Hitamet falla um Evrópu Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 15. nóvember 2022 11:20 Hiti hefur mælst yfir meðallagi hérlendis. Vísir/Vilhelm Hlýtt hefur verið í Evrópu á síðustu misserum, hæsti hiti í nóvembermánuði í Finnlandi frá upphafi mældist í Helsinki á dögunum og hafa mikil hlýindi verið í Bretlandi. Hiti hérlendis mælist yfir meðallagi miðað við árstíma. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur greindi frá þessu í Bítinu í morgun en hann segir október hafa verið hlýrri en gengur og gerist. „Hitinn núna þessa dagana er svona sex til átta gráðum yfir meðallagi árstímans, eitthvað svoleiðis. Hann var að mælast ellefu og tólf stig á nokkrum stöðum fyrir norðan í gær,“ segir Einar. Tíðin hafi verið mjög mild frá því um 10. október og ekki sjái fyrir endann á því. „Þetta er ekki bara hér sem þetta hefur verið svona, það voru sett mjög athyglisverð hitamet á meginlandi Evrópu um helgina. Til að mynda aldrei mælst svona hár hiti á Bretlandseyjum þetta seint haustsins eins og gerði, það fór í rúmar tuttugu gráður í Wales,“ segir Einar. Hann nefnir einnig að hitamet hafi fallið í Finnlandi. Hæsti hiti í nóvember frá upphafi hafi mælst hjá veðurathugunarstöð í Helsinki en þar hófust mælingar fyrir árið 1900. Viðtalið við Einar veðurfræðing má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Guardian greindi frá því fyrr í mánuðinum að margar Evrópuþjóðir hefðu upplifað hlýrri októbermánuð en vanalega. Í þeim hópi voru meðal annars Frakkland, Austurríki, Slóvenía og Sviss en í þeim löndum var hitamet slegið. Sænski miðillinn SVT greindi einnig frá því á dögunum að hitamet hefði fallið þar í landi en aldrei hefur hiti mælst jafn hár, jafn seint á árinu. Hitametið féll á þremur stöðum í Svíþjóð þann 12. nóvember síðastliðinn og fór hitinn upp í 16,7 gráður. Á meðan hitamet voru slegin í Evrópu á að hafa snjóað á hálendi Brasilíu í fyrsta skipti á þessum árstíma í hundrað ár og snörp hitalækkun gekk yfir ákveðin svæði í Bandaríkjunum. Sem dæmi má nefna að í Salt Lake City í Utah féll hámarkshitinn úr 25 gráðum þann 21. október niður í sjö gráður þann 19. október. Loftslagsmál Bandaríkin Bretland Finnland Svíþjóð Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur greindi frá þessu í Bítinu í morgun en hann segir október hafa verið hlýrri en gengur og gerist. „Hitinn núna þessa dagana er svona sex til átta gráðum yfir meðallagi árstímans, eitthvað svoleiðis. Hann var að mælast ellefu og tólf stig á nokkrum stöðum fyrir norðan í gær,“ segir Einar. Tíðin hafi verið mjög mild frá því um 10. október og ekki sjái fyrir endann á því. „Þetta er ekki bara hér sem þetta hefur verið svona, það voru sett mjög athyglisverð hitamet á meginlandi Evrópu um helgina. Til að mynda aldrei mælst svona hár hiti á Bretlandseyjum þetta seint haustsins eins og gerði, það fór í rúmar tuttugu gráður í Wales,“ segir Einar. Hann nefnir einnig að hitamet hafi fallið í Finnlandi. Hæsti hiti í nóvember frá upphafi hafi mælst hjá veðurathugunarstöð í Helsinki en þar hófust mælingar fyrir árið 1900. Viðtalið við Einar veðurfræðing má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Guardian greindi frá því fyrr í mánuðinum að margar Evrópuþjóðir hefðu upplifað hlýrri októbermánuð en vanalega. Í þeim hópi voru meðal annars Frakkland, Austurríki, Slóvenía og Sviss en í þeim löndum var hitamet slegið. Sænski miðillinn SVT greindi einnig frá því á dögunum að hitamet hefði fallið þar í landi en aldrei hefur hiti mælst jafn hár, jafn seint á árinu. Hitametið féll á þremur stöðum í Svíþjóð þann 12. nóvember síðastliðinn og fór hitinn upp í 16,7 gráður. Á meðan hitamet voru slegin í Evrópu á að hafa snjóað á hálendi Brasilíu í fyrsta skipti á þessum árstíma í hundrað ár og snörp hitalækkun gekk yfir ákveðin svæði í Bandaríkjunum. Sem dæmi má nefna að í Salt Lake City í Utah féll hámarkshitinn úr 25 gráðum þann 21. október niður í sjö gráður þann 19. október.
Loftslagsmál Bandaríkin Bretland Finnland Svíþjóð Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira