Hefur Bjarni Benediktsson ekkert viðskiptavit? Jón Páll Haraldsson skrifar 2. október 2022 13:30 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, stefnir á að hækka skatt á áfengi í fríhöfninni um rúm 180%. Sem sagt hann ætlar að færa stóra upphæð frá hægri vasa yfir í vinstri vasa. Hækka tekjur af skatti en minnka hagnað fríhafnarinnar (sem er í eigu ríkisins). Hann mun einnig auka tekjur ÍSAVÍA sem er líka í eigu ríkisins, því leiga fríhafnarinnar miðast við veltu, þannig eru vasar ríkisins orðnir þrír. Sem sagt, auknar tekjur ÍSAVÍA og auknar skatttekjur en minni hagnaður fríhafnarinnar. Til hvers? Er Bjarni kannski viljandi að draga úr afkomu fríhafnarinnar til þess að geta selt hana á lágu verði til einkaaðila? Kannski náðu ekki venslamenn hans að kaupa eins mikið í Íslandsbanka eins og þeir vildu. Hvað gætu afleiðingar af rúmlega 180% hækkun á gjöldum fríhafnarinnar haft í för með sér? Þann 30. september áttu 50 flugvélar að lenda á Keflavíkurflugvelli. Gefur okkur sem dæmi að 100 manns í hverri vél, hafi keypt tollfrjálsa skammtinn í brottfararlandi, því þau vita að sama vara í Keflavík er mun dýrari þar. Einfalt reikningsdæmi gæfi okkur þá að hver farþegi hafi ca. 5 kg í handfarangri, sinnum 100 sem eru 500 kg og það síðan sinnum 50 sem yrði 2.500 kg. þennan eina dag í handfarangri. Ef við síðan reiknum það yfir allt árið, þá yrðu þetta 912.500 kg af áfengi sem yrði flutt með flugi í handfarangri til landsins. Hvað ætli það komi til með að kosta flugfélögin í auka eldsneyti? Kostnaður sem þyrfti að færast í miðaverð, sem síðan hefur áhrif á vísitölu og skuldir einstaklinga og fyrirtækja á Íslandi. Þetta er krónutöludæmið, síðan kemur útblástursdæmi, þar sem við erum nú þegar í mínus varðandi skuldbindingar okkar vegna loftslagsmála. Á sínum tíma óskuðu Loftleiðir eftir því að það yrði komu fríhöfn í Keflavík til að spara eldsneyti við flugtak. Þá var eldsneyti mun ódýrara og mengun var ekki í myndinni. Það má einnig nefna að upphæðin sem Bjarni þykist ætla að hafa í aukatekjur af þessari hækkun á skatti er svipuð og skattgreiðendum landsins er ætlað að styrkja stjórnmálaflokka landsins. Persónulega tel ég að stjórnmálaflokkar eigi að sjá um sig sjálfir en ekki vera á framfæri skattgreiðeinda. Höfundur er vínáhugamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Loftslagsmál Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, stefnir á að hækka skatt á áfengi í fríhöfninni um rúm 180%. Sem sagt hann ætlar að færa stóra upphæð frá hægri vasa yfir í vinstri vasa. Hækka tekjur af skatti en minnka hagnað fríhafnarinnar (sem er í eigu ríkisins). Hann mun einnig auka tekjur ÍSAVÍA sem er líka í eigu ríkisins, því leiga fríhafnarinnar miðast við veltu, þannig eru vasar ríkisins orðnir þrír. Sem sagt, auknar tekjur ÍSAVÍA og auknar skatttekjur en minni hagnaður fríhafnarinnar. Til hvers? Er Bjarni kannski viljandi að draga úr afkomu fríhafnarinnar til þess að geta selt hana á lágu verði til einkaaðila? Kannski náðu ekki venslamenn hans að kaupa eins mikið í Íslandsbanka eins og þeir vildu. Hvað gætu afleiðingar af rúmlega 180% hækkun á gjöldum fríhafnarinnar haft í för með sér? Þann 30. september áttu 50 flugvélar að lenda á Keflavíkurflugvelli. Gefur okkur sem dæmi að 100 manns í hverri vél, hafi keypt tollfrjálsa skammtinn í brottfararlandi, því þau vita að sama vara í Keflavík er mun dýrari þar. Einfalt reikningsdæmi gæfi okkur þá að hver farþegi hafi ca. 5 kg í handfarangri, sinnum 100 sem eru 500 kg og það síðan sinnum 50 sem yrði 2.500 kg. þennan eina dag í handfarangri. Ef við síðan reiknum það yfir allt árið, þá yrðu þetta 912.500 kg af áfengi sem yrði flutt með flugi í handfarangri til landsins. Hvað ætli það komi til með að kosta flugfélögin í auka eldsneyti? Kostnaður sem þyrfti að færast í miðaverð, sem síðan hefur áhrif á vísitölu og skuldir einstaklinga og fyrirtækja á Íslandi. Þetta er krónutöludæmið, síðan kemur útblástursdæmi, þar sem við erum nú þegar í mínus varðandi skuldbindingar okkar vegna loftslagsmála. Á sínum tíma óskuðu Loftleiðir eftir því að það yrði komu fríhöfn í Keflavík til að spara eldsneyti við flugtak. Þá var eldsneyti mun ódýrara og mengun var ekki í myndinni. Það má einnig nefna að upphæðin sem Bjarni þykist ætla að hafa í aukatekjur af þessari hækkun á skatti er svipuð og skattgreiðendum landsins er ætlað að styrkja stjórnmálaflokka landsins. Persónulega tel ég að stjórnmálaflokkar eigi að sjá um sig sjálfir en ekki vera á framfæri skattgreiðeinda. Höfundur er vínáhugamaður.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar