Innlent

Rafmagnslaust í hluta Vesturbæjar og heitavatnslaust í Skerjafirði

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Rafmagn er farið af í hluta vesturbæjar. 
Rafmagn er farið af í hluta vesturbæjar.  Vísir/Egill

Rafmagnslaust er í hluta Vesturbæjar vegna háspennubilunar. Unnið er að viðgerð og eru vonir bundnar við að rafmagn verði komið aftur á fyrir klukkan 17. 

Að því er kemur fram í tilkynningu á vef Veitna hefur verið rafmagnslaust við Baugatanga, Skerjafjörð, Nauthólsvík, Menntaveg, Reykjavíkurflugvöll, Loftleiðir og Hlíðarenda frá því klukkan 15:15. 

Vonast er til að rafmagn verði komið aftur á innan stundar og áætlað að viðgerðum ljúki fyrir klukkan 17 í dag.

Þá er einnig heitavatnslaust í Skerjafirði vegna bilunar en tilkynnt var um bilunina klukkan 13:40. Áætlað var að viðgerð tæki tvo til þrjá tíma og ljúki fyrir 16:40.

Í millitíðinni er fólki bent á að slökkva á þeim rafmagnstækum sem ekki slökkva á sér sjálf og gætu valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Er þar sérstaklega bent á eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki en einnig er ráðlagt að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp. 

Þá er fólki í Skerjafirði bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×