„Hestamenn í Borgarnesi eru allir lamaðir yfir þessu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2022 17:00 Þessar myndir voru teknar inn um glugga á hesthúsinu í gær. Steinunn Árnadóttir Íbúi í Borgarnesi segir nærsveitunga sína lamaða vegna illrar meðferðar á hestum í nærsveitinni. Hún er ósátt við yfirvöld að grípa ekki inn í þrátt fyrir endurteknar ábendingar. Dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST segir málið í ferli hjá stofnuninni. Steinunn Árnadóttir er organisti í Borgarneskirkju. Hún deildi mynd af hrossi sem virðist vannært á Facebook-síðu sinni í dag. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Fólk er hneykslað, deilir færslu hennar og spyr hvers vegna ekki sé gripið inn í. „Hestamenn í Borgarnesi eru allir lamaðir yfir þessu. Allir bíða eftir að skepnunum sé komið í betri aðstæður. Fleiri fleiri manns hafa látið vita,“ segir Steinunn. Fólk óttist hins vegar þann sem haldi hrossinn og því þori enginn að segja neitt. Nema þú? „Ég tek slaginn. Þessar skepnur eru í hesthúsi við hliðina á mér. Ef ég horfi á og geri ekki neitt þá er ég þátttakandi í þessu,“ segir Steinunn. Grunar að eitt hrossið sé dautt Myndir sem Steinunn tók í sumar og fylgja fréttinni segja sína sögu. Hestarnir virðast ekki fá mikla næringu. Raunar sjást hestarnir sjaldan úti að sögn Steinunnar. Þeim sé haldið inni í alltof litlu hesthúsi, líklega 17-18 saman. Hesthúsið ætti þó varla að rúma nema tíu hross að mati Steinunnar. Hún er óviss um fjöldann vegna þess að hana grunar að eitt hrossið sé dautt. Þessa mynd tók Steinunn í júlí þá sjaldan að hún sá hrossin utan veggja hesthússins.Steinunn Árnadóttir „Það vill til að þeir eru svo horaðir að það tekst að koma þeim fyrir í hesthúsinu,“ segir Steinunn. Hún hafi endurtekið sent ábendingar til Matvælastofnunar og viti til þess að fleiri hafi gert. Fréttastofa hafði samband við MAST. Tjá sig ekki um einstök mál „Þetta er í ferli hjá okkur, lögformlegu ferli,“ segir Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun. Hún áréttar að þau hafi stjórn á málinu sem sé þó á viðkvæmu stigi. Aðspurð segir hún ekki ljóst hverjar lyktir málsins verði. Í slíkum málum hafi einstaklingar andmælafrest og svo frest til að bregðast við athugasemdum. „Við gefum út fréttatilkynningu ef þetta fellur undir okkar upplýsingastefnu,“ segir Sigríður. Hún segist ekki geta tjáð sig um einstök mál. Endalausir frestir Steinunn gefur lítið fyrir þessi svör MAST. Eigandi hrossanna virðist fá endalausan frest. Þá finnur hún verulega að því hvernig MAST sinni eftirliti. „Þau verða að bregðast við ábendingum og athuga aðstæður samkvæmt lögum. Þá hringja þau í viðkomandi og boða komu sína. Sá hefur þá tækifæri til að laga aðstæðurnar. Svoleiðis hefur þetta verið gert þarna,“ segir Steinunn. Steinunn er langþreytt á ástandinu og segir fjölmarga taka undir með henni.Steinunn Árnadóttir Eigandi hrossanna hleypi þeim helst aðeins út á nóttunni til að geta þrifið skítin inn í hesthúsinu. Annars sjáist hestarnir lítið utan dyra. Til að fylgjast með dýrunum hefur hún kíkt inn um glugga og verið brugðið. Meðferðin sé ekki takmörkuð við hestana. Yfirfullt útihús af nautgripum „Nú er búið að fylla útihús af nautgripum. Þau eru svo mörg, í gluggalausu útihúsinu, að dyrnar eru að þrýstast út af þrýstingi,“ segir Steinunn. Hún hefur auk ábendinga til MAST sent matvælaráðherra bréf. Hún hefur þó ekki fengið svör. Hér má glögglega sjá rifbeinin á hrossinu.Steinunn Árnadóttir „Hvorki frá einum né neinum. Ég er með fullt af myndum sem sýna hræðilega aðkomu að þessu skepnum. En þau bregðast ekki við. Þau horfa upp á þetta,“ segir Steinunn. „Ég hringdi í 112 16. ágúst og tikynnti meri með folald sem hékk á beinunum úti í gerði. Ég tilkynnti það til MAST daginn eftir, en ekkert er gert.“ Hér má sjá þær kröfur sem hrossabændur þurfa að uppfylla samkvæmt upplýsingum á vef MAST. Borgarbyggð Dýraheilbrigði Hestar Dýraníð í Borgarfirði Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Steinunn Árnadóttir er organisti í Borgarneskirkju. Hún deildi mynd af hrossi sem virðist vannært á Facebook-síðu sinni í dag. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Fólk er hneykslað, deilir færslu hennar og spyr hvers vegna ekki sé gripið inn í. „Hestamenn í Borgarnesi eru allir lamaðir yfir þessu. Allir bíða eftir að skepnunum sé komið í betri aðstæður. Fleiri fleiri manns hafa látið vita,“ segir Steinunn. Fólk óttist hins vegar þann sem haldi hrossinn og því þori enginn að segja neitt. Nema þú? „Ég tek slaginn. Þessar skepnur eru í hesthúsi við hliðina á mér. Ef ég horfi á og geri ekki neitt þá er ég þátttakandi í þessu,“ segir Steinunn. Grunar að eitt hrossið sé dautt Myndir sem Steinunn tók í sumar og fylgja fréttinni segja sína sögu. Hestarnir virðast ekki fá mikla næringu. Raunar sjást hestarnir sjaldan úti að sögn Steinunnar. Þeim sé haldið inni í alltof litlu hesthúsi, líklega 17-18 saman. Hesthúsið ætti þó varla að rúma nema tíu hross að mati Steinunnar. Hún er óviss um fjöldann vegna þess að hana grunar að eitt hrossið sé dautt. Þessa mynd tók Steinunn í júlí þá sjaldan að hún sá hrossin utan veggja hesthússins.Steinunn Árnadóttir „Það vill til að þeir eru svo horaðir að það tekst að koma þeim fyrir í hesthúsinu,“ segir Steinunn. Hún hafi endurtekið sent ábendingar til Matvælastofnunar og viti til þess að fleiri hafi gert. Fréttastofa hafði samband við MAST. Tjá sig ekki um einstök mál „Þetta er í ferli hjá okkur, lögformlegu ferli,“ segir Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun. Hún áréttar að þau hafi stjórn á málinu sem sé þó á viðkvæmu stigi. Aðspurð segir hún ekki ljóst hverjar lyktir málsins verði. Í slíkum málum hafi einstaklingar andmælafrest og svo frest til að bregðast við athugasemdum. „Við gefum út fréttatilkynningu ef þetta fellur undir okkar upplýsingastefnu,“ segir Sigríður. Hún segist ekki geta tjáð sig um einstök mál. Endalausir frestir Steinunn gefur lítið fyrir þessi svör MAST. Eigandi hrossanna virðist fá endalausan frest. Þá finnur hún verulega að því hvernig MAST sinni eftirliti. „Þau verða að bregðast við ábendingum og athuga aðstæður samkvæmt lögum. Þá hringja þau í viðkomandi og boða komu sína. Sá hefur þá tækifæri til að laga aðstæðurnar. Svoleiðis hefur þetta verið gert þarna,“ segir Steinunn. Steinunn er langþreytt á ástandinu og segir fjölmarga taka undir með henni.Steinunn Árnadóttir Eigandi hrossanna hleypi þeim helst aðeins út á nóttunni til að geta þrifið skítin inn í hesthúsinu. Annars sjáist hestarnir lítið utan dyra. Til að fylgjast með dýrunum hefur hún kíkt inn um glugga og verið brugðið. Meðferðin sé ekki takmörkuð við hestana. Yfirfullt útihús af nautgripum „Nú er búið að fylla útihús af nautgripum. Þau eru svo mörg, í gluggalausu útihúsinu, að dyrnar eru að þrýstast út af þrýstingi,“ segir Steinunn. Hún hefur auk ábendinga til MAST sent matvælaráðherra bréf. Hún hefur þó ekki fengið svör. Hér má glögglega sjá rifbeinin á hrossinu.Steinunn Árnadóttir „Hvorki frá einum né neinum. Ég er með fullt af myndum sem sýna hræðilega aðkomu að þessu skepnum. En þau bregðast ekki við. Þau horfa upp á þetta,“ segir Steinunn. „Ég hringdi í 112 16. ágúst og tikynnti meri með folald sem hékk á beinunum úti í gerði. Ég tilkynnti það til MAST daginn eftir, en ekkert er gert.“ Hér má sjá þær kröfur sem hrossabændur þurfa að uppfylla samkvæmt upplýsingum á vef MAST.
Borgarbyggð Dýraheilbrigði Hestar Dýraníð í Borgarfirði Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira