Eigandi Dallas Cowboys í vandræðum vegna hrekkjavökubúnings Smári Jökull Jónsson skrifar 2. nóvember 2022 20:45 Jerry Jones er í veseni og það ekki í fyrsta sinn. Getty/Tom Pennington Jerry Jones, hinn litríki eigandi Dallas Cowboys, gæti átt von á sekt frá forsvarsmönnum NFL deildarinnar. Búningur sem hann klæddist á hrekkjavökunni hefur valdið töluverðu fjaðrafoki. Jerry Jones hefur verið eigandi Cowboys liðsins síðan 1989 og haldið utan um taumana föstum höndum síðan þá. Jones er grjótharður viðskiptamaður og á stóran þátt í því að allt frá árinu 2016 hefur Dallas Cowboys verið í efsta sæti á lista Forbes yfir verðmætustu íþróttalið í heimi. Hinn áttræði Jones gæti hins vegar verið í vandræðum. Á hrekkjavökunni, sem haldin var hátíðleg í Bandaríkjunum og víðar um heim á sunnudag, ákvað hann að mæta klæddur sem blindur dómari. Cowboys owner Jerry Jones with the epic troll Halloween costume. A blind ref.Hope @nfl has a sense of humor pic.twitter.com/WkZyjmDj1J— Clarence Hill Jr (@clarencehilljr) October 30, 2022 Þetta vakti ekki mikla lukku hjá forsvarsmönnum deildarinnar. Deildin hefur stundum verið uppnefnd „No Fun League“ þar sem reglur þykja í sumum tilvikum strangar. Ein þessara reglna er frá árinu 2019 og snýr að því að ekki er leyfilegt að tjá sig á neikvæðan hátt um dómara í deildinni á samfélagsmiðlum. Myndin af Jones birtist á Twitter reikningi frænku hans en sjálfur virðist Jones ekki hafa miklar áhyggjur af því að þetta uppátæki hans muni draga dilk á eftir sér. „Ég var með stafinn og allt saman. Ég beindi honum að fólki,“ sagði Jones í samtali við Sports Illustrated og á þar við blindrastafinn sem hann sést með á myndinni. Steven Jones, sonur Jerry og varaforseti Cowboys, vonast til þess að forsvarsmenn deildarinnar og dómararnir sjái það broslega í þessu öllu saman. „Þeir eru að sinna erfiðu starfi. Ég vona að þeir skilji að það er hægt að grínast með þetta. Ég get ekki ímyndað mér annað en að þeir viti að af hálfu Dallas Cowboys er borin virðing fyrir því hversu erfitt starf þeirra er og hversu vel þeir standa sig,“ sagði Jones yngri í samtali við The K&C Masterpiece. Cowboys hafa farið vel af stað í NFL deildinni og eru með sex sigra eftir átta leiki. Forsvarsmenn deildarinnar hafa ekki tjáð sig um mögulega refsingu vegna uppátækis Jones. NFL Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Alexander vann tvo leggi gegn Littler Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Sanchez sleppt úr haldi Mun Zidane taka við af Deschamps? Hilmar skoraði 11 stig í sigri Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Sjá meira
Jerry Jones hefur verið eigandi Cowboys liðsins síðan 1989 og haldið utan um taumana föstum höndum síðan þá. Jones er grjótharður viðskiptamaður og á stóran þátt í því að allt frá árinu 2016 hefur Dallas Cowboys verið í efsta sæti á lista Forbes yfir verðmætustu íþróttalið í heimi. Hinn áttræði Jones gæti hins vegar verið í vandræðum. Á hrekkjavökunni, sem haldin var hátíðleg í Bandaríkjunum og víðar um heim á sunnudag, ákvað hann að mæta klæddur sem blindur dómari. Cowboys owner Jerry Jones with the epic troll Halloween costume. A blind ref.Hope @nfl has a sense of humor pic.twitter.com/WkZyjmDj1J— Clarence Hill Jr (@clarencehilljr) October 30, 2022 Þetta vakti ekki mikla lukku hjá forsvarsmönnum deildarinnar. Deildin hefur stundum verið uppnefnd „No Fun League“ þar sem reglur þykja í sumum tilvikum strangar. Ein þessara reglna er frá árinu 2019 og snýr að því að ekki er leyfilegt að tjá sig á neikvæðan hátt um dómara í deildinni á samfélagsmiðlum. Myndin af Jones birtist á Twitter reikningi frænku hans en sjálfur virðist Jones ekki hafa miklar áhyggjur af því að þetta uppátæki hans muni draga dilk á eftir sér. „Ég var með stafinn og allt saman. Ég beindi honum að fólki,“ sagði Jones í samtali við Sports Illustrated og á þar við blindrastafinn sem hann sést með á myndinni. Steven Jones, sonur Jerry og varaforseti Cowboys, vonast til þess að forsvarsmenn deildarinnar og dómararnir sjái það broslega í þessu öllu saman. „Þeir eru að sinna erfiðu starfi. Ég vona að þeir skilji að það er hægt að grínast með þetta. Ég get ekki ímyndað mér annað en að þeir viti að af hálfu Dallas Cowboys er borin virðing fyrir því hversu erfitt starf þeirra er og hversu vel þeir standa sig,“ sagði Jones yngri í samtali við The K&C Masterpiece. Cowboys hafa farið vel af stað í NFL deildinni og eru með sex sigra eftir átta leiki. Forsvarsmenn deildarinnar hafa ekki tjáð sig um mögulega refsingu vegna uppátækis Jones.
NFL Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Alexander vann tvo leggi gegn Littler Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Sanchez sleppt úr haldi Mun Zidane taka við af Deschamps? Hilmar skoraði 11 stig í sigri Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Sjá meira