Sport

Strákarnir í úr­slit líkt og stelpurnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Strákarnir gátu leyft sér að fagna þegar sætið í úrslitum var klárt.
Strákarnir gátu leyft sér að fagna þegar sætið í úrslitum var klárt. Fimleikasamband Íslands

Íslenska karlalandsliðið í hópfimleikum er komið í úrslit á Evrópumótinu sem nú fer fram í Lúxemborg. Fyrr í kvöld komst íslenska kvennalandsliðið í úrslit en liðið á titil að verja. Strákarnir höfnuðu í öðru sæti Evrópumótsins sem fór fram á síðasta ári og geta því gert gott betur í ár.

Ísland hóf leik á gólfi – eða dansi – en var ekki alveg upp á sitt besta. Á endanum fékk liðið 15,750 stig en það var sjötta besta einkunninn af þjóðunum átta sem tóku þátt í kvöld. Það var því á brattann að sækja fyrir strákana sem sex lið fóru áfram í úrslit.

Næst var það trampólín og þar gekk Íslandi töluvert betur. Ísland fékk 17,000 stig og endaði í fimmta sæti. Það var því ljóst að íslensku strákarnir þyrftu að vera nær óaðfinnanlegir á æfingu á dýnu í lokaæfingu undanúrslitanna.

Það voru þeir en alls fengu þeir 20,600 stig og tryggðu sér sæti í úrslitunum sem fram fara á laugardag. Ísland endaði í 5. sæti með 53,350 stig en Danmörk endaði efst með 59,300 stig.


Tengdar fréttir

Evrópu­meistarar Ís­lands í undan­úr­slit og geta því varið titilinn

Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum tryggði sér í dag sæti í úrslitum á Evrópumótinu sem fram fer í Lúxemborg. Íslenska liðið er ríkjandi Evrópumeistari og á því titil að verja. Alls hófu tíu lið keppni í dag og sex þeirra fóru áfram, Ísland endaði í 3. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×