Sport

OJ Simpson ósáttur við dómgæsluna: „Fáir sem hafa meiri reynslu af réttarkerfinu“

Valur Páll Eiríksson skrifar
OJ Simpson er ósáttur við dómgæsluna í NFL-deildinni.
OJ Simpson er ósáttur við dómgæsluna í NFL-deildinni. Getty/Pool

Dómgæslan í NFL-deildinni í amerískum fótbolta vestanhafs hefur verið milli tannana á fólki í upphafi tímabils og þykir í einhverjum tilfellum full ströng. Sérstaklega vakti dómur gegn Chris Jones úr Kansas City Chiefs í síðustu umferð athygli.

Jones var metinn hafa brotið óþarflega harkalega (e. roughing the passer) á Derek Carr, leikstjórnanda Las Vegas Raiders, á aðfaranótt mánudags en Kansas City vann leikinn xxxx

„Þetta kallast tækling. Þetta er bara eðlileg tækling,“ segir Henry Birgir Gunnarsson í Lokasókninni. „Það er nákvæmlega ekkert á þetta,“ tekur Magnús Peran undir.

„Hvað á Chris Jones að gera annað? Gæjinn er 220 kíló af hreinu kjöti, á hann að geta sett í handbremsu og beygt frá? Nei, eðlisfræðin mælir á móti því,“ segir Henry jafnframt.

Klippa: Lokasóknin: Chris Jones og OJ Simpson

OJ Simpson, fyrrum leikmaður NFL-deildinni og leikari, sem var jafnframt sakaður um morð á eiginkonu sinni Nicole Brown Simpson og vini hennar Ron Goldman. Simpson sat í fangelsi frá 2008 þar til í fyrra fyrir vopnað rán og mannrán.

Hann hefur farið mikinn síðan hann kom út og hefur mætt á þónokkra leiki í NFL-deildinni síðan. Hann tjáði sig þá um dómgæsluna sem þyrfti sannarlega að taka á þar sem hann sagði meðal annars að álíka ákvarðanir og gegn Jones væru „að skaða fótboltann“ en ummæli hans má sjá í spilaranum að ofan.

„Þegar OJ Simpson er farinn að tjá sig um gang mála, um dóma og að réttlætinu sé fullnægt, þá verða menn að doka við og hlusta,“ sagði þáttastjórnandinn Andri Ólafsson og Henry Birgir tók undir.

„Það eru fáir með meiri reynslu af réttarkerfinu heldur en OJ“ sagði hann og bætti við að Simpson hefði rétt fyrir sér, þörf sá á átaki í dómgæslunni.

Innslagið úr Lokasókninni má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×