Sport

Dagskráin í dag: Ítalski boltinn, golf og rafíþróttir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Þórir Jóhann Helgason og félagar hans í Lecce heimsækja Sassuolo í ítalska boltanum í kvöld.
Þórir Jóhann Helgason og félagar hans í Lecce heimsækja Sassuolo í ítalska boltanum í kvöld. Emmanuele Mastrodonato/LiveMedia/NurPhoto via Getty Images

Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag frá morgni og langt fram á kvöld. Sýnt verður frá fjórum leikjum í ítalska boltanum, þremur golfmótum og einu rafíþróttamóti.

Fjórir leikir eru á dagskrá í ítölsku úrvalsdeildinni, Serie A, í dag. Við hefjum leik klukkan 16:20 þegar Torino tekur á móti Lazio á Stöð 2 Sport 2 og Salernitana heimsækir Udinese á Stöð 2 Sport 3.

Klukkan 18:35 er svo komið að seinni tveim leikjum dagsins þegar Inter tekur á móti Spezia á Stöð 2 Sport 2 og Þórir Jóhann Helgason og félagar hans í Lecce heimsækja Sassuolo á Stöð 2 Sport 3.

Þá er golfað frá morgni til kvölds, en klukkan 11:30 hefst bein útsending á Stöð 2 Golf frá D+D Real Czech Masters á Evrópumótaröðinni, DP World Tour.

Klukkan 12:00 er svo komið að Aramco Team Series Sotogrande á LET-mótaröðinni á Stöð 2 Sport 4 áður en BMW Championship á PGA-mótaröðinni lokar golfdeginum frá klukkan 16:00 á Stöð 2 Golf.

Að lokum verður BLAST Premier mótið í CS:GO í beinni útsendingu frá klukkan 10:30 og fram á kvöld á Stöð 2 eSport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×