Ævi og ferill Whitney Houston til sýnis í væntanlegri kvikmynd Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 15. september 2022 18:12 Naomi Ackie á rauða dreglinum og Whitney Houston eftir að hún hlaut Grammy verðlaun fyrir lagið „I Wanna Dance With Somebody“ árið 1988. Getty/Mike Marsland, Bettmann Fyrsta stikla kvikmyndarinnar „I Wanna Dance With Somebody“ sem byggð er á lífi og starfi söngkonunnar Whitney Houston hefur litið dagsins ljós. Í stiklunni má sjá búta af leiðinni sem Houston fór að þeirri gríðarlegu frægð sem umkringdi feril hennar og mikilvæg augnablik úr hennar einkalífi. Kvikmyndin sem kemur í bíó í Bandaríkjunum 21. desember næstkomandi er skrifuð af Anthony McCarten. McCarten skrifaði einnig handrit kvikmyndarinnar „Bohemian Rhapsody“ sem fjallaði um tónlistarferil Freddie Mercury og hljómsveitarinnar Queen. Leikkonan Naomi Ackie fer með hlutverk Houston í kvikmyndinni en hún lék einnig Jannah í kvikmyndinni „Star Wars: Episode IX – The Rise of Skywalker“ og Bonnie í þáttunum „The End of the F***ing World.“ Í nýju stiklunni sjá áhorfendur Houston takast á við gagnrýni, flytja þjóðsönginn á SuperBowl eins og hún gerði eftirminnilega árið 1991 og ganga að altarinu þar sem hún er í þann mund að gifta sig. Meðleikarar Ackie í kvikmyndinni eru meðal annars Stanley Tucci, Tamara Tunie og Clarke Peters. Stikluna má sjá hér að ofan. Bíó og sjónvarp Bandaríkin Hollywood Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Kvikmyndin sem kemur í bíó í Bandaríkjunum 21. desember næstkomandi er skrifuð af Anthony McCarten. McCarten skrifaði einnig handrit kvikmyndarinnar „Bohemian Rhapsody“ sem fjallaði um tónlistarferil Freddie Mercury og hljómsveitarinnar Queen. Leikkonan Naomi Ackie fer með hlutverk Houston í kvikmyndinni en hún lék einnig Jannah í kvikmyndinni „Star Wars: Episode IX – The Rise of Skywalker“ og Bonnie í þáttunum „The End of the F***ing World.“ Í nýju stiklunni sjá áhorfendur Houston takast á við gagnrýni, flytja þjóðsönginn á SuperBowl eins og hún gerði eftirminnilega árið 1991 og ganga að altarinu þar sem hún er í þann mund að gifta sig. Meðleikarar Ackie í kvikmyndinni eru meðal annars Stanley Tucci, Tamara Tunie og Clarke Peters. Stikluna má sjá hér að ofan.
Bíó og sjónvarp Bandaríkin Hollywood Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira