Innlent

Starfs­fólk Stúdenta­kjallarans þreytt á slæmri hegðun fót­bolta­á­huga­manna

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Stúdentakjallarinn er vinsæll staður fyrir háskólanema.
Stúdentakjallarinn er vinsæll staður fyrir háskólanema. Vísir/Vilhelm

Stúdentakjallarinn, skemmti-, lærdóms og griðastaður fyrir háskólasamfélagið sendi frá sér tilkynningu fyrr í kvöld. Þar kemur fram að starfsfólk hafi lent í hrottalegum dónaskap og ógnandi hegðun frá fótboltaáhugamönnum sem heimsæki staðinn. Haldi þessi hegðun áfram sé hætta á því að kjallarinn hætti að sýna fótboltaleiki.

Þegar fréttastofa náði tali af Auðuni Orra Sigurvinssyni, rekstrarstjóra Stúdentakjallarans sagði hann þetta ekki vera stórmál. Slæm hegðun fólksins hafi farið að láta á sér kræla í byrjun þessa knattspyrnutímabils.

„Þetta er bara eins og gerist með alla, bæði fótboltaáhugamenn og körfuboltaáhugamenn og fólk sem er í glasi. Sumt fólk er bara aðeins dónalegra en annað,“ segir Auðunn.

Í tilkynningunni kemur fram að smár hópur fólks sé að eyðileggja fyrir öðrum. Það sé einfalt að vera góð manneskja og fólk sé vinsamlegast beðið um að haga sér eins og fullorðið fólk.

„Ef við fáum tilkynningu um dónalega og/eða ógnandi hegðun í garð starfsfólks, munum við hætta að sýna fótboltann um óákveðinn tíma,“ segir í tilkynningunni.

Auðunn segir Stúdentakjallarann vera mjög heppinn með kúnnahóp og þessi hegðun sé svo sannarlega frávik. Viðskiptavinirnir séu eflaust þeir þægilegustu á höfuðborgarsvæðinu. Gott sé þó að minna á þetta. 

Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðan. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.