Margrét Lára segist aldrei hafa verið kvödd eða fengið að þakka fyrir sig Smári Jökull Jónsson skrifar 6. nóvember 2022 23:30 Margrét Lára Viðarsdóttir tekur undir gagnrýni Dagnýjar Brynjarsdóttur vegna veitingu viðurkenninga hjá Knattspyrnusambandinu og segist sjálf aldrei hafa verið kvödd. Stöð 2 Sport Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu, tekur við boltanum af Dagnýju Brynjarsdóttur í umræðu um Knattspyrnusamband Íslands. Hún segist aldrei hafa verið kvödd eða fengið tækifæri til að þakka stuðningsmönnum landsliðsins. Dagný Brynjarsdóttir birti í dag færslu á Instagram þar sem hún gagnrýnir KSÍ fyrir skort á veitingu viðurkenninga til hennar og Glódísar Perlu Viggósdóttur í tilefni af því að þær hafa leikið 100 landsleiki fyrir Íslands hönd. Dagný birti mynd af Aroni Einari Gunnarssyni fyrirliða karlalandsliðsins en hann fékk veitta viðurkenningu eftir leik Íslands og Sádi Arabíu í dag en það var hans hundraðasti landsleikur. Dagný og Glódís Perla léku sína hundruðustu landsleiki í apríl en hafa enn engar viðurkenningar fengið. „Við Glódís Perla erum enn að bíða eftir okkar 100 leikja treyju síðan í apríl. Litlu hlutirnir í þessari blessuðu baráttu alla daga,“ skrifaði Dagný. Nú hefur Margrét Lára Viðarsdóttir einnig birt færslu en hún er markahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi og lék sinn síðasta landsleik 8.september 2019. Margrét Lára segir að hún hafi spilað með öllum landsliðum Íslands frá 14 ára aldri eða í átján ár en aldrei verið kvödd né fengið tækifæri til að þakka stuðningsmönnum landsliðsins fyrir sig. „Ætli sé verið að bíða eftir að ég taki fram skóna aftur?, spyr Margrét Lára og bætir við að henni finnist frábært að strákarnir fái vðurkenningar. „Plís ekki hætta því, gerum bara betur við ALLA“ Færslu Margrétar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Fleiri fréttir Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir birti í dag færslu á Instagram þar sem hún gagnrýnir KSÍ fyrir skort á veitingu viðurkenninga til hennar og Glódísar Perlu Viggósdóttur í tilefni af því að þær hafa leikið 100 landsleiki fyrir Íslands hönd. Dagný birti mynd af Aroni Einari Gunnarssyni fyrirliða karlalandsliðsins en hann fékk veitta viðurkenningu eftir leik Íslands og Sádi Arabíu í dag en það var hans hundraðasti landsleikur. Dagný og Glódís Perla léku sína hundruðustu landsleiki í apríl en hafa enn engar viðurkenningar fengið. „Við Glódís Perla erum enn að bíða eftir okkar 100 leikja treyju síðan í apríl. Litlu hlutirnir í þessari blessuðu baráttu alla daga,“ skrifaði Dagný. Nú hefur Margrét Lára Viðarsdóttir einnig birt færslu en hún er markahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi og lék sinn síðasta landsleik 8.september 2019. Margrét Lára segir að hún hafi spilað með öllum landsliðum Íslands frá 14 ára aldri eða í átján ár en aldrei verið kvödd né fengið tækifæri til að þakka stuðningsmönnum landsliðsins fyrir sig. „Ætli sé verið að bíða eftir að ég taki fram skóna aftur?, spyr Margrét Lára og bætir við að henni finnist frábært að strákarnir fái vðurkenningar. „Plís ekki hætta því, gerum bara betur við ALLA“ Færslu Margrétar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.
KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Fleiri fréttir Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Sjá meira