Webb endurgerði frægustu mynd Hubble Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2022 15:43 Stöplar sköpunarinnar eins og þeir komu fyrir sjónir James Webb-geimsjónaukans. NASA, ESA, CSA, STScI; J. DePasquale, A. Koekemoer, A. Pagan (ST Hluti Arnarþokunnar sem hlaut nafnið Stöplar sköpunarinnar þegar Hubble-geimsjónaukinn gerði hann frægan fyrir meira en aldarfjórðungi er skarpari en nokkru sinni fyrr á mynd sem James Webb-geimsjónaukinn, arftaki Hubble, náði. Mynd Hubble af Stöplunum vakti heimsathygli þegar hún var fyrst birt árið 1995. Þeir eru hlutfallslega litlir angar af Arnarþokunni í um 6.500 ljósara fjarlægð frá jörðinni og voru kenndir við sköpun vegna þess að í gasskýinu eru að myndast nýjar stjörnur og sólkerfi. Stöplarnir eru engu að síður risavaxnir, fleiri ljósár að lengd, og eru upplýstir af sterku útfjólubláu ljósi sem tröllvaxnar stjörnur í nærliggjandi stjörnuþyrpingu gefa frá sér, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Ó mæ vá! Ný mynd af Stöplum sköpunarinnar í Arnarþokunni með gullauga Webb geimsjónaukans. Þarna er fæðast stjörnur í 6500 ljósára fjarlægð frá okkur. Hver stöpull geymir nokkur sólkerfi í mótun. Sterkir vindar og geislun móta skýið.Finnst ykkur þetta ekki gullfallegt? pic.twitter.com/0YwPoouJTI— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) October 19, 2022 Geimstofnanirnar þrjár sem standa að James Webb-sjónaukanum birtu mynd hans af Stöplum sköpunarinnar í dag. Ólíkt Hubble sem er fyrst og fremst næmur fyrir sýnilegu ljósi drakk James Webb í sig nærinnrautt ljós stjörnuþokunnar. Á henni sést aragrúi stjarna innan um hálfgegnsætt gas og ryk stöplanna. Þar sjást meðal annars rauðleitar frumstjörnur þar sem gasið hefur þést nægilega undan eigin þyngdarkrafti til þess að það byrji að hitna og skína. Í tilkynningu á vef evrópsku geimstofnunarinnar ESA kemur fram að nýja myndin muni hjálpa stjörnufræðingum að fága líkön sín um stjörnumyndun þar sem þeir geta nú talið stjörnurnar og mælt magn gass og ryks með meiri nákvæmni en áður. Stöplar sköpunarinnar í Arnarþokunni, ein frægasta ljósmynd Hubble.VÍSIR/ESA Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Sjá meira
Mynd Hubble af Stöplunum vakti heimsathygli þegar hún var fyrst birt árið 1995. Þeir eru hlutfallslega litlir angar af Arnarþokunni í um 6.500 ljósara fjarlægð frá jörðinni og voru kenndir við sköpun vegna þess að í gasskýinu eru að myndast nýjar stjörnur og sólkerfi. Stöplarnir eru engu að síður risavaxnir, fleiri ljósár að lengd, og eru upplýstir af sterku útfjólubláu ljósi sem tröllvaxnar stjörnur í nærliggjandi stjörnuþyrpingu gefa frá sér, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Ó mæ vá! Ný mynd af Stöplum sköpunarinnar í Arnarþokunni með gullauga Webb geimsjónaukans. Þarna er fæðast stjörnur í 6500 ljósára fjarlægð frá okkur. Hver stöpull geymir nokkur sólkerfi í mótun. Sterkir vindar og geislun móta skýið.Finnst ykkur þetta ekki gullfallegt? pic.twitter.com/0YwPoouJTI— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) October 19, 2022 Geimstofnanirnar þrjár sem standa að James Webb-sjónaukanum birtu mynd hans af Stöplum sköpunarinnar í dag. Ólíkt Hubble sem er fyrst og fremst næmur fyrir sýnilegu ljósi drakk James Webb í sig nærinnrautt ljós stjörnuþokunnar. Á henni sést aragrúi stjarna innan um hálfgegnsætt gas og ryk stöplanna. Þar sjást meðal annars rauðleitar frumstjörnur þar sem gasið hefur þést nægilega undan eigin þyngdarkrafti til þess að það byrji að hitna og skína. Í tilkynningu á vef evrópsku geimstofnunarinnar ESA kemur fram að nýja myndin muni hjálpa stjörnufræðingum að fága líkön sín um stjörnumyndun þar sem þeir geta nú talið stjörnurnar og mælt magn gass og ryks með meiri nákvæmni en áður. Stöplar sköpunarinnar í Arnarþokunni, ein frægasta ljósmynd Hubble.VÍSIR/ESA
Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Sjá meira