Innlent

Gekk um Hafnar­götu með öxi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Maðurinn gekk eftir Hafnargötunni og sýndi einkennilega tilburði.
Maðurinn gekk eftir Hafnargötunni og sýndi einkennilega tilburði. Vísir/Þorgils

Karlmaður var í dag handtekinn fyrir aftan húsgagnaverslunina Bústoð við Tjarnargötu í Keflavík af sérsveit og lögreglunni á Suðurnesjum. Maðurinn hafði gengið eftir Hafnargötu með öxi.

Mbl.is greinir frá þessu en samkvæmt þeim sýndi maðurinn, sem er um fimmtugt, einkennilega tilburði er hann gekk um með öxina. Þegar lögregla nálgaðist manninn hljóp hann í burtu og hóf lögregla að elta manninn. 

Maðurinn var að lokum handtekinn fyrir aftan húsgagnaverslunina Bústóð við Tjarnargötu. Í samtali við mbl.is sagði Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum, að lögregla hafi náð að tryggja ástandið áður en sérsveitin mætti á svæðið.

Lögreglan á Suðurnesjum gat ekki veitt fréttastofu frekari upplýsingar um málið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×