Útilokar ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og setur velferðarkerfið í fyrsta sæti Ellen Geirsdóttir Håkansson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 29. október 2022 20:27 Kristrún fór með stefnuræðu sína í dag. Stöð 2 Algjör endurnýjun varð á forystu Samfylkingarinnar á Landsfundi flokksins um helgina. Nýr formaður boðar endurreisn velferðarkerfisins og breytingar í flokknum. Hún svarar því ekki beint hvort hún útiloki ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum, en fór þó hörðum orðum um hann í stefnuræðu. Fréttamaður okkar Berghildur Erla náði tali af Kristrúnu Frostadóttur, nýjan formann Samfylkingarinnar fyrr í dag og spurði hana spjörunum úr um innihald stefnuræðu hennar. „Það liggur alveg fyrir hvar okkar pólitík liggur í þessum efnum“ - Þú gagnrýnir stefnu Sjálfstæðisflokksins í þinni ræðu, ertu með þessu að útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn komist Samfylkingin til valda? „Nú er auðvitað bara komin ný forusta í Samfylkinguna og við viljum vera skýr á hvar okkar megin línur liggja, sem eru í þessum stóru velferðarmálum og þar erum við mjög skýr. Við höfum auðvitað verið á öndverðu meiði við Sjálfstæðisflokkinn þegar kemur að grundvallaratriðum þarna og sérstaklega þegar kemur að fjármögnun á þessum verkefnum. Það er auðvitað langur tími í kosningar og þetta er eitthvað sem þarf bara að ræða inni í flokknum og ræða inni í stjórn flokksins þegar að því kemur en það liggur alveg fyrir hvar okkar pólitík liggur í þessum efnum,“ svarar Kristrún. - Þú segir „það liggur alveg fyrir“ en þú ert ekki að útiloka það að Samfylkingin starfi með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn? „Ég held það sé klárt mál að það þarf að koma inn nýtt blóð í fjármálaráðuneytið, það liggur alveg fyrir. Við getum ekki eftirlátið Sjálfstæðisflokknum að stýra fjármálaráðuneytinu, þau hafa ægivald yfir öllum velferðarmálum þjóðarinnar í þessu samhengi. Þetta er eins og ég segi eitthvað sem við þurfum bara að ræða í aðdraganda kosninga hjá okkur, við munum ekkert gefa afslátt á okkar lykilmálum sem er full fjármögnun á þessum velferðarmálum og efnahagsstefna sem stendur undir velferðarsamfélagi,“ svarar Kristrún. Stutta umfjöllun um stefnuæðu Kristrúnar má sjá hér að neðan. Í ræðu sinni nefndi Kristrún að búið væri að taka 50 milljarða úr velferðarkerfinu. Aðspurð hvernig flokkurinn ætli að breyta þessu í ljósi áherslna á velferðarkerfið segir Kristrún flokkinn leggja áhersla á að efnahagsmálastefnan standi undir velferðarkerfinu. Kerfið verði sett í fyrsta sæti. „Við viljum ekki að fólk sé hólfað af, að fólk sé í rauninni bara í sér og sínu og á sama tíma brotni niður velferðarkerfið og byggist upp tvöfalt kerfi. Það er ekki það sem að fólkið vill miðað við þau samtöl sem við höfum átt allt í kringum landið, það vill ekki búa í tvöföldu samfélagi, að það sé rekið hérna tvöfalt heilbrigðiskerfi. Það þarf auðvitað bara að endurskoða tekjustofna, þetta snýr auðvitað líka að auðlindum okkar og hvernig við förum í sanngjarna almenna skattheimtu í landinu. Það er heilmikið sem hægt er að gera í forgangsröðun til þess að setja velferðina í fyrsta sæti og það er það sem við viljum gera,“ svarar Kristrún. „Mæta fílefld til verks“ Hún kveðst ánægð með fólkið sem kosið hafi verið í forystu Samfylkingarinnar. Þegar Kristrún er spurð út í stefnu sína gagnvart Evrópusambandinu segir hún mikilvægt að forgangsraða og sameina jafnaðarfólk utan um kjarna húsnæðismála, heilbrigðismála og innviðauppbyggingu áður en farið er í umræðu um Evrrópusambandið. Sambandið sé þó enn á stefnu flokksins. Þegar Kristrún er spurð hvort hún haldi að núverandi ríkisstjórn lifi næstu þrjú árin segist hún ekki geta sagt til um það. Margt geti komið upp á næstu þremur árum en það breyti því ekki að mikið verk sé að vinna hjá Samfylkingunni. „Ef að þetta verða þrjú ár, þá munum við nýta þennan tíma vel og mæta fílefld til verks,“ segir Kristrún að lokum. Samfylkingin Evrópusambandið Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Fréttamaður okkar Berghildur Erla náði tali af Kristrúnu Frostadóttur, nýjan formann Samfylkingarinnar fyrr í dag og spurði hana spjörunum úr um innihald stefnuræðu hennar. „Það liggur alveg fyrir hvar okkar pólitík liggur í þessum efnum“ - Þú gagnrýnir stefnu Sjálfstæðisflokksins í þinni ræðu, ertu með þessu að útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn komist Samfylkingin til valda? „Nú er auðvitað bara komin ný forusta í Samfylkinguna og við viljum vera skýr á hvar okkar megin línur liggja, sem eru í þessum stóru velferðarmálum og þar erum við mjög skýr. Við höfum auðvitað verið á öndverðu meiði við Sjálfstæðisflokkinn þegar kemur að grundvallaratriðum þarna og sérstaklega þegar kemur að fjármögnun á þessum verkefnum. Það er auðvitað langur tími í kosningar og þetta er eitthvað sem þarf bara að ræða inni í flokknum og ræða inni í stjórn flokksins þegar að því kemur en það liggur alveg fyrir hvar okkar pólitík liggur í þessum efnum,“ svarar Kristrún. - Þú segir „það liggur alveg fyrir“ en þú ert ekki að útiloka það að Samfylkingin starfi með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn? „Ég held það sé klárt mál að það þarf að koma inn nýtt blóð í fjármálaráðuneytið, það liggur alveg fyrir. Við getum ekki eftirlátið Sjálfstæðisflokknum að stýra fjármálaráðuneytinu, þau hafa ægivald yfir öllum velferðarmálum þjóðarinnar í þessu samhengi. Þetta er eins og ég segi eitthvað sem við þurfum bara að ræða í aðdraganda kosninga hjá okkur, við munum ekkert gefa afslátt á okkar lykilmálum sem er full fjármögnun á þessum velferðarmálum og efnahagsstefna sem stendur undir velferðarsamfélagi,“ svarar Kristrún. Stutta umfjöllun um stefnuæðu Kristrúnar má sjá hér að neðan. Í ræðu sinni nefndi Kristrún að búið væri að taka 50 milljarða úr velferðarkerfinu. Aðspurð hvernig flokkurinn ætli að breyta þessu í ljósi áherslna á velferðarkerfið segir Kristrún flokkinn leggja áhersla á að efnahagsmálastefnan standi undir velferðarkerfinu. Kerfið verði sett í fyrsta sæti. „Við viljum ekki að fólk sé hólfað af, að fólk sé í rauninni bara í sér og sínu og á sama tíma brotni niður velferðarkerfið og byggist upp tvöfalt kerfi. Það er ekki það sem að fólkið vill miðað við þau samtöl sem við höfum átt allt í kringum landið, það vill ekki búa í tvöföldu samfélagi, að það sé rekið hérna tvöfalt heilbrigðiskerfi. Það þarf auðvitað bara að endurskoða tekjustofna, þetta snýr auðvitað líka að auðlindum okkar og hvernig við förum í sanngjarna almenna skattheimtu í landinu. Það er heilmikið sem hægt er að gera í forgangsröðun til þess að setja velferðina í fyrsta sæti og það er það sem við viljum gera,“ svarar Kristrún. „Mæta fílefld til verks“ Hún kveðst ánægð með fólkið sem kosið hafi verið í forystu Samfylkingarinnar. Þegar Kristrún er spurð út í stefnu sína gagnvart Evrópusambandinu segir hún mikilvægt að forgangsraða og sameina jafnaðarfólk utan um kjarna húsnæðismála, heilbrigðismála og innviðauppbyggingu áður en farið er í umræðu um Evrrópusambandið. Sambandið sé þó enn á stefnu flokksins. Þegar Kristrún er spurð hvort hún haldi að núverandi ríkisstjórn lifi næstu þrjú árin segist hún ekki geta sagt til um það. Margt geti komið upp á næstu þremur árum en það breyti því ekki að mikið verk sé að vinna hjá Samfylkingunni. „Ef að þetta verða þrjú ár, þá munum við nýta þennan tíma vel og mæta fílefld til verks,“ segir Kristrún að lokum.
Samfylkingin Evrópusambandið Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira