Tónlist

Bjart­mar mætti ó­raf­magnaður til Bylgjunnar og hefur aldrei verið betri

Tinni Sveinsson skrifar
Bjartmar í miðri sögu
Bjartmar í miðri sögu Rakel Rún

Klukkan 20 í kvöld verða sýndir tónleikar með Bjartmari Guðlaugssyni úr tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. Bjartmar mætir með hljómsveitina Bergrisana og leika þeir á als oddi.

Hægt er að horfa á tónleikana hér á Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi og hlusta á Bylgjunni.

Glæsileg tónleikaröð

Tónleikarnir með Bjartmari eru númer þrjú í röðinni í Bylgjan órafmögnuð þetta árið. Búið er að sýna tónleika með Jóni Jónssyni og Mugison. Hér að neðan má sjá dagskrá tónleikaraðarinnar:

  • 3. nóvember: Jón Jónsson
  • 10. nóvember: Mugison
  • 17. nóvember: Bjartmar Guðlaugs og Bergrisarnir
  • 24. nóvember: Sycamore Tree
  • 1. desember: GDRN og Magnús Jóhann
  • 8. desember: Björgvin Halldórs, Svala og Krummi

Vala Eiríks, dagskrágerðarkona á Bylgjunni, heldur utan um dagskrá og spjallar við tónlistarmennina á sviðinu.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá upptökukvöldinu.

Filippía Ingadóttir og Fransiska Ingadóttir.Rakel Rún
Bjartmar og BergrisarnirRakel Rún
Einar Marteinsson, Guðrún Halldóra og Kristín Gunnarsdóttir.Rakel Rún
Guðmundur og Kristín Halldórsdóttir.Rakel Rún
Vala Eiríks, brosandi að venju.Rakel Rún
Gestir í Bæjarbíói skemmtu sér konunglega.Rakel Rún
Kristín Rannveig Jónsdóttir og Ásdís Inga Magnúsdóttir.Rakel Rún
Bjartmar er engum líkur.Rakel Rún

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×