Þrír fluttir á bráðamóttöku eftir hnífsstungur á Bankastræti Club Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2022 00:44 Lögreglukonur með sjúkabörur á vettvangi í kvöld. Þrír voru fluttir með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítalans eftir að til átaka kom á skemmtistaðnum Bankastræti Club við samnefnda götu í miðbæ Reykjavíkur á tólfta tímanum í kvöld. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að óskað hafi verið eftir aðstoð um klukkan hálf tólf í kvöld. Þrír sjúkrabílar voru sendir á vettvang og voru þrír fluttir á bráðamóttöku Landspítalans með áverka eftir hnífsstungu. Nokkur fjöldi lögreglumanna mætti á vettvang. Fréttablaðið greindi fyrst frá því að mikill viðbúnaður hefði verið hjá lögreglu við skemmtistaðinn. Haft var eftir sjónarvottum að sérsveitarmenn, sem leggja almennum lögreglumönnum lið þegar grunur leikur á um að aðilar séu vopnaðir, hafi farið inn á skemmtistaðinn. Sjúkrabílar og lögreglubílar voru á svæðinu. Skemmtistaðurinn hafi verið rýmdur, slökkt á tónlistinni og hugað að hinum slösuðu. Vitni lýsa því að einstaklingar sem huldu andlit sitt hafi hlaupið inn á skemmtistaðinn og síðar flúið hann á hlaupum og horfið á brott á bíl. Varðstjóri hjá slökkviliðinu hafði ekki upplýsingar um líðan hinna slösuðu að svo stöddu. Ekki náðist í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við vinnslu fréttarinnar. Bankastræti Club var opnaður í júlí í fyrra af Birgittu Líf Björnsdóttur, markaðsstjóra World Class. Árum saman var skemmtistaðurinn b5 starfræktur í húsnæðinu en nafnið vísar til heimilisfangsins, Bankastrætis 5. Bankastræti Club er aðallega sóttur af fólki á þrítugsaldri. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is. Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Hnífstunguárás á Bankastræti Club Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Sjá meira
Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að óskað hafi verið eftir aðstoð um klukkan hálf tólf í kvöld. Þrír sjúkrabílar voru sendir á vettvang og voru þrír fluttir á bráðamóttöku Landspítalans með áverka eftir hnífsstungu. Nokkur fjöldi lögreglumanna mætti á vettvang. Fréttablaðið greindi fyrst frá því að mikill viðbúnaður hefði verið hjá lögreglu við skemmtistaðinn. Haft var eftir sjónarvottum að sérsveitarmenn, sem leggja almennum lögreglumönnum lið þegar grunur leikur á um að aðilar séu vopnaðir, hafi farið inn á skemmtistaðinn. Sjúkrabílar og lögreglubílar voru á svæðinu. Skemmtistaðurinn hafi verið rýmdur, slökkt á tónlistinni og hugað að hinum slösuðu. Vitni lýsa því að einstaklingar sem huldu andlit sitt hafi hlaupið inn á skemmtistaðinn og síðar flúið hann á hlaupum og horfið á brott á bíl. Varðstjóri hjá slökkviliðinu hafði ekki upplýsingar um líðan hinna slösuðu að svo stöddu. Ekki náðist í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við vinnslu fréttarinnar. Bankastræti Club var opnaður í júlí í fyrra af Birgittu Líf Björnsdóttur, markaðsstjóra World Class. Árum saman var skemmtistaðurinn b5 starfræktur í húsnæðinu en nafnið vísar til heimilisfangsins, Bankastrætis 5. Bankastræti Club er aðallega sóttur af fólki á þrítugsaldri. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is.
Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Hnífstunguárás á Bankastræti Club Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Sjá meira