„Frammistaða sem gerir þjálfara gráhærða“ Andri Már Eggertsson skrifar 3. nóvember 2022 21:35 Finnur Freyr Stefánsson var ánægður með stigin tvö en fannst margt vanta upp á frammistöðuna Vísir/Hulda Margrét Valur vann átta stiga sigur á Þór Þorlákshöfn 105-97. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn en hefði viljað sjá betri varnarleik. „Við unnum og vorum betri. Þetta var týpísk frammistaða sem gerir okkur þjálfarana gráhærða við áttum mörg góð augnablik sóknarlega en þetta var lang lélegasti leikurinn okkar varnarlega í þessum fyrri hluta móts,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson í viðtali eftir leik. Finnur Freyr var ánægður með sóknarleikinn í fyrri hálfleik þar sem Valur gerði 61 stig og Valur var ellefu stigum yfir í hálfleik. „Þetta var borðtennis fyrri hálfleikur sem hefur ekki verið okkar stíll og ég kann ekki vel við hann. Við gáfum allt of mikið af auðveldum körfum. Eftir leik er ég ekkert sáttur og þetta er svipuð tilfinning og gegn Grindavík þar sem við spiluðum ömurlegan sóknarleik en fínan varnarleik.“ „Ég kann alltaf betur að meta góðan varnarleik og lélegan sóknarleik frekar en öfugt. Það hefur verið mín reynsla. Það er frí framundan og það hefur verið rosaleg keyrsla á okkur. Þetta var áttundi leikurinn sem við spilum á tæplega fjórum vikum einhverjir hafa orðið fyrir smá meiðslum og mögulega var fríið komið í hausinn á mönnum,“ sagði Finnur Freyr aðspurður hvort hann vildi frekar spila góða vörn og lélega sókn eða öfugt. Finnur Freyr hrósaði Þór Þorlákshöfn og Lárusi Jónssyni, þjálfara Þórs Þorlákshafnar, þar sem gestirnir spiluðu vel í fjórða leikhluta. „Ég er hrifinn af þessum breytingum hjá Lárusi mér fannst þetta vera líkari því sem hefur einkennt hans lið í gegnum tíðina með Vincent síðan komu Davíð Arnar og Emil Karel með kraft í fjórða leikhluta,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson að lokum. Valur Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Fleiri fréttir Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjá meira
„Við unnum og vorum betri. Þetta var týpísk frammistaða sem gerir okkur þjálfarana gráhærða við áttum mörg góð augnablik sóknarlega en þetta var lang lélegasti leikurinn okkar varnarlega í þessum fyrri hluta móts,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson í viðtali eftir leik. Finnur Freyr var ánægður með sóknarleikinn í fyrri hálfleik þar sem Valur gerði 61 stig og Valur var ellefu stigum yfir í hálfleik. „Þetta var borðtennis fyrri hálfleikur sem hefur ekki verið okkar stíll og ég kann ekki vel við hann. Við gáfum allt of mikið af auðveldum körfum. Eftir leik er ég ekkert sáttur og þetta er svipuð tilfinning og gegn Grindavík þar sem við spiluðum ömurlegan sóknarleik en fínan varnarleik.“ „Ég kann alltaf betur að meta góðan varnarleik og lélegan sóknarleik frekar en öfugt. Það hefur verið mín reynsla. Það er frí framundan og það hefur verið rosaleg keyrsla á okkur. Þetta var áttundi leikurinn sem við spilum á tæplega fjórum vikum einhverjir hafa orðið fyrir smá meiðslum og mögulega var fríið komið í hausinn á mönnum,“ sagði Finnur Freyr aðspurður hvort hann vildi frekar spila góða vörn og lélega sókn eða öfugt. Finnur Freyr hrósaði Þór Þorlákshöfn og Lárusi Jónssyni, þjálfara Þórs Þorlákshafnar, þar sem gestirnir spiluðu vel í fjórða leikhluta. „Ég er hrifinn af þessum breytingum hjá Lárusi mér fannst þetta vera líkari því sem hefur einkennt hans lið í gegnum tíðina með Vincent síðan komu Davíð Arnar og Emil Karel með kraft í fjórða leikhluta,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson að lokum.
Valur Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Fleiri fréttir Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjá meira