Sport

Dagskráin í dag: Subway-deild karla, rafíþróttir og golf

Smári Jökull Jónsson skrifar
Dagur Kár Jónsson og félagar hans í KR eiga gríðarlega mikilvægan leik í kvöld þegar liðið mætir ÍR í botnslag í Subway-deildinni.
Dagur Kár Jónsson og félagar hans í KR eiga gríðarlega mikilvægan leik í kvöld þegar liðið mætir ÍR í botnslag í Subway-deildinni.

Eins og venjulega er nóg um að vera á íþróttarásum Stöðvar 2 Sport. Tveir leikir verða í beinni útsendingu í Subway-deild karla og þá verður sýnt frá Ljósleiðaradeildinni í CS:GO.

Stöð 2 Sport

Klukkan 18:05 hefst leikur KR og ÍR í Subway-deild karla en leikurinn er mikilvægur enda bæði lið í botnbaráttu. Klukkan 20:05 verður síðan sýnt beint frá Ólafssal þar sem Haukar taka á móti Tindastól.

Kjartan Atli Kjartansson og félagar fara síðan yfir leiki kvöldsins í Subway Tilþrifunum sem hefjast klukkan 22:00.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 10:00 hefst útsending frá Investec South African mótinu í golfi en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.

Stöð 2 Sport 3

Útsending frá Hero World Challenge á PGA mótaröðinni hefst klukkan 18:30.

Stöð 2 Esport

Ljósleiðaradeildin í CS:GO verður í beinni útsendingu frá klukkan 19:15.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.