Webb endurgerði frægustu mynd Hubble Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2022 15:43 Stöplar sköpunarinnar eins og þeir komu fyrir sjónir James Webb-geimsjónaukans. NASA, ESA, CSA, STScI; J. DePasquale, A. Koekemoer, A. Pagan (ST Hluti Arnarþokunnar sem hlaut nafnið Stöplar sköpunarinnar þegar Hubble-geimsjónaukinn gerði hann frægan fyrir meira en aldarfjórðungi er skarpari en nokkru sinni fyrr á mynd sem James Webb-geimsjónaukinn, arftaki Hubble, náði. Mynd Hubble af Stöplunum vakti heimsathygli þegar hún var fyrst birt árið 1995. Þeir eru hlutfallslega litlir angar af Arnarþokunni í um 6.500 ljósara fjarlægð frá jörðinni og voru kenndir við sköpun vegna þess að í gasskýinu eru að myndast nýjar stjörnur og sólkerfi. Stöplarnir eru engu að síður risavaxnir, fleiri ljósár að lengd, og eru upplýstir af sterku útfjólubláu ljósi sem tröllvaxnar stjörnur í nærliggjandi stjörnuþyrpingu gefa frá sér, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Ó mæ vá! Ný mynd af Stöplum sköpunarinnar í Arnarþokunni með gullauga Webb geimsjónaukans. Þarna er fæðast stjörnur í 6500 ljósára fjarlægð frá okkur. Hver stöpull geymir nokkur sólkerfi í mótun. Sterkir vindar og geislun móta skýið.Finnst ykkur þetta ekki gullfallegt? pic.twitter.com/0YwPoouJTI— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) October 19, 2022 Geimstofnanirnar þrjár sem standa að James Webb-sjónaukanum birtu mynd hans af Stöplum sköpunarinnar í dag. Ólíkt Hubble sem er fyrst og fremst næmur fyrir sýnilegu ljósi drakk James Webb í sig nærinnrautt ljós stjörnuþokunnar. Á henni sést aragrúi stjarna innan um hálfgegnsætt gas og ryk stöplanna. Þar sjást meðal annars rauðleitar frumstjörnur þar sem gasið hefur þést nægilega undan eigin þyngdarkrafti til þess að það byrji að hitna og skína. Í tilkynningu á vef evrópsku geimstofnunarinnar ESA kemur fram að nýja myndin muni hjálpa stjörnufræðingum að fága líkön sín um stjörnumyndun þar sem þeir geta nú talið stjörnurnar og mælt magn gass og ryks með meiri nákvæmni en áður. Stöplar sköpunarinnar í Arnarþokunni, ein frægasta ljósmynd Hubble.VÍSIR/ESA Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Makar Bandaríkjamanna hanteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Sjá meira
Mynd Hubble af Stöplunum vakti heimsathygli þegar hún var fyrst birt árið 1995. Þeir eru hlutfallslega litlir angar af Arnarþokunni í um 6.500 ljósara fjarlægð frá jörðinni og voru kenndir við sköpun vegna þess að í gasskýinu eru að myndast nýjar stjörnur og sólkerfi. Stöplarnir eru engu að síður risavaxnir, fleiri ljósár að lengd, og eru upplýstir af sterku útfjólubláu ljósi sem tröllvaxnar stjörnur í nærliggjandi stjörnuþyrpingu gefa frá sér, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Ó mæ vá! Ný mynd af Stöplum sköpunarinnar í Arnarþokunni með gullauga Webb geimsjónaukans. Þarna er fæðast stjörnur í 6500 ljósára fjarlægð frá okkur. Hver stöpull geymir nokkur sólkerfi í mótun. Sterkir vindar og geislun móta skýið.Finnst ykkur þetta ekki gullfallegt? pic.twitter.com/0YwPoouJTI— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) October 19, 2022 Geimstofnanirnar þrjár sem standa að James Webb-sjónaukanum birtu mynd hans af Stöplum sköpunarinnar í dag. Ólíkt Hubble sem er fyrst og fremst næmur fyrir sýnilegu ljósi drakk James Webb í sig nærinnrautt ljós stjörnuþokunnar. Á henni sést aragrúi stjarna innan um hálfgegnsætt gas og ryk stöplanna. Þar sjást meðal annars rauðleitar frumstjörnur þar sem gasið hefur þést nægilega undan eigin þyngdarkrafti til þess að það byrji að hitna og skína. Í tilkynningu á vef evrópsku geimstofnunarinnar ESA kemur fram að nýja myndin muni hjálpa stjörnufræðingum að fága líkön sín um stjörnumyndun þar sem þeir geta nú talið stjörnurnar og mælt magn gass og ryks með meiri nákvæmni en áður. Stöplar sköpunarinnar í Arnarþokunni, ein frægasta ljósmynd Hubble.VÍSIR/ESA
Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Makar Bandaríkjamanna hanteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent