Hætta á að norskir unglingar dópi og Noregur fari í bann frá stórmótum Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2022 09:00 Norðmenn eru í fremstu röð í fjölda íþróttagreina en eiga nú á hættu að missa réttinn til að keppa á stórmótum. Getty/Jozo Cabraja Noregur uppfyllir ekki alþjóðlegar kröfur um lyfjaeftirlit. Ef ekki verður bætt úr því gæti norsku þjóðinni verið refsað með banni frá Ólympíuleikum og öðrum stórmótum, eða banni frá því að halda stórmót. Norski ríkisfjölmiðillinn NRK fjallaði um málið í síðustu viku og greindi frá því að ástæðan fyrir mögulegri refsingu séu lög sem sett voru í Noregi árið 2019. Samkvæmt lögunum má ekki taka 15-18 ára íþróttafólk í lyfjapróf nema með samþykki foreldra. Leiðtogar íþróttahreyfingarinnar og lyfjaeftirlitsins í Noregi hafa sent ráðherrum norsku ríkisstjórnarinnar bréf og bent á að verði ekkert gert þá megi gera ráð fyrir að nú um áramótin verði norska lyfjaeftirlitið talið ófullnægjandi. Eins og fyrr segir gætu Norðmenn þá hlotið þunga refsingu. Fyrstu refsingar gætu falist í því að Noregur missi aðild að alþjóða lyfjaeftirlitinu, Wada, og verði bannað að halda alþjóðleg stórmót á norskri grundu. Enn þyngri refsing er svo inni í myndinni; að Norðmenn verði settir í bann frá öllum alþjóðlegum stórmótum; EM, HM og Ólympíuleikum. „Grafalvarleg staða sem verður að leysa“ „Svona getum við ekki haft þetta,“ segir Kåre Geir Lio, formaður norska handknattleikssambandsins, og kollegar hans hjá skíðasambandinu og knattspyrnusambandinu taka í sama streng. Til dæmis stendur til að halda heimsmeistaramót í handbolta í Noregi 2023 og 2025, og Evrópumót 2026 og 2028. „Þetta er grafalvarleg staða sem verður að leysa,“ sagði Espen Bjervig, formaður skíðasambandsins. „Ég er viss um að okkur tekst að finna lausn sem hefur ekki háhrif á norskt íþróttafólk og mótshaldara,“ bætti hann við. Megi ekki vera þannig að unglingar geti svindlað Anders Solheim, yfirmaður hjá lyfjaeftirliti Noregs, segir gríðarlega mikilvægt að eitthvað verði gert í málinu. „Það má ekki vera þannig að unglingar sem keppa á mótum geti verið að dópa sig eins mikið og þá lystir,“ sagði Solheim. „Við viljum ekki að það sé þannig í nokkurri íþrótt að hægt sé að nota ólögleg, árangursaukandi lyf fram til 18 ára aldurs, án þess að þurfa að skila inn prufu. Það gefur möguleika á að svindla og öðlast ósanngjarnt forskot,“ sagði Solheim. Handbolti Fótbolti Skíðaíþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira
Norski ríkisfjölmiðillinn NRK fjallaði um málið í síðustu viku og greindi frá því að ástæðan fyrir mögulegri refsingu séu lög sem sett voru í Noregi árið 2019. Samkvæmt lögunum má ekki taka 15-18 ára íþróttafólk í lyfjapróf nema með samþykki foreldra. Leiðtogar íþróttahreyfingarinnar og lyfjaeftirlitsins í Noregi hafa sent ráðherrum norsku ríkisstjórnarinnar bréf og bent á að verði ekkert gert þá megi gera ráð fyrir að nú um áramótin verði norska lyfjaeftirlitið talið ófullnægjandi. Eins og fyrr segir gætu Norðmenn þá hlotið þunga refsingu. Fyrstu refsingar gætu falist í því að Noregur missi aðild að alþjóða lyfjaeftirlitinu, Wada, og verði bannað að halda alþjóðleg stórmót á norskri grundu. Enn þyngri refsing er svo inni í myndinni; að Norðmenn verði settir í bann frá öllum alþjóðlegum stórmótum; EM, HM og Ólympíuleikum. „Grafalvarleg staða sem verður að leysa“ „Svona getum við ekki haft þetta,“ segir Kåre Geir Lio, formaður norska handknattleikssambandsins, og kollegar hans hjá skíðasambandinu og knattspyrnusambandinu taka í sama streng. Til dæmis stendur til að halda heimsmeistaramót í handbolta í Noregi 2023 og 2025, og Evrópumót 2026 og 2028. „Þetta er grafalvarleg staða sem verður að leysa,“ sagði Espen Bjervig, formaður skíðasambandsins. „Ég er viss um að okkur tekst að finna lausn sem hefur ekki háhrif á norskt íþróttafólk og mótshaldara,“ bætti hann við. Megi ekki vera þannig að unglingar geti svindlað Anders Solheim, yfirmaður hjá lyfjaeftirliti Noregs, segir gríðarlega mikilvægt að eitthvað verði gert í málinu. „Það má ekki vera þannig að unglingar sem keppa á mótum geti verið að dópa sig eins mikið og þá lystir,“ sagði Solheim. „Við viljum ekki að það sé þannig í nokkurri íþrótt að hægt sé að nota ólögleg, árangursaukandi lyf fram til 18 ára aldurs, án þess að þurfa að skila inn prufu. Það gefur möguleika á að svindla og öðlast ósanngjarnt forskot,“ sagði Solheim.
Handbolti Fótbolti Skíðaíþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira