hefur síðan Davíð Tómas Tómasson sagði frá því hvernig hann hrökklaðist úr starfi. KKÍ segir málefni sem snúa að einstaklingum vera viðkvæm og þykir leitt hvar þetta mál er statt en vill ekki og telur sig ekki geta tjáð sig ítarlegar. Körfubolti 25. september 2025 13:56
Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Helena Sverrisdóttir, leikjahæsta landsliðskona Íslands í körfubolta frá upphafi, hefur nú blandað sér í umræðuna um þá staðreynd að góðir körfuboltadómarar fái ekki að dæma leiki vegna samskipta við dómaranefnd KKÍ. Körfubolti 25. september 2025 08:32
Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Formaður dómaranefndar KKÍ kvaðst ekki getað tjáð sig um mál Davíðs Tómasar Tómassonar eða annarra körfuknattleiksdómara sem hafa hætt störfum fyrir KKÍ. Körfubolti 24. september 2025 14:56
Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Fátt heyrist frá Körfuknattleikssambandi Íslands eftir að dómarar kvörtuðu undan útilokunartilburðum dómaranefndar sambandsins. Sérfræðingur skilur ekki hvers vegna færum aðilum er ýtt til hliðar, vonast eftir lausn á samskiptavandamálum innan sambandsins og krefur það svara. Körfubolti 23. september 2025 23:00
Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Forráðamenn Körfuknattleikssambands Íslands munu ekki tjá sig um dómaramál innan hreyfingarinnar að svo stöddu. Gustað hefur um sambandið eftir viðtöl við Davíð Tómas Tómasson og Jón Guðmundsson á Vísi í dag. Körfubolti 23. september 2025 13:00
Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Jóni Guðmundssyni fannst svörin sem hann fékk frá dómaranefnd KKÍ þegar hann ætlaði að snúa aftur í dómgæslu ekki merkileg. Körfubolti 23. september 2025 11:59
Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Davíð Tómas Tómasson, alþjóðadómari í körfubolta, hefur lagt dómaraflautuna á hilluna þrátt fyrir ungan aldur. Þetta segist hann ekki gera af sjálfdáðum, en hann hefur verið útilokaður frá dómgæsluverkefnum síðastliðið hálft ár. Tilraunir til sátta við dómaranefnd KKÍ hafi ekki skilað árangri og starfskrafta hans ekki óskað á komandi vetri. Hann sé ekki fyrsti dómarinn sem hrökklist úr starfi með þessum hætti en vonast til að vera sá síðasti. Körfubolti 23. september 2025 08:00
„Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Bandaríkjamaðurinn Ade Murkey kom til móts við sitt nýja lið, Álftanes, í Lissabon í gær og þreytir frumraun sína með Álftnesingum í kvöld. Körfubolti 12. september 2025 16:14
Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfuboltamaðurinn Pablo Bertone er á leið til Íslandsmeistara Stjörnunnar. Hann byrjar tímabilið í fimm leikja banni. Körfubolti 11. september 2025 13:33
Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Ade Murkey, fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings í NBA-deildinni, hefur samið við Álftanes og mun leika með liðinu í Bónus deild karla í vetur. Körfubolti 11. september 2025 12:57
Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Njarðvík hefur samið við Brandon Averette, 28 ára gamlan leikstjórnanda frá Bandaríkjunum, fyrir komandi átök í Bónus deild karla í körfubolta. Þjálfarinn Rúnar Ingi Erlingsson segist hafa verið í leit að öðruvísi leikmanni en í fyrra. Körfubolti 8. september 2025 13:42
Valsmenn búnir að finna Kana Bandaríski körfuboltamaðurinn LaDarien Griffin mun leika með Val í Bónus deild karla á næsta tímabili. Körfubolti 5. september 2025 15:22