Sport

Dag­skráin í dag: Hand­bolti, Körfu­bolta­kvöld, Ljós­leiðara­deildin og nóg af golfi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hörður fær KA í heimsókn.
Hörður fær KA í heimsókn. Vísir/Hulda Margrét

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Alls eru sjö beinar útsendingar á dagskránni í dag.

Stöð 2 Sport

Klukkan 17.00 er Körfuboltakvöld kvenna á dagskrá. Verður farið yfir fyrstu umferð í Subway-deild kvenna.

Klukkan 17.50 er komið að leik Harðar og KA í Olís deild karla í handbolta. Klukkan 19.30 er komið að leik Hauka og Selfoss í sömu deild.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 14.00 hefst Opna írska kvenna mótið í golfi, það er hluti af LET-mótaröðinni.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 11.30 er Cazoo Open de France á dagskrá. Mótið er hluti af DP World-mótaröðinni í golfi. Klukkan 16.30 hefst Forsetabikarinn í golfi, mótið er hluti af PGA-mótaröðinni.

Stöð 2 ESport

Klukkan 19.30 er Ljósleiðaradeildin í CS:GO á dagskrá. Leikir kvöldsins eru LAVA gegn NÚ. Ármann gegn Breiðabliki og svo Ten5ion gegn Fylki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×